Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 38

Laxdœla saga 38 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 38)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
373839

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er að segja frá Stíganda. Hann gerðist útilegumaður og
illur viðureignar. Þórður hét maður. Hann bjó í Hundadal.
Hann var auðigur maður og ekki mikilmenni. Það varð til
nýlundu um sumarið í Hundadal að fé nytjaðist illa en kona
gætti fjár þar. Það fundu menn að hún varð gripaauðig og hún
var löngum horfin svo að menn vissu eigi hvar hún var. Þórður
bóndi lætur henni nauðga til sagna og er hún verður hrædd þá
segir hún að maður kemur til fundar við hana, "sá er mikill,"
segir hún, "og sýnist mér vænlegur."Þá spyr Þórður hversu brátt sá maður mundi koma til fundar
við hana. Hún kvaðst vænta að það mundi brátt vera.Eftir þetta fer Þórður á fund Ólafs og segir honum að
Stígandi mun eigi langt þaðan í brott, biður hann til fara
með sína menn og ná honum. Ólafur bregður við skjótt og fer í
Hundadal. Er þá ambáttin heimt til tals við hann. Spyr þá
Ólafur hvar bæli Stíganda væri. Hún kvaðst það eigi vita.
Ólafur bauð að kaupa að henni ef hún kæmi Stíganda í færi við
þá. Þessu kaupa þau saman.Um daginn fer hún að fé sínu. Kemur þá Stígandi til móts við
hana. Hún fagnar honum vel og býður að skoða í höfði honum.
Hann leggur höfuðið í kné henni og sofnar skjótlega. Þá
skreiðist hún undan höfði honum og fer til móts við þá Ólaf
og segir þeim hvar þá var komið. Fara þeir til Stíganda og
ræða um með sér að hann skal eigi fara sem bróðir hans að
hann skyldi það margt sjá er þeim yrði mein að, taka nú belg
og draga á höfuð honum. Stígandi vaknaði við þetta og bregður
nú engum viðbrögðum því að margir menn voru nú um einn. Rauf
var á belgnum og getur Stígandi séð öðrum megin í hlíðina.
Þar var fagurt landsleg og grasloðið. En því var líkast sem
hvirfilvindur komi að. Sneri um jörðunni svo að aldregi síðan
kom þar gras upp. Þar heitir nú á Brennu. Síðan berja þeir
Stíganda grjóti í hel og þar var hann dysjaður. Ólafur efnir
vel við ambáttina og gaf henni frelsi og fór hún heim í
Hjarðarholt.Hallbjörn slíkisteinsauga rak upp úr brimi litlu síðar en
honum var drekkt. Þar heitir Knarrarnes sem hann var kasaður
og gekk hann aftur mjög.Sá maður er nefndur er Þorkell skalli hét. Hann bjó í
Þykkvaskógi á föðurleifð sinni. Hann var fullhugi mikill og
rammur að afli. Eitt kveld var vant kýr í Þykkvaskógi. Fór
Þorkell að leita og húskarl hans með honum. Það var eftir
dagsetur en tunglskin var á. Þorkell mælti að þeir mundu
skipta með sér leitinni. Og er Þorkell var einn saman staddur
þá þóttist hann sjá á holtinu fyrir sér kú. Og er hann kemur
að þá var það Slíkisteinsauga en eigi kýr. Þeir runnust á
allsterklega. Fór Hallbjörn undan og er Þorkel varði minnst
þá smýgur hann niður í jörðina úr höndum honum. Eftir það fór
Þorkell heim. Húskarlinn var heim kominn og hafði hann fundið
kúna. Ekki varð síðan mein að Hallbirni.Þorbjörn skrjúpur var þá andaður og svo Melkorka. Þau liggja
bæði í kumli í Laxárdal en Lambi son þeirra bjó þar eftir.
Hann var garpur mikill og hafði mikið fé. Meira var Lambi
virður af mönnum en faðir hans fyrir sakir móðurfrænda sinna.
Vel var í frændsemi þeirra Ólafs.Líður nú hinn næsti vetur eftir dráp Kotkels. Um vorið eftir
hittust þeir bræður, Ólafur og Þorleikur. Spurði Ólafur hvort
Þorleikur ætlaði að halda búi sínu. Þorleikur segir að svo
var.Ólafur mælti: "Hins vildi eg beiða yður frændi að þér breytið
ráðahag yðrum og færuð utan. Muntu þar þykja sómamaður sem þú
kemur. En eg hygg um Hrút frænda okkarn að hann þykist kulda
af kenna af skiptum yðrum. Er mér lítið um að hætta til
lengur að þið sitjist svo nær. Er Hrútur aflamikill en synir
hans ofsamenn einir og garpar. Þykist eg vant við kominn
fyrir frændsemis sakir er þér deilið illdeildum frændur
mínir."Þorleikur mælti: "Ekki kvíði eg því að eg geti eigi haldið
mér réttum fyrir Hrúti og sonum hans og mun eg eigi fyrir því
af landi fara. En ef þér þykir miklu máli skipta frændi og
þykist þú þar um í miklum vanda sitja þá vil eg gera fyrir
þín orð því að þá undi eg best mínu ráði er eg var
utanlendis. Veit eg og að þú munt ekki að verr gera til Bolla
sonar míns þó að eg sé hvergi í nánd og honum ann eg mest
manna."Ólafur svarar: "Þá hefir þú vel af þessu máli ef þú gerir
eftir bæn minni. Ætla eg mér það að gera héðan í frá sem
hingað til er til Bolla kemur og vera til hans eigi verr en
til minna sona."Eftir þetta skilja þeir bræður með mikilli blíðu. Þorleikur
selur nú jarðir sínar og ver fénu til utanferðar. Hann kaupir
skip er uppi stóð í Dögurðarnesi. En er hann var búinn með
öllu sté hann á skip út og kona hans og annað skuldalið. Skip
það verður vel reiðfara og taka Noreg um haustið. Þaðan fer
hann suður til Danmerkur því að hann festi ekki yndi í
Noregi. Voru látnir frændur hans og vinir en sumir úr landi
reknir. Síðan hélt Þorleikur til Gautlands. Það er flestra
manna sögn að Þorleikur ætti lítt við elli að fást og þótti
þó mikils verður meðan hann var uppi. Og lúkum vér þar sögu
frá Þorleiki.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.