Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 20

Króka-Refs saga 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 20)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
1920

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eiríkur býr nú ferð sína og þeir menn sem honum skyldu
fylgja. Léttu þeir ekki sinni ferð fyrr en þeir komu til
Danmerkur og lágu við Jótland í góðri höfn nokkura daga.



Sem þeir komu þar þá kom af landi ofan karl einn gamall við
tvo stafi og í vondri heklu og hvítt skegg af hæru. Þeir
fögnuðu honum vel. Þeir spurðu karl að nafni. Hann nefndist
Sigtryggur. Þeir spurðu hvar ætt hans væri. Hann kveðst vera
norrænn að hinum fyrrum ættum en verið nú í Danmörk um stund
og orðið þar fátækur. Þeir kváðu hann mundu vera góðan karl
og kunna þeim margt að segja. Hann spurði að hverju þeir
vildu spyrja. Þeir kváðust vildu forvitnast til þess manns er
Refur héti og mundi þar hafa komið um sumarið á skipi við
nokkura menn.



Sigtryggur mælti: "Mun mér það til nokkurs vera að segja yður
það er þér viljið vita?"



Þeir kváðu honum ekki mundu matskort um nokkura daga.



Sigtryggur mælti: "Ekki mun eg þetta til matar eins gera, að
segja yður til Refs, því að eg veit af umræðu manna að þér
munuð sitja um líf hans. Nú mun eg gera yður þann kost að
fylgja yður þar til þér sjáið Ref og sonu hans og þá tólf
menn sem honum hafa fylgt í sumar enda skal eg eignast eyri
silfurs af hverjum yðrum og einn kostgrip af skipi yðru enda
skuluð þér skyldir að flytja mig til Noregs, ef eg vil, á
yðrum kosti. Skuluð þér og mig láta ráða fyrir ferð vorri þar
til er vér finnum Ref."



Þessu kaupa þeir saman.



Sigtryggur mælti: "Nú skulum vér taka tjöld af skipi voru
þegar í stað og róa fram um nesið."



Þeir gerðu svo og lögðu þar að landi.



"Nú mun eg ganga upp," sagði karl, "og tveir yðrir menn með
mér og vita hvers vér verðum vísir."



Þeir gerðu nú svo. Var þar skógur nær. Og er þeir komu skammt
í skóginn hlupu þar að þeim menn með vopnum. Voru þar synir
Refs og þeir tólf saman. Voru hinir norrænu menn handteknir
báðir. Sigtryggur kastar þá tötrunum og svo skegginu. Gengu
þeir þá annan veg til sjóvar. Flutu þar fyrir tvö langskip og
tvö hundruð manna. Hafði Sveinn konungur sent þetta lið til
Refs þegar hann vissi að njósnarmenn voru til hans gervir.
Refur og hans menn vopnuðust og veittu Eiríki atróður og hans
mönnum. Og er þeir fundust urðu þar skjót umskipti, að menn
voru allir drepnir af Eiríki nema tíu voru handteknir.



Refur mælti þá: "Nú er svo komið Eiríkur að hér er kominn
Sigtryggur félagi þinn og kaupunautur er þú fannst í
gærkveld. Hefi eg nú ent það er eg hét þér að nú máttu hér
sjá Ref og sonu hans. Nú af því að eg drap bróður þinn þá vil
eg nú gefa þér líf ef þú vilt sverja það að sitja aldrei um
líf mitt né sona minna. Skaltu og segja Haraldi konungi allt
hið sanna um vorn fund. Seg honum og að nú hefi eg launað
honum nokkuru fjörráð þau er hann lagði til með þeim mönnum
er líf mitt vildu hafa. En Haraldi konungi mun ekki auðið
verða að láta drepa mig. Skal honum sá einn óþarfari í
Danmörk en eg er meira má."



Eftir það sór Eiríkur eiða þessa. Refur fékk þá Eiríki
tólfæring einn og þar með þá hluti sem hann þurfti að hafa að
nauðsynjum. Refur tók til sín langskip það er þeir höfðu
þangað haft og færði Sveini konungi.



Lofaði konungur mjög tiltæki Refs, kvað þau vera bæði
harðmannleg og drengileg "skaltu nú og þetta nafn hafa,"
sagði Sveinn konungur, "hér í voru ríki, að heita Sigtryggur,
því að hitt er hér fánefnt. En að nafnfesti viljum vér gefa
þér gullhring þenna er stendur mörk. Þar með skaltu þiggja af
oss tólf bú vestur á Vendli, þau er þú kýst, af því að eg
skil að þú munt vera stórvitur maður."



Refur þakkaði konungi með fögrum orðum höfðinglegar gjafir og
alla þá sæmd er hann veitti honum. Refur fór nú til búa sinna
er konungur hafði gefið honum og Helga kona hans og Þormóður
son þeirra. Gerðist Sigtryggur þar hið mesta stórmenni.



Og er hann hafði þar setið nokkura vetur bjó hann ferð sína
út í Rómaborg og sótti heim hinn helga Pétur postula. Og í
þeirri ferð fékk Sigtryggur sótt þá er hann leiddi til bana
og er hann jarðaður á ríku munkaklaustri út í Frakklandi.



Steinn og Björn voru með Sveini konungi lengi og virti hann
þá mikils svo að hann fékk þeim göfug kvonföng í Danmörk og
staðfestust þeir þar báðir og þóttu ágætir menn. Frá Steini
er kominn Absalon erkibiskup er var um daga Valdimars konungs
Knútssonar. Þormóður son Refs fór til Íslands eftir fall
Haralds konungs og tók við landi á Kvennabrekku og kvæntist á
Íslandi og er margt göfugra manna frá honum komið.



Lúkum vér þar Króka-Refs sögu.



Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.