Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 20

Laxdœla saga 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 20)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Höskuldur situr nú í búi sínu og gerist hniginn á hinn efra
aldur en synir hans eru nú þroskaðir. Þorleikur gerir bú á
þeim bæ er heitir á Kambsnesi og leysir Höskuldur út fé hans.
Eftir þetta kvongast hann og fékk konu þeirrar er Gjaflaug
hét, dóttir Arnbjarnar Sleitu-Bjarnarsonar og Þorlaugar
Þórðardóttur frá Höfða. Það var göfugt kvonfang. Var Gjaflaug
væn kona og ofláti mikill. Þorleikur var engi dældarmaður og
hinn mesti garpur. Ekki lagðist mjög á með þeim frændum,
Hrúti og Þorleiki. Bárður son Höskulds var heima með föður
sínum. Hafði hann þá umsýslu ekki minnur en Höskuldur. Dætra
Höskulds er hér eigi getið mjög. Þó eru menn frá þeim komnir.Ólafur Höskuldsson er nú og frumvaxti og er allra manna
fríðastur sýnum, þeirra er menn hafi séð. Hann bjó sig vel að
vopnum og klæðum. Melkorka móðir Ólafs bjó á Melkorkustöðum,
sem fyrr var ritað. Höskuldur veik meir af sér umsjá um
ráðahag Melkorku en verið hafði, kvaðst honum það þykja ekki
síður koma til Ólafs sonar hennar. En Ólafur kvaðst henni
veita skyldu sína ásjá slíka sem hann kunni að veita henni.
Melkorku þykir Höskuldur gera svívirðlega til sín. Hefir hún
það í hug sér að gera þá hluti nokkura er honum þætti eigi
betur. Þorbjörn skrjúpur hafði mest veitt umsjá um bú
Melkorku. Vakið hafði hann bónorð við hana þá er hún hafði
skamma stund búið en Melkorka tók því fjarri.Skip stóð uppi á Borðeyri í Hrútafirði. Örn hét stýrimaður.
Hann var hirðmaður Haralds konungs Gunnhildarsonar.Melkorka talar við Ólaf son sinn þá er þau finnast að hún
vill að hann fari utan að vitja frænda sinna göfugra "því að
eg hefi það satt sagt að Mýrkjartan er að vísu faðir minn og
er hann konungur Íra. Er þér og hægt að ráðast til skips á
Borðeyri."Ólafur segir: "Talað hefi eg þetta fyrir föður mínum og hefir
hann lítt á tekið. Er þannig og fjárhögum fóstra míns háttað
að það er meir í löndum og kvikfé en hann eigi íslenska vöru
liggjandi fyrir."Melkorka svarar: "Eigi nenni eg að þú sért ambáttarsonur
kallaður lengur. Og ef það nemur við förinni að þú þykist
hafa fé of lítið þá mun eg heldur það til vinna að giftast
Þorbirni ef þú ræðst þá til ferðar heldur en áður því að eg
ætla að hann leggi fram vöruna svo sem þú kannt þér þörf til
ef hann náir ráðahag við mig. Er það og til kostar að
Höskuldi munu þá tveir hlutir illa líka þá er hann spyr
hvorttveggja, að þú ert af landi farinn en eg manni gift."Ólafur bað móður sína eina ráða. Síðan ræddi Ólafur við
Þorbjörn að hann vildi taka vöru af honum að láni og gera
mikið að.Þorbjörn svarar: "Það mun því aðeins nema eg nái ráðahag við
Melkorku. Þá væntir mig að þér sé jafnheimilt mitt fé sem það
er þú hefir að varðveita."Ólafur kvað það þá mundu að ráði gert, töluðu þá með sér þá
hluti er þeir vildu og skyldi þetta fara allt af hljóði.Höskuldur ræddi við Ólaf að hann mundi ríða til þings með
honum. Ólafur kvaðst það eigi mega fyrir búsýslu, kvaðst
vilja láta gera lambhaga við Laxá. Höskuldi líkar þetta vel
er hann vill um búið annast. Síðan reið Höskuldur til þings
en snúið var að brullaupi á Lambastöðum og réð Ólafur einn
máldaga. Ólafur tók þrjá tigu hundraða vöru af óskiptu og
skyldi þar ekki fé fyrir koma. Bárður Höskuldsson var að
brullaupi og vissi þessa ráðagerð með þeim. En er boði var
lokið þá reið Ólafur til skips og hitti Örn stýrimann og tók
sér þar fari.En áður en þau Melkorka skildust selur hún í hendur Ólafi
fingurgull mikið og mælti: "Þenna grip gaf faðir minn mér að
tannfé og vænti eg að hann kenni ef hann sér."Enn fékk hún honum í hönd hníf og belti og bað hann selja
fóstru sinni: "Get eg að hún dyljist eigi við þessar
jartegnir."Og enn mælti Melkorka: "Heiman hefi eg þig búið svo sem eg
kann best og kennt þér írsku að mæla svo að þig mun það eigi
skipta hvar þig ber að Írlandi."Nú skilja þau eftir þetta. Þegar kom byr á er Ólafur kom til
skips og sigla þeir þegar í haf.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.