Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 47

Laxdœla saga 47 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 47)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
464748

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir jól um veturinn safnar Kjartan að sér mönnum. Urðu þeir
saman sex tigir manna. Ekki sagði Kjartan föður sínum hversu
af stóðst um ferð þessa. Spurði Ólafur og lítt að. Kjartan
hafði með sér tjöld og vistir. Ríður Kjartan nú leið sína þar
til er hann kemur til Lauga. Hann biður menn stíga af baki og
mælti að sumir skyldu geyma hesta þeirra en suma biður hann
reisa tjöld. Í þann tíma var það mikil tíska að úti var
salerni og eigi allskammt frá bænum og svo var að Laugum.
Kjartan lét þar taka dyr allar á húsum og bannaði öllum
mönnum útgöngu og dreitti þau inni þrjár nætur. Eftir það
ríður Kjartan heim í Hjarðarholt og hver hans förunauta til
síns heimilis. Ólafur lætur illa yfir þessi ferð. Þorgerður
kvað eigi lasta þurfa og sagði Laugamenn til slíks gert hafa
eða meiri svívirðingar.



Þá mælti Hrefna: "Áttir þú Kjartan við nokkura menn tal að
Laugum?"



Hann svarar: "Lítið var bragð að því."



Segir hann að þeir Bolli skiptust við nokkurum orðum.



Þá mælti Hrefna og brosti við: "Það er mér sannlega sagt að
þið Guðrún munuð hafa við talast og svo hefi eg spurt hversu
hún var búin að hún hefði nú faldið sig við motrinum og semdi
einkar vel."



Kjartan svarar og roðnaði mjög við. Var mönnum auðfynt að
hann reiddist við er hún hafði þetta í fleymingi.



"Ekki bar mér það fyrir augu er þú segir frá Hrefna," segir
Kjartan, "mundi Guðrún ekki þurfa að falda sér motri til þess
að sama betur en allar konur aðrar."



Þá hætti Hrefna þessu tali.



Þeim Laugamönnum líkar illa og þótti þetta miklu meiri
svívirðing og verri en þótt Kjartan hefði drepið mann eða tvo
fyrir þeim. Voru þeir synir Ósvífurs óðastir á þetta mál en
Bolli svafði heldur. Guðrún talaði hér fæst um en þó fundu
menn það á orðum hennar að eigi væri víst hvort öðrum lægi í
meira rúmi en henni. Gerist nú fullkominn fjandskapur milli
Laugamanna og Hjarðhyltinga. Og er á leið veturinn fæddi
Hrefna barn. Það var sveinn og var nefndur Ásgeir.



Þórarinn búandi í Tungu lýsir því að hann vildi selja
Tunguland. Var það bæði að honum þurru lausafé enda þótti
honum mjög vaxa þústur milli manna í héraðinu en honum var
kært við hvoratveggju. Bolli þóttist þurfa að kaupa sér
staðfestu því að Laugamenn höfðu fá lönd en fjölda fjár. Þau
Bolli og Guðrún riðu í Tungu að ráði Ósvífurs. Þótti þeim í
hönd falla að taka upp land þetta hjá sér sjálfum og bað
Ósvífur þau eigi láta smátt slíta. Síðan réðu þau Þórarinn um
kaup þetta og urðu ásátt hversu dýrt vera skyldi og svo það
er í móti skyldi vera og var mælt til kaups með þeim Bolla.
En því var kaupið eigi vottum bundið að eigi voru menn svo
margir hjá að það þætti vera lögfullt. Ríða þau Bolli og
Guðrún heim eftir þetta.



En er Kjartan Ólafsson spyr þessi tíðindi ríður hann þegar
við tólfta mann og kom í Tungu snemma dags. Fagnar Þórarinn
honum vel og bauð honum þar að vera. Kjartan kvaðst heim
mundu ríða um kveldið en eiga þar dvöl nokkura. Þórarinn
frétti að um erindi.



Kjartan svarar: "Það er erindi mitt hingað að ræða um
landkaup það nokkuð er þér Bolli hafið stofnað því að mér er
það í móti skapi ef þú selur land þetta þeim Bolla og
Guðrúnu."



Þórarinn kvað sér vanhenta annað "því að verðið skal bæði
ríflegt, það er Bolli hefir mér fyrir heitið landið, og
gjaldast skjótt."



Kjartan mælti: "Ekki skal þig í skaða þó að Bolli kaupi eigi
landið því að eg mun kaupa þvílíku verði og ekki mun þér duga
mjög í móti að mæla því sem eg vil vera láta því að það mun á
finnast að eg vil hér mestu ráða í héraði og gera þó meir
eftir annarra manna skaplyndi en Laugamanna."



Þórarinn svarar: "Dýrt mun mér verða drottins orð um þetta
mál. En það væri næst mínu skaplyndi að kaup þetta væri kyrrt
sem við Bolli höfum stofnað."



Kjartan mælti: "Ekki kalla eg það landkaup er eigi er vottum
bundið. Ger nú annaðhvort að þú handsala mér þegar landið að
þvílíkum kostum sem þú hefir ásáttur orðið við aðra eða bú
sjálfur á landi þínu ella."



Þórarinn kaus að selja honum landið. Voru nú þegar vottar að
þessu kaupi. Kjartan reið heim eftir landkaupið. Þetta
spurðist um alla Breiðafjarðardali. Hið sama kveld spurðist
þetta til Lauga.



Þá mælti Guðrún: "Svo virðist mér Bolli sem Kjartan hafi þér
gert tvo kosti nokkuru harðari en hann gerði Þórarni, að þú
munt láta verða hérað þetta með litlum sóma eða sýna þig á
einhverjum fundi ykkrum nokkuru óslæra en þú hefir fyrr
verið."



Bolli svarar engu og gekk þegar af þessu tali. Og var nú
kyrrt það er eftir var langaföstu.



Hinn þriðja dag páska reið Kjartan heiman við annan mann.
Fylgdi honum Án svarti. Þeir koma í Tungu um daginn. Kjartan
vill að Þórarinn ríði með honum vestur til Saurbæjar að játa
þar skuldarstöðum því að Kjartan átti þar miklar fjárreiður.
Þórarinn var riðinn á annan bæ. Kjartan dvaldist þar um hríð
og beið hans. Þann sama dag var þar komin Þórhalla málga. Hún
spyr Kjartan hvert hann ætlaði að fara. Hann kvaðst fara
skyldu vestur til Saurbæjar.



Hún spyr: "Hverja skaltu leið ríða?"



Kjartan svarar: "Eg mun ríða vestur Sælingsdal en vestan
Svínadal."



Hún spurði hversu lengi hann mundi vera.



Kjartan svarar: "Það er líkast að eg ríði vestan
fimmtadaginn."



"Muntu reka erindi mitt?" sagði Þórhalla. "Eg á frænda vestur
fyrir Hvítadal í Saurbæ. Hann hefir heitið mér hálfri mörk
vaðmáls. Vildi eg að þú heimtir og hefðir með þér vestan."



Kjartan hét þessu.



Síðan kemur Þórarinn heim og ræðst til ferðar með þeim. Ríða
þeir vestur um Sælingsdalsheiði og koma um kveldið á Hól til
þeirra systkina. Kjartan fær þar góðar viðtökur því að þar
var hin mesta vingan.



Þórhalla málga kom heim til Lauga um kveldið. Spyrja synir
Ósvífurs hvað hún hitti manna um daginn. Hún kvaðst hafa hitt
Kjartan Ólafsson. Þeir spurðu hvert hann ætlaði. Hún sagði
slíkt af sem hún vissi "og aldregi hefir hann verið vasklegri
en nú og er það eigi kynlegt að slíkum mönnum þyki allt lágt
hjá sér."



Og enn mælti Þórhalla: "Auðfynt þótti mér það á að Kjartani
var ekki annað jafnlétt hjalað sem um landkaup þeirra
Þórarins."



Guðrún mælti: "Vel má Kjartan því allt gera djarflega það er
honum líkar því að það er reynt að hann tekur enga þá ósæmd
til að neinn þori að skjóta skafti að móti honum."



Bæði var hjá tali þeirra Guðrúnar Bolli og synir Ósvífurs.
Þeir Óspakur svara fá og heldur til áleitni við Kjartan sem
jafnan var vant. Bolli lét sem hann heyrði eigi sem jafnan er
Kjartani var hallmælt því að hann var vanur að þegja eða mæla
í móti.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.