Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 23

Laxdœla saga 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 23)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það er sagt einn dag er þeir feðgar Höskuldur og Ólafur gengu
frá búð og til fundar við Egil. Egill fagnar þeim vel því að
þeir Höskuldur voru mjög málkunnir. Höskuldur vekur nú
bónorðið fyrir hönd Ólafs og biður Þorgerðar. Hún var og þar
á þinginu.Egill tók þessu máli vel, kvaðst hafa góða frétt af þeim
feðgum: "Veit eg og Höskuldur," segir Egill, "að þú ert
ættstór maður og mikils verður en Ólafur er frægur af ferð
sinni. Er og eigi kynlegt að slíkir menn ætli framarla til
því að hann skortir eigi ætt né fríðleika. En þó skal nú
þetta við Þorgerði ræða því að það er engum manni færi að fá
Þorgerðar án hennar vilja."Höskuldur mælti: "Það vil eg Egill að þú ræðir þetta við
dóttur þína."Egill kvað svo vera skyldu.Egill gekk nú til fundar við Þorgerði og tóku þau tal saman.Þá mælti Egill: "Maður heitir Ólafur og er Höskuldsson og er
hann nú frægstur maður einnhver. Höskuldur faðir hans hefir
vakið bónorð fyrir hönd Ólafs og beðið þín. Hefi eg því
skotið mjög til þinna ráða. Vil eg nú vita svör þín. En svo
líst oss sem slíkum málum sé vel fellt að svara því að þetta
gjaforð er göfugt."Þorgerður svarar: "Það hefi eg þig heyrt mæla að þú ynnir mér
mest barna þinna. En nú þykir mér þú það ósanna ef þú vilt
gifta mig ambáttarsyni þótt hann sé vænn og mikill
áburðarmaður."Egill segir: "Eigi ertu um þetta jafnfréttin sem um annað.
Hefir þú eigi það spurt að hann er dótturson Mýrkjartans
Írakonungs? Er hann miklu betur borinn í móðurkyn en föðurætt
og væri oss það þó fullboðið."Ekki lét Þorgerður sér það skiljast.Nú skilja þau talið og þykir nokkuð sinn veg hvoru.Annan dag eftir gengur Egill til búðar Höskulds og fagnar
Höskuldur honum vel, taka nú tal saman. Spyr Höskuldur hversu
gengið hafi bónorðsmálin. Egill lét lítt yfir, segir allt
hversu farið hafði. Höskuldur kvað fastlega horfa "en þó
þykir mér þér vel fara."Ekki var Ólafur við tal þeirra. Eftir það gengur Egill á
brott. Fréttir Ólafur nú hvað líði bónorðsmálum. Höskuldur
kvað seinlega horfa af hennar hendi.Ólafur mælti: "Nú er sem eg sagði þér faðir að mér mundi illa
líka ef eg fengi nokkur svívirðingarorð að móti. Réðstu meir
er þetta var upp borið. Nú skal eg og því ráða að eigi skal
hér niður falla. Er það og satt að sagt er, að úlfar eta
annars erindi. Skal nú og ganga þegar til búðar Egils."Höskuldur bað hann því ráða.Ólafur var búinn á þá leið að hann var í skarlatsklæðum er
Haraldur konungur hafði gefið honum. Hann hafði á höfði hjálm
gullroðinn og sverð búið í hendi er Mýrkjartan konungur hafði
gefið honum.Nú ganga þeir Höskuldur og Ólafur til búðar Egils. Gengur
Höskuldur fyrir en Ólafur þegar eftir. Egill fagnar þeim vel
og sest Höskuldur niður hjá honum en Ólafur stóð upp og
litaðist um. Hann sá hvar kona sat á pallinum í búðinni. Sú
kona var væn og stórmannleg og vel búin. Vita þóttist hann að
þar mundi vera Þorgerður dóttir Egils. Ólafur gengur að
pallinum og sest niður hjá henni. Þorgerður heilsar þessum
manni og spyr hver hann sé. Ólafur segir nafn sitt og föður
síns: "Mun þér þykja djarfur gerast ambáttarsonurinn er hann
þorir að sitja hjá þér og ætlar að tala við þig."Þorgerður svarar: "Það muntu hugsa að þú munt þykjast hafa
gert meiri þoranraun en tala við konur."Síðan taka þau tal milli sín og tala þann dag allan. Ekki
heyra aðrir menn til tals þeirra. Og áður þau slitu talinu er
til heimtur Egill og Höskuldur. Tekst þá af nýju ræða um
bónorðsmálið Ólafs. Víkur Þorgerður þá til ráða föður síns.
Var þá þetta mál auðsótt og fóru þá þegar festar fram. Varð
þeim þá unnt af metorða, Laxdælum, því að þeim skyldi færa
heim konuna. Var ákveðin brullaupsstefna á Höskuldsstöðum að
sjö vikum sumars. Eftir það skilja þeir Egill og Höskuldur og
ríða þeir feðgar heim á Höskuldsstaði og eru heima um sumarið
og er allt kyrrt.Síðan var stofnað til boðs á Höskuldsstöðum og ekki til
sparað en ærin voru efni. Boðsmenn koma að ákveðinni stefnu.
Voru þeir Borgfirðingar allfjölmennir. Var þar Egill og
Þorsteinn son hans. Þar var og brúður í för og valið lið úr
héraðinu. Höskuldur hafði og fjölmennt fyrir. Veisla var
allsköruleg. Voru menn með gjöfum á brott leiddir. Þá gaf
Ólafur Egli sverðið Mýrkjartansnaut og varð Egill
allléttbrúnn við gjöfina. Allt var þar tíðindalaust og fara
menn heim.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.