Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 4

Laxdœla saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 4)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Ketill flatnefur kom skipi sínu við Skotland og fékk góðar
viðtökur af tignum mönnum, því að hann var frægur maður og
stórættaður, og buðu honum þann ráðakost þar sem hann vildi
hafa. Ketill staðfestist þar og annað frændlið hans nema
Þorsteinn dótturson hans. Hann lagðist þegar í hernað og
herjaði víða um Skotland og fékk jafnan sigur. Síðan gerði
hann sætt við Skota og eignaðist hálft Skotland og varð
konungur yfir. Hann átti Þuríði Eyvindardóttur systur Helga
hins magra. Skotar héldu eigi lengi sættina því að þeir sviku
hann í tryggð. Svo segir Ari Þorgilsson hinn fróði um líflát
Þorsteins að hann félli á Katanesi.Unnur djúpúðga var á Katanesi er Þorsteinn féll, son hennar.
Og er hún frá það að Þorsteinn var látinn en faðir hennar
andaður þá þóttist hún þar enga uppreist fá mundu. Eftir það
lætur hún gera knörr í skógi á laun. Og er skipið var algert
þá bjó hún skipið og hafði auð fjár. Hún hafði í brott með
sér allt frændlið sitt það er á lífi var og þykjast menn
varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr
þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því
marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.Unnur hafði og með sér marga þá menn er mikils voru verðir og
stórættaðir. Maður er nefndur Kollur er einna var mest verður
af föruneyti Unnar. Kom mest til þess ætt hans. Hann var
hersir að nafni. Sá maður var og í ferð með Unni er Hörður
hét. Hann var enn stórættaður maður og mikils verður.Unnur heldur skipinu í Orkneyjar þegar er hún var búin. Þar
dvaldist hún litla hríð. Þar gifti hún Gró dóttur Þorsteins
rauðs. Hún var móðir Grélaðar er Þorfinnur jarl átti, son
Torf-Einars jarls, sonar Rögnvalds Mærajarls. Þeirra son var
Hlöðvir faðir Sigurðar jarls, föður Þorfinns jarls, og er
þaðan komið kyn allra Orkneyingajarla.Eftir það hélt Unnur skipi sínu til Færeyja og átti þar enn
nokkura dvöl. Þar gifti hún aðra dóttur Þorsteins. Sú hét
Ólöf. Þaðan er komin sú ætt er ágæst er í því landi er þeir
kalla Götuskeggja.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.