Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 60

Laxdœla saga 60 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 60)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
596061

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Fám nóttum síðar en Guðrún hafði heim komið heimti hún sonu
sína til máls við sig í laukagarð sinn. En er þeir koma þar
sjá þeir að þar voru breidd niður línklæði, skyrta og
línbrækur. Þau voru blóðug mjög.Þá mælti Guðrún: "Þessi sömu klæði er þið sjáið hér frýja
ykkur föðurhefnda. Nú mun eg ekki hafa hér um mörg orð því að
ekki er von að þið skipist af framhvöt orða ef þið íhugið
ekki við slíkar bendingar og áminningar."Þeim bræðrum brá mjög við þetta er Guðrún mælti en svöruðu þó
á þá leið að þeir hafa verið ungir til hefnda að leita og
forystulausir, kváðust hvorki kunna ráð gera fyrir sér né
öðrum "og muna mættum við hvað við höfum látið."Guðrún kvaðst ætla að þeir mundu meir hugsa um hestavíg eða
leika.Eftir þetta gengu þeir í brott.Um nóttina eftir máttu þeir bræður eigi sofa. Þorgils varð
þess var og spurði hvað þeim væri. Þeir segja honum allt tal
þeirra mæðgina og það með að þeir mega eigi bera lengur harm
sinn og frýju móður sinnar."Viljum vér til hefnda leita," sagði Bolli, "og höfum við
bræður nú þann þroska að menn munu mjög á leita við okkur ef
við hefjum eigi handa."Um daginn eftir taka þau tal með sér, Þorgils og Guðrún, en
Guðrún hóf svo mál sitt: "Svo þykir mér Þorgils sem synir
mínir nenni eigi kyrrsetu þessi lengur svo að þeir leiti eigi
til hefnda eftir föður sinn. En það hefir mest dvalið hér til
að mér þóttu þeir Þorleikur og Bolli of ungir hér til að
standa í mannráðum. En ærin hefir nauðsyn til verið að
minnast þess nokkuru fyrr."Þorgils svarar: "Því þarftu þetta mál ekki við mig að ræða að
þú hefir þvert tekið að ganga með mér. En allt er mér það
samt í hug og fyrr þá er við höfum þetta átt að tala. Ef eg
nái ráðahag við þig þá vex mér ekki í augu að stinga af
einnhvern þeirra eða báða tvo þá er næst gengu vígi Bolla."Guðrún mælti: "Svo þykir mér sem Þorleiki virðist engi jafn
vel til fallinn að vera fyrirmaður ef það skal nokkuð vinna
er til harðræða sé. En þig er ekki því að leyna að þeir
sveinarnir ætla að stefna að Helga Harðbeinssyni,
berserkinum, er situr í Skorradal að búi sínu og uggir ekki
að sér."Þorgils mælti: "Aldregi hirði eg hvort hann heitir Helgi eða
öðru nafni því að hvorki þykir mér ofurefli að eiga við Helga
eða einnhvern annan. Er um þetta mál allt rætt fyrir mína
hönd ef þú heitir mér með vottum að giftast mér ef eg kem
hefndum fram með sonum þínum."Guðrún kvaðst það efna mundu allt er hún yrði á sátt þótt það
væri við fárra manna vitni gert og sagði hún að þetta mundi
að ráði gert. Guðrún bað þangað kalla Halldór fóstbróður hans
og þá sonu sína. Þorgils bað og Örnólf við vera.Guðrún kvað þess enga þörf: "Eru mér meiri grunir á um
trúleika Örnólfs við þig en eg ætla þér vera."Þorgils bað hana ráða.Nú koma þeir bræður á fund Guðrúnar og Þorgils. Þar var
Halldór í tali með þeim.Guðrún segir þeim nú skyn á að "Þorgils hefir heitið að
gerast fyrirmaður ferðar þeirrar að veita heimferð að Helga
Harðbeinssyni með sonum mínum að hefna Bolla. Hefir Þorgils
það til mælt ferðarinnar að hann næði ráðahag við mig. Nú
skírskota eg því við vitni yðru að eg heiti Þorgísli að
giftast engum manni öðrum samlendum en honum en eg ætla ekki
að giftast í önnur lönd."Þorgísli þykir nú þetta vel mega fyrir bíta og sér hann ekki
í þetta. Slíta þau nú þessu tali. Þetta ráð er nú fullgert að
Þorgils skal til ferðar ráðast. Býst hann frá Helgafelli og
með honum synir Guðrúnar. Ríða þeir inn í Dali og fyrst heim
í Tungu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.