Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 17

Laxdœla saga 17 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 17)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
161718

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það er sagt frá Hrapp að hann gerðist úrigur viðureignar,
veitti nú nábúum sínum svo mikinn ágang að þeir máttu varla
halda hlut sínum fyrir honum. Hrappur gat ekki fang á Þórði
fengið síðan Ólafur færðist á fætur. Hrappur hafði skaplyndi
hið sama en orkan þvarr því að elli sótti á hendur honum svo
að hann lagðist í rekkju af.Þá kallaði Hrappur til sín Vigdísi konu sína og mælti: "Ekki
hefi eg verið kvellisjúkur," segir hann, "er og það líkast að
þessi sótt skilji vorar samvistur. En þá að eg er andaður þá
vil eg mér láta gröf grafa í eldhúsdyrum og skal mig niður
setja standanda þar í dyrunum. Má eg þá enn vendilegar sjá
yfir híbýli mín."Eftir þetta deyr Hrappur.Svo var með öllu farið sem hann hafði fyrir sagt því að hún
treystist eigi öðru. En svo illur sem hann var viðureignar þá
er hann lifði þá jók nú miklu við er hann var dauður því að
hann gekk mjög aftur. Svo segja menn að hann deyddi flest
hjón sín í afturgöngunni. Hann gerði mikinn ómaka þeim
flestum er í nánd bjuggu. Var eyddur bærinn á Hrappsstöðum.Vigdís kona Hrapps réðst vestur til Þorsteins surts bróður
síns. Tók hann við henni og fé hennar.Nú var enn sem fyrr að menn fóru á fund Höskulds og sögðu
honum til þeirra vandræða er Hrappur gerir mönnum og biðja
hann nokkuð úr ráða. Höskuldur kvað svo vera skyldu, fer með
nokkura menn á Hrappsstaði og lætur grafa upp Hrapp og færa
hann í brott þar er síst væri fjárgangur í nánd eða
mannaferðir. Eftir þetta nemast af heldur afturgöngur Hrapps.Sumarliði son Hrapps tók fé eftir hann og var bæði mikið og
frítt. Sumarliði gerði bú á Hrappsstöðum um vorið eftir og er
hann hafði þar litla hríð búið þá tók hann ærsl og dó litlu
síðar.Nú á Vigdís móðir hans að taka þar ein fé þetta allt. Hún
vill eigi fara til landsins á Hrappsstöðum. Tekur nú
Þorsteinn surtur fé þetta undir sig til varðveislu. Þorsteinn
var þá hniginn nokkuð og þó hinn hraustasti og vel hress.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.