Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 28

Laxdœla saga 28 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 28)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
272829

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Ólafur og Þorgerður áttu son. Sá sveinn var vatni ausinn og
nafn gefið. Lét Ólafur kalla hann Kjartan eftir Mýrkjartani
móðurföður sínum. Þeir Bolli og Kjartan voru mjög jafngamlir.
Enn áttu þau fleiri börn. Son þeirra hét Steinþór og Halldór,
Helgi, og Höskuldur hét hinn yngsti son Ólafs. Bergþóra hét
dóttir þeirra Ólafs og Þorgerðar, og Þorbjörg. Öll voru börn
þeirra mannvæn er þau óxu upp.



Í þenna tíma bjó Hólmgöngu-Bersi í Saurbæ á þeim bæ er í
Tungu heitir. Hann fer á fund Ólafs og bauð Halldóri syni
hans til fósturs. Það þiggur Ólafur og fer Halldór heim með
honum. Hann var þá veturgamall.



Það sumar tekur Bersi sótt og liggur lengi sumars.



Það er sagt einn dag er menn voru að heyverki í Tungu en þeir
tveir inni, Halldór og Bersi. Lá Halldór í vöggu. Þá fellur
vaggan undir sveininum og hann úr vöggunni á gólfið. Þá mátti
Bersi eigi til fara.



Þá kvað Bersi þetta:



Liggjum báðir

í lamasessi

Halldór og ek,

höfum engin þrek.

Veldur elli mér

en æska þér.

Þess batnar þér

en þeygi mér.


Síðan koma menn og taka Halldór upp af gólfinu en Bersa
batnar. Halldór fæddist þar upp og var mikill maður og
vasklegur.



Kjartan Ólafsson vex upp heima í Hjarðarholti. Hann var allra
manna vænstur þeirra er fæðst hafa á Íslandi. Hann var
mikilleitur og vel farinn í andliti, manna best eygður og
ljóslitaður. Mikið hár hafði hann og fagurt sem silki og féll
með lokkum, mikill maður og sterkur eftir sem verið hafði
Egill móðurfaðir hans eða Þórólfur. Kjartan var hverjum manni
betur á sig kominn svo að allir undruðust þeir er sáu hann.
Betur var hann og vígur en flestir menn aðrir. Vel var hann
hagur og syndur manna best. Allar íþróttir hafði hann mjög
umfram aðra menn. Hverjum manni var hann lítillátari og
vinsæll svo að hvert barn unni honum. Hann var léttúðigur og
mildur af fé. Ólafur unni mest Kjartani allra barna sinna.



Bolli fóstbróðir hans var mikill maður. Hann gekk næst
Kjartani um allar íþróttir og atgervi. Sterkur var hann og
fríður sýnum, kurteis og hinn hermannlegsti, mikill
skartsmaður. Þeir unnust mikið fóstbræður.



Situr Ólafur nú að búi sínu svo að vetrum skipti.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.