Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 18

Laxdœla saga 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 18)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
171819

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Í þann tíma hófust þeir upp til mannvirðingar í Þórsnesi
frændur Þorsteins, Börkur hinn digri og Þorgrímur bróðir
hans. Brátt fannst það á að þeir bræður vildu þá vera þar
mestir menn og mest metnir. Og er Þorsteinn finnur það þá
vill hann eigi við þá bægjast, lýsir því fyrir mönnum að hann
ætlar að skipta um bústaði og ætlaði að fara byggðum á
Hrappsstaði í Laxárdal.



Þorsteinn surtur bjó ferð sína af vorþingi en smali var
rekinn eftir ströndinni. Þorsteinn skipaði ferju og gekk þar
á með tólfta mann. Var þar Þórarinn á mágur hans og Ósk
Þorsteinsdóttir og Hildur hennar dóttir er enn fór með þeim
og var hún þrevetur.



Þorsteinn tók útsynning hvassan. Sigla þeir inn að straumum í
þann straum er hét Kolkistustraumur. Sá er í mesta lagi
þeirra strauma er á Breiðafirði eru. Þeim tekst siglingin
ógreitt. Heldur það mest til þess að þá var komið útfall
sjávar en byrinn ekki vinveittur því að skúraveður var á og
var hvasst veðrið þá er rauf en vindlítið þess í milli.
Þórarinn stýrði og hafði aktaumana um herðar sér því að
þröngt var á skipinu. Var hirslum mest hlaðið og varð hár
farmurinn en löndin voru nær. Gekk skipið lítið því að
straumurinn gerðist óður að móti. Síðan sigla þeir á sker upp
og brutu ekki að. Þorsteinn bað fella seglið sem skjótast,
bað menn taka forka og ráða af skipinu. Þessa ráðs var
freistað og dugði eigi því að svo var djúpt á bæði borð að
forkarnir kenndu eigi niður og varð þar að bíða aðfalls.
Fjarar nú undan skipinu.



Þeir sáu sel í strauminum um daginn, meira miklu en aðra.
Hann fór í hring um skipið um daginn og var ekki
fitjaskammur. Svo sýndist þeim öllum sem mannsaugu væru í
honum. Þorsteinn bað þá skjóta selinn. Þeir leita við og kom
fyrir ekki. Síðan féll sjór að. Og er nær hafði að skipið
mundi fljóta þá rekur á hvassviðri mikið og hvelfir skipinu
og drukkna nú menn allir þeir er þar voru á skipinu nema einn
maður. Þann rak á land með viðum. Sá hét Guðmundur. Þar heita
síðan Guðmundareyjar.



Guðríður átti að taka arf eftir Þorstein surt föður sinn, er
átti Þorkell trefill. Þessi tíðindi spyrjast víða, drukknun
Þorsteins surts og þeirra manna er þar höfðu látist. Þorkell
sendir þegar orð þessum manni, Guðmundi, er þar hafði á land
komið. Og er hann kemur á fund Þorkels þá slær Þorkell við
hann kaupi á laun að hann skyldi svo greina frásögn um líflát
manna sem hann segði fyrir. Því játti Guðmundur. Heimtir nú
Þorkell af honum frásögn um atburð þenna svo að margir menn
voru hjá. Þá segir Guðmundur svo, kvað Þorstein hafa fyrst
drukknað, þá Þórarin mág hans. Þá átti Hildur að taka féið
því að hún var dóttir Þórarins, þá kvað hann meyna drukkna
því að þar næst var Ósk hennar arfi, móðir hennar, og lést
hún þeirra síðast. Bar þá féið allt undir Þorkel trefil því
að Guðríður kona hans átti fé að taka eftir systur sína.



Nú reiðist þessi frásögn af Þorkatli og hans mönnum en
Guðmundur hafði áður nokkuð öðruvísa sagt. Nú þótti þeim
frændum Þórarins nokkuð ifanleg sjá saga og kölluðust eigi
mundu trúnað á leggja raunarlaust og töldu þeir sér fé hálft
við Þorkel. En Þorkell þykist einn eiga og bað gera til
skírslu að sið þeirra. Það var þá skírsla í það mund að ganga
skyldi undir jarðarmen það er torfa var ristin úr velli.
Skyldu endarnir torfunnar vera fastir í vellinum en sá maður
er skírsluna skyldi fram flytja skyldi þar ganga undir.
Þorkell trefill grunar nokkuð hvort þannig mun farið hafa um
líflát manna sem þeir Guðmundur höfðu sagt hið síðara sinni.



Ekki þóttust heiðnir menn minna eiga í ábyrgð þá er slíka
hluti skyldi fremja en nú þykjast eiga kristnir menn þá er
skírslur eru gervar. Þá varð sá skír er undir jarðarmen gekk
ef torfan féll eigi á hann.



Þorkell gerði ráð við tvo menn að þeir skyldu sig láta á
skilja um einnhvern hlut og vera þar nær staddir þá er
skírslan væri frömd og koma við torfuna svo mjög að allir
sæju að þeir felldu hana. Eftir þetta ræður sá til er
skírsluna skyldi af höndum inna og jafnskjótt sem hann var
kominn undir jarðarmenið hlaupast þessir menn að mót með
vopnum sem til þess voru settir, mætast þeir hjá torfubugnum
og liggja þar fallnir og fellur ofan jarðarmenið sem von var.
Síðan hlaupa menn í millum þeirra og skilja þá. Var það
auðvelt því að þeir börðust með engum háska. Þorkell trefill
leitaði orðróms um skírsluna. Mæltu nú allir hans menn að vel
mundi hlýtt hafa ef engir hefðu spillt. Síðan tók Þorkell
lausafé allt en löndin leggjast upp á Hrappsstöðum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.