Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 59

Laxdœla saga 59 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 59)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
585960

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Guðrún Ósvífursdóttir fór heiman það sumar að tvímánuði og
inn í Dali. Hún reið í Þykkvaskóg. Þorleikur var þá ýmist í
Þykkvaskógi með þeim Ármóðssonum, Halldóri og Örnólfi,
stundum var hann í Tungu með Þorgísli. Sömu nótt sendi Guðrún
mann Snorra goða að hún vill finna hann þegar um daginn
eftir. Snorri brá skjótt við og reið þegar við annan mann þar
til að hann kom til Haukadalsár. Hamar stendur fyrir norðan
ána er Höfði heitir. Það er í Lækjarskógslandi. Í þeim stað
hafði Guðrún á kveðið að þau Snorri skyldu finnast. Þau komu
þar mjög jafnsnemma. Fylgdi og einn maður Guðrúnu. Var það
Bolli Bollason. Hann var þá tólf vetra gamall en fullkominn
var hann að afli og hyggju svo að þeir voru margir er eigi
biðu meira þroska þó að alrosknir væru. Hann bar þá og
Fótbít.Þau Snorri og Guðrún tóku þegar tal en Bolli og förunautur
Snorra sátu á hamrinum og hugðu að mannaferðum um héraðið. Og
er þau Snorri og Guðrún höfðu spurst tíðinda þá frétti Snorri
að erindum, hvað þá hefði nýlega við borið er hún sendi svo
skyndilega orð.Guðrún mælti: "Það er satt að mér er þessi atburður spánnýr
er eg mun nú upp bera en þó varð hann fyrir tólf vetrum því
að um hefndina Bolla mun eg nokkuð ræða. Má þér það og ekki
að óvörum koma því að eg hefi þig á minnt stundum. Mun eg það
og fram bera að þú hefir þar til heitið mér nokkurum styrk ef
eg biði með þolinmæði. En nú þykir mér rekin von að þú munir
gaum að gefa voru máli. Nú hefi eg beðið þá stund er eg fæ
mér skap til en þó vildi eg hafa heil ráð af yður hvar hefnd
þessi skal niður koma."Snorri spurði hvar hún hefði helst ætlað.Guðrún mælti: "Það er minn vilji að þeir haldi eigi allir
heilu Ólafssynir."Snorri kvaðst það banna mundu að fara á hendur þeim mönnum er
mest voru virðir í héraði "en náfrændur þeirra er nær munu
ganga hefndunum og er allt mál að ættvíg þessi takist af."Guðrún mælti: "Þá skal fara að Lamba og drepa hann. Er þá af
einn sá er illfúsastur er."Snorri svarar: "Er sök við Lamba þótt hann væri drepinn en
eigi þykir mér Bolla hefnt að heldur og eigi mun þeirra Bolla
slíkur munur ger í sættum sem vert er ef þeim vígum er saman
jafnað."Guðrún mælti: "Vera kann að vér fáum ekki jafnmæli af þeim
Laxdælunum en gjalda skal nú einnhver í hverjum dal sem hann
býr. Skal og nú þar að snúa er Þorsteinn svarti er því að
engi hefir sér verra hlut af deilt þessum málum en hann."Snorri mælti: "Slíkt er Þorsteinn í sökum við yður sem þeir
menn er í tilför voru vígs Bolla og unnu ekki á honum. En þú
lætur þá menn sitja hjá kyrra er mér þykir sem í meira lagi
sé hefnd í en hafi þó borið banorð af Bolla er Helgi er
Harðbeinsson."Guðrún mælti: "Satt er það en eigi má eg vita að þessir menn
sitji um kyrrt allir er eg hefi áður þenna fjandskap miklað á
hendur."Snorri svarar: "Eg sé þar gott ráð til. Þeir Lambi og
Þorsteinn skulu vera í ferð með sonum þínum og er þeim Lamba
það maklegt friðkaup. En ef þeir vilja eigi það þá mun eg
ekki mæla þá undan að eigi skapið þér þeim slíkt víti sem
yður líkar."Guðrún mælti: "Hvernig skal að fara að koma þessum mönnum til
ferðar er þú hefir upp nefnt?"Snorri mælti: "Það verða þeir að annast er fyrir skulu vera
ferðinni."Guðrún mælti: "Þar munum vér hafa þína forsjá á því hver
ferðinni skal stjórna og fyrir vera."Þá brosti Snorri og mælti: "Hér hefir þú kyrið mann til."Guðrún mælti: "Þetta muntu tala til Þorgils."Snorri segir svo vera.Guðrún mælti: "Rætt hefi eg þetta áður við Þorgils og er sem
því sé lokið því að hann gerði þann einn kost á er eg vildi
ekki á líta. En ekki fór Þorgils undan að hefna Bolla ef hann
næði ráðahag við mig. En þess er borin von og mun eg því ekki
biðja hann til þessarar ferðar."Snorri mælti: "Hér mun eg gefa ráð til fyrir því að eg
fyrirman Þorgísli ekki þessar ferðar. Honum skal að vísu
heita ráðahag og gera það þó með undirmálum þeim að þú sért
engum manni samlendum gift öðrum en Þorgísli og það skal enda
því að Þorkell Eyjólfsson er nú eigi hér á landi en eg hefi
honum ætlað þenna ráðahag."Guðrún mælti: "Sjá mun hann þenna krók."Snorri svarar: "Sjá mun hann víst eigi því að Þorgils er meir
reyndur að ákafa en vitsmunum. Ger þenna máldaga við fárra
manna vitni. Lát hjá vera Halldór fóstbróður hans en eigi
Örnólf því að hann er vitrari og kenn mér ef eigi dugir."Eftir þetta skilja þau Guðrún talið og bað hvort þeirra annað
vel fara. Reið Snorri heim en Guðrún í Þykkvaskóg. Um
myrgininn eftir ríður Guðrún úr Þykkvaskógi og synir hennar
með henni. Og er þau ríða út eftir Skógarströnd sjá þau að
menn ríða eftir þeim. Þeir ríða hvatan og koma skjótt eftir
og var þar Þorgils Hölluson. Fagna þar hvorir öðrum vel og
sæmilega, ríða nú öll saman um daginn út til Helgafells.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.