Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 15

Laxdœla saga 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 15)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
141516

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan stóðu þeir Ingjaldur upp og klæddust. Vigdís spurði
Þórð hvað í tali hefði verið með þeim Ingjaldi um kveldið.



Hann kvað þá margt talað hafa en það samið að uppi skyldi
vera rannsókn en þau úr málinu ef Þórólfur hittist eigi þar:
"Lét eg nú Ásgaut þræl minn fylgja manninum á brott."



Vigdísi kvaðst ekki vera um lygi, kvað sér og leitt vera að
Ingjaldur snakaði um hús hennar en bað hann þó þessu ráða.
Síðan rannsakaði Ingjaldur þar og hitti eigi þar manninn.



Í þann tíma kom Ásgautur aftur og spurði Vigdís hvar hann
skildist við Þórólf.



Ásgautur svarar: "Eg fylgdi honum til sauðahúsa vorra sem
Þórður mælti fyrir."



Vigdís mælti: "Mun nokkuð meir á götu Ingjalds en þetta þá er
hann fer til skips? Og eigi skal til hætta hvort þeir hafa
eigi þessa ráðagerð saman borið í gærkveld. Vil eg að þú
farir þegar og fylgir honum í brott sem tíðast. Skaltu fylgja
honum til Sauðafells á fund Þórólfs. Með því að þú gerir svo
sem eg býð þér skaltu nokkuð eftir taka. Frelsi mun eg þér
gefa og fé það að þú sért fær hvert er þú vilt."



Ásgautur játtaði því og fór til sauðahússins og hitti þar
Þórólf. Hann bað þá fara á brott sem tíðast.



Í þenna tíma ríður Ingjaldur af Goddastöðum því að hann
ætlaði að heimta þá verð fyrir silfrið. Og er hann var kominn
ofan frá bænum þá sjá þeir tvo menn fara í móti sér og var
þar Ásgautur og Þórólfur. Þetta var snemma um morgun svo að
lítt var lýst af degi.



Þeir Ásgautur og Þórólfur voru komnir í svo mikinn klofa að
Ingjaldur var á aðra hönd en Laxá á aðra hönd. Áin var
ákaflega mikil. Voru höfuðísar að báðum megin en gengin upp
eftir miðju og var áin allill að sækja.



Þórólfur mælti við Ásgaut: "Nú þykir mér sem við munum eiga
tvo kosti fyrir höndum. Sá er kostur annar að bíða þeirra hér
við ána og verjast eftir því sem okkur endist hreysti til og
drengskapur en þó er þess meiri von að þeir Ingjaldur sæki
líf okkart skjótt. Sá er annar kostur að ráða til árinnar og
mun það þykja þó enn með nokkurri hættu."



Ásgautur biður hann ráða, kvaðst nú ekki munu við hann
skiljast "hvert ráð sem þú vilt upp taka hér um."



Þórólfur svarar: "Til árinnar munum við leita."



Og svo gera þeir, búa sig sem léttlegast. Eftir það ganga
þeir ofan fyrir höfuðísinn og leggjast til sunds. Og með því
að menn voru hraustir og þeim varð lengra lífs auðið þá
komast þeir yfir ána og upp á höfuðísinn öðrum megin. Það er
mjög jafnskjótt er þeir eru komnir yfir ána að Ingjaldur
kemur að öðrum megin að ánni og förunautar hans.



Þá tekur Ingjaldur til orða og mælti til förunauta sinna:
"Hvað er nú til ráðs? Skal ráða til árinnar eða eigi?"



Þeir sögðu að hann mundi ráða, sögðust og hans forsjá mundu
hlíta að. Þó sýndist þeim áin óyfirfærileg.



Ingjaldur kvað svo vera "og munum vér frá hverfa ánni."



En er þeir Þórólfur sjá þetta, að þeir Ingjaldur ráða eigi
til árinnar, þá vinda þeir fyrst klæði sín og búa sig til
göngu og ganga þann dag allan, koma að kveldi til Sauðafells.
Þar var vel við þeim tekið því að þar var allra manna
gisting. Og þegar um kveldið gengur Ásgautur á fund Þórólfs
rauðnefs og sagði honum alla vöxtu sem á voru um þeirra
erindi, að Vigdís frændkona hans hafði þenna mann sent honum
til halds og trausts er þar var kominn, sagði honum allt hve
farið hafði með þeim Þórði godda. Þar með ber hann fram
jartegnir þær er Vigdís hafði sent til Þórólfs.



Þórólfur svarar á þá leið: "Ekki mun eg dyljast við jartegnir
þessar. Mun eg að vísu taka við þessum manni að orðsending
hennar. Þykir mér Vigdísi þetta mál drengilega hafa farið. Er
það mikill harmur er þvílík kona skal hafa svo óskörulegt
gjaforð. Skaltu Ásgautur dveljast hér þvílíka hríð sem þér
líkar."



Ásgautur kvaðst ekki lengi þar mundu dveljast.



Þórólfur tekur nú við nafna sínum og gerist hann hans
fylgdarmaður en þeir Ásgautur skiljast góðir vinir og fer
Ásgautur heimleiðis.



Nú er að segja frá Ingjaldi að hann snýr heim á Goddastaði þá
er þeir Þórólfur höfðu skilist. Þar voru þá komnir menn af
næstum bæjum að orðsending Vigdísar. Voru þar eigi færri
karlar fyrir en tuttugu.



En er þeir Ingjaldur koma á bæinn þá kallar hann Þórð til sín
og mælti við hann: "Ódrengilega hefir þér farið til vor
Þórður," segir hann, "því að vér höfum það fyrir satt að þú
hafir manninum á brott skotið."



Þórður kvað hann eigi satt hafa á höndum sér um þetta mál.
Kemur nú upp öll þeirra ráðagerð, Ingjalds og Þórðar. Vill
Ingjaldur nú hafa fé sitt það er hann hafði fengið Þórði í
hendur.



Vigdís var þá nær stödd tali þeirra og segir þeim farið hafa
sem maklegt var, biður Þórð ekki halda á fé þessu "því að þú
Þórður," segir hún, "hefir þessa fjár ódrengilega aflað."



Þórður kvað hana þessu ráða mundu vilja.



Eftir þetta gengur Vigdís inn og til erkur þeirrar er Þórður
átti og finnur þar í niðri digran fésjóð. Hún tekur upp
sjóðinn og gengur út með og þar til er Ingjaldur var og biður
hann taka við fénu. Ingjaldur verður við þetta léttbrúnn og
réttir höndina að móti fésjóðnum. Vigdís hefur upp fésjóðinn
og rekur á nasar honum svo að þegar féll blóð á jörð. Þar með
velur hún honum mörg hæðileg orð og það með að hann skal
þetta fé aldregi fá síðan, biður hann á brott fara. Ingjaldur
sér sinn kost þann hinn besta að verða á brottu sem fyrst og
gerir hann svo og léttir eigi ferð sinni fyrr en hann kemur
heim og unir illa við sína ferð.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.