Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 34

Laxdœla saga 34 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 34)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
333435

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorvaldur hét maður son Halldórs Garpsdalsgoða. Hann bjó í
Garpsdal í Gilsfirði, auðigur maður og engi hetja. Hann bað
Guðrúnar Ósvífursdóttur á alþingi þá er hún var fimmtán vetra
gömul. Því máli var eigi fjarri tekið en þó sagði Ósvífur að
það mundi á kostum finna að þau Guðrún voru eigi jafnmenni.
Þorvaldur talaði óharðfærlega, kvaðst konu biðja en ekki
fjár. Síðan var Guðrún föstnuð Þorvaldi og réð Ósvífur einn
máldaga og svo var skilt að Guðrún skyldi ein ráða fyrir fé
þeirra þegar er þau koma í eina rekkju og eiga alls helming
hvort er samfarar þeirra væru lengri eða skemmri. Hann skyldi
og kaupa gripi til handa henni svo að engi jafnfjáð kona ætti
betri gripi en þó mætti hann halda búi sínu fyrir þær sakir.
Ríða menn nú heim af þingi. Ekki var Guðrún að þessu spurð og
heldur gerði hún sér að þessu ógetið og var þó kyrrt.
Brúðkaup var í Garpsdal að tvímánuði. Lítt unni Guðrún
Þorvaldi og var erfið í gripakaupum. Voru engar gersemar svo
miklar á Vestfjörðum að Guðrúnu þætti eigi skaplegt að hún
ætti en galt fjandskap Þorvaldi ef hann keypti eigi hversu
dýrar sem metnar voru.Þórður Ingunnarson gerði sér dátt við þau Þorvald og Guðrúnu
og var þar löngum og féll þar mörg umræða á um kærleika
þeirra Þórðar og Guðrúnar. Það var eitt sinn að Guðrún beiddi
Þorvald gripakaups. Þorvaldur kvað hana ekki hóf að kunna og
sló hana kinnhest.Þá mælti Guðrún: "Nú gafstu mér það er oss konum þykir miklu
skipta að vér eigum vel að gert en það er litaraft gott og af
hefir þú mig ráðið brekvísi við þig."Það sama kveld kom Þórður þar. Guðrún sagði honum þessa
svívirðing og spurði hann hverju hún skyldi þetta launa.Þórður brosti að og mælti: "Hér kann eg gott ráð til. Gerðu
honum skyrtu og brautgangs höfuðsmátt og seg skilið við hann
fyrir þessar sakir."Eigi mælti Guðrún í móti þessu og skilja þau talið.Það sama vor segir Guðrún skilið við Þorvald og fór heim til
Lauga. Síðan var gert féskipti þeirra Þorvalds og Guðrúnar og
hafði hún helming fjár alls og var nú meira en áður. Tvo
vetur höfðu þau ásamt verið.Það sama vor seldi Ingunn land sitt í Króksfirði, það sem
síðan heitir á Ingunnarstöðum, og fór vestur á Skálmarnes.
Hana hafði átt Glúmur Geirason, sem fyrr var ritað.Í þenna tíma bjó Hallsteinn goði á Hallsteinsnesi fyrir
vestan Þorskafjörð. Hann var ríkur maður og meðallagi
vinsæll.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.