Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 30

Laxdœla saga 30 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 30)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
293031

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Ekki var margt um í samförum þeirra Geirmundar og Þuríðar.
Var svo af beggja þeirra hendi. Þrjá vetur var Geirmundur með
Ólafi áður hann fýstist í brott og lýsti því að Þuríður mundi
eftir vera og svo dóttir þeirra er Gróa hét. Sú mær var þá
veturgömul. En fé vill Geirmundur ekki eftir leggja. Þetta
líkar þeim mæðgum stórum illa og segja til Ólafi.En Ólafur mælti þá: "Hvað er nú Þorgerður, er Austmaðurinn
eigi jafn stórlátur nú sem um haustið þá er hann bað þig
mægðarinnar?"Komu þær engu á leið við Ólaf því að hann var um alla hluti
samningarmaður, kvað og mey skyldu eftir vera þar til er hún
kynni nokkurn farnað. En að skilnaði þeirra Geirmundar gaf
Ólafur honum kaupskipið með öllum reiða. Geirmundur þakkar
honum vel og sagði gefið allstórmannlega. Síðan býr hann
skipið og siglir út úr Laxárósi léttan landnyrðing og fellur
veðrið er þeir koma út að eyjum. Hann liggur út við Öxney
hálfan mánuð svo að honum gefur eigi í brott.Í þenna tíma átti Ólafur heimanför að annast um reka sína.
Síðan kallar Þuríður dóttir hans til sín húskarla, bað þá
fara með sér. Hún hafði og með sér meyna. Tíu voru þau saman.
Hún lætur setja fram ferju er Ólafur átti. Þuríður bað þá róa
eða sigla út eftir Hvammsfirði. Og er þau koma út að eyjum
bað hún þá skjóta báti útbyrðis er stóð á ferjunni. Þuríður
sté á bátinn og tveir menn aðrir en hún bað þá gæta skips er
eftir voru þar til er hún kæmi aftur. Hún tók meyna í faðm
sér og bað þá róa yfir strauminn þar til er þau mættu ná
skipinu. Hún greip upp nafar úr stafnlokinu og seldi í hendur
förunaut sínum öðrum, bað hann ganga á knarrarbátinn og bora
svo að ófær væri ef þeir þyrftu skjótt til að taka.Síðan lét hún sig flytja á land og hafði meyna í faðmi sér.
Það var í sólarupprás. Hún gengur út eftir bryggju og svo í
skipið. Allir menn voru í svefni. Hún gekk að húðfati því er
Geirmundur svaf í. Sverðið Fótbítur hékk á hnykkistafnum.
Þuríður setur nú meyna Gró í húðfatið en greip upp Fótbít og
hafði með sér. Síðan gengur hún af skipinu og til förunauta
sinna. Nú tekur mærin að gráta. Við það vaknar Geirmundur og
sest upp og kennir barnið og þykist vita af hverjum rifjum
vera mun. Hann sprettur upp og vill þrífa sverðið og missir
sem von var, gengur út á borð og sér að þau róa frá skipinu.
Geirmundur kallar á menn sína og bað þá hlaupa í bátinn og
róa eftir þeim. Þeir gera svo og er þeir eru skammt komnir þá
finna þeir að sjár kolblár fellur að þeim, snúa nú aftur til
skips. Þá kallar Geirmundur á Þuríði og bað hana aftur snúa
og fá honum sverðið Fótbít "en tak við mey þinni og haf héðan
með henni fé svo mikið sem þú vilt."Þuríður segir: "Þykir þér betra en eigi að ná sverðinu?"Geirmundur svarar: "Mikið fé læt eg annað áður mér þykir
betra að missa sverðsins."Hún mælti: "Þá skaltu aldrei fá það. Hefir þér margt
ódrengilega farið til vor. Mun nú skilja með okkur."Þá mælti Geirmundur: "Ekki happ mun þér í verða að hafa með
þér sverðið."Hún kvaðst til þess mundu hætta."Það læt eg þá um mælt," segir Geirmundur, "að þetta sverð
verði þeim manni að bana í yðvarri ætt er mestur er skaði að
og óskaplegast komi við."Eftir þetta fer Þuríður heim í Hjarðarholt. Ólafur var og þá
heim kominn og lét lítt yfir hennar tiltekju en þó var kyrrt.
Þuríður gaf Bolla frænda sínum sverðið Fótbít því að hún unni
honum eigi minna en bræðrum sínum. Bar Bolli þetta sverð
lengi síðan. Eftir þetta byrjaði þeim Geirmundi, sigla þeir í
haf og koma við Noreg um haustið. Þeir sigla á einni nótt í
boða fyrir Staði. Týnist Geirmundur og öll skipshöfn hans. Og
lýkur þar frá Geirmundi að segja.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.