Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 22

Laxdœla saga 22 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 22)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
212223

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Ólafur Höskuldsson kom nú til hirðar Haralds konungs og tók
konungur honum vel en Gunnhildur miklu betur. Þau buðu honum
til sín og lögðu þar mörg orð til. Ólafur þiggur það og fara
þeir Örn báðir til konungs hirðar. Leggur konungur og
Gunnhildur svo mikla virðing á Ólaf að engi útlendur maður
hafði slíka virðing af þeim þegið. Ólafur gaf konungi og
Gunnhildi marga fáséna gripi er hann hafði þegið á Írlandi
vestur. Haraldur konungur gaf Ólafi að jólum öll klæði skorin
af skarlati. Situr nú Ólafur um kyrrt um veturinn.



Og um vorið er á leið taka þeir tal milli sín, konungur og
Ólafur.



Beiddist Ólafur orlofs af konungi að fara út til Íslands um
sumarið, "á eg þangað að vitja," segir hann, "göfugra
frænda."



Konungur svarar: "Það væri mér næst skapi að þú staðfestist
hér með mér og tækir hér allan ráðakost slíkan sem þú vilt
sjálfur."



Ólafur þakkaði konungi þann sóma er hann bauð honum en kvaðst
þó gjarna vilja fara til Íslands ef það væri eigi að móti
konungs vilja.



Þá svarar konungur: "Eigi skal þetta gera óvinveitt við þig
Ólafur. Fara skaltu í sumar út til Íslands því að eg sé að
hugir þínir standa til þess mjög. En öngva önn né starf
skaltu hafa fyrir um búnað þinn. Skal eg það annast."



Eftir þetta skilja þeir talið.



Haraldur konungur lætur fram setja skip um vorið. Það var
knörr. Það skip var bæði mikið og gott. Það skip lætur
konungur ferma með viði og búa með öllum reiða.



Og er skipið var búið lætur konungur kalla á Ólaf og mælti:
"Þetta skip skaltu eignast Ólafur. Vil eg eigi að þú siglir
af Noregi þetta sumar svo að þú sért annarra farþegi."



Ólafur þakkaði konungi með fögrum orðum sína stórmennsku.



Eftir það býr Ólafur ferð sína. Og er hann er búinn og byr
gefur þá siglir Ólafur á haf og skiljast þeir Haraldur
konungur með hinum mesta kærleik. Ólafi byrjaði vel um
sumarið. Hann kom skipi sínu í Hrútafjörð á Borðeyri.



Skipkoma spyrst brátt og svo það hver stýrimaður er.
Höskuldur spyr útkomu Ólafs sonar síns og verður feginn mjög
og ríður þegar norður til Hrútafjarðar með nokkura menn.
Verður þar fagnafundur með þeim feðgum. Bauð Höskuldur Ólafi
til sín. Hann kvaðst það þiggja mundu. Ólafur setur upp skip
sitt en fé hans er norðan flutt. En er það er sýslað ríður
Ólafur norðan við tólfta mann og heim á Höskuldsstaði.
Höskuldur fagnar blíðlega syni sínum. Bræður hans taka og með
blíðu við honum og allir frændur hans. Þó var flest um með
þeim Bárði.



Ólafur varð frægur af ferð þessi. Þá var og kunnigt gert
kynferði Ólafs, að hann var dótturson Mýrkjartans Írakonungs.
Spyrst þetta um allt land og þar með virðing sú er ríkir menn
höfðu á hann lagt, þeir er hann hafði heim sótt. Ólafur hafði
og mikið fé út haft og er nú um veturinn með föður sínum.



Melkorka kom brátt á fund Ólafs sonar síns. Ólafur fagnar
henni með allri blíðu. Spyr hún mjög margs af Írlandi, fyrst
að föður sínum og öðrum frændum sínum. Ólafur segir slíkt er
hún spyr. Brátt spurði hún ef fóstra hennar lifði. Ólafur
kvað hana að vísu lifa. Melkorka spyr þá hví hann vildi eigi
veita henni eftirlæti það að flytja hana til Íslands.



Þá svarar Ólafur: "Ekki fýstu menn þess móðir að eg flytti
fóstru þína af Írlandi."



"Svo má vera," segir hún.



Það fannst á að henni þótti þetta mjög í móti skapi.



Þau Melkorka og Þorbjörn áttu son einn og er sá nefndur
Lambi. Hann var mikill maður og sterkur og líkur föður sínum
yfirlits og svo að skaplyndi.



En er Ólafur hafði verið um vetur á Íslandi og er vor kom þá
ræða þeir feðgar um ráðagerðir sínar.



"Það vildi eg Ólafur," segir Höskuldur, "að þér væri ráðs
leitað og tækir síðan við búi fóstra þíns á Goddastöðum, er
þar enn fjárafli mikill, veittir síðan umsýslu um bú það með
minni umsjá."



Ólafur svarar: "Lítt hefi eg það hugfest hér til. Veit eg
eigi hvar sú kona situr er mér sé mikið happ í að geta. Máttu
svo til ætla að eg mun framarla á horfa um kvonfangið. Veit
eg og það gerla að þú munt þetta eigi fyrr hafa upp kveðið en
þú munt hugsað hafa hvar þetta skal niður koma."



Höskuldur mælti: "Rétt getur þú. Maður heitir Egill. Hann er
Skalla-Grímsson. Hann býr að Borg í Borgarfirði. Egill á sér
dóttur þá er Þorgerður heitir. Þessarar konu ætla eg þér til
handa að biðja því að þessi kostur er albestur í öllum
Borgarfirði og þó að víðara væri. Er það og vænna að þér yrði
þá efling að mægðum við þá Mýramenn."



Ólafur svarar: "Þinni forsjá mun eg hlíta hér um og vel er
mér að skapi þetta ráð ef við gengist. En svo máttu ætla
faðir ef þetta mál er upp borið og gangist eigi við að mér
mun illa líka."



Höskuldur segir: "Til þess munum vér ráða að bera þetta mál
upp."



Ólafur biður hann ráða.



Líður nú til þings framan. Höskuldur býst nú heiman og
fjölmennir mjög. Ólafur son hans er í för með honum. Þeir
tjalda búð sína. Þar var fjölmennt. Egill Skalla-Grímsson var
á þingi. Allir menn höfðu á máli er Ólaf sáu hversu fríður
maður hann var og fyrirmannlegur. Hann var vel búinn að
vopnum og klæðum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.