Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 27

Laxdœla saga 27 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 27)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
262728

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það er sagt einn dag þá er menn ganga til Lögbergs, þá
stendur Ólafur upp og kveður sér hljóðs og segir mönnum fyrst
fráfall föður síns, "eru hér nú margir menn, frændur hans og
vinir. Nú er það vilji bræðra minna að eg bjóði yður til
erfis eftir Höskuld föður vorn, öllum goðorðsmönnum því að
þeir munu flestir hinir gildari menn er í tengdum voru
bundnir við hann. Skal og því lýsa að engi skal gjafalaust á
brott fara hinna meiri manna. Þar með viljum vér bjóða bændum
og hverjum er þiggja vill, sælum og veslum. Skal sækja
hálfsmánaðar veislu á Höskuldsstaði þá er tíu vikur eru til
vetrar."Og er Ólafur lauk sínu máli þá var góður rómur ger og þótti
þetta erindi stórum skörulegt. Og er Ólafur kom heim til
búðar sagði hann bræðrum sínum þessa tilætlan. Þeim fannst
fátt um og þótti ærið mikið við haft.Eftir þingið ríða þeir bræður heim. Líður nú sumarið. Búast
þeir bræður við veislunni. Leggur Ólafur til óhneppilega að
þriðjungi og er veislan búin með hinum bestu föngum. Var
mikið til aflað þessar veislu því að það var ætlað að
fjölmennt mundi koma.Og er að veislu kemur er það sagt að flestir virðingamenn
koma þeir sem heitið höfðu. Var það svo mikið fjölmenni að
það er sögn manna flestra að eigi skyrti níu hundruð. Þessi
hefir önnur veisla fjölmennust verið á Íslandi en sú önnur er
Hjaltasynir gerðu erfi eftir föður sinn. Þar voru tólf
hundruð. Þessi veisla var hin skörulegsta að öllu og fengu
þeir bræður mikinn sóma og var Ólafur mest fyrirmaður. Ólafur
gekk til móts við báða bræður sína um fégjafir. Var og gefið
öllum virðingamönnum.Og er flestir menn voru í brottu farnir þá víkur Ólafur til
máls við Þorleik bróður sinn og mælti: "Svo er frændi sem þér
er kunnigt að með okkur hefir verið ekki margt. Nú vildi eg
til þess mæla að við betruðum frændsemi okkra. Veit eg að þér
mislíkar er eg tók við gripum þeim er faðir minn gaf mér á
deyjanda degi. Nú ef þú þykist af þessu vanhaldinn þá vil eg
það vinna til heils hugar þíns að fóstra son þinn og er sá
kallaður æ minni maður er öðrum fóstrar barn."Þorleikur tekur þessu vel og sagði sem satt er að þetta er
sæmilega boðið. Tekur nú Ólafur við Bolla syni Þorleiks. Þá
var hann þrevetur. Skiljast þeir nú með hinum mesta kærleik
og fer Bolli heim í Hjarðarholt með Ólafi. Þorgerður tekur
vel við honum. Fæðist Bolli þar upp og unnu þau honum eigi
minna en sínum börnum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.