Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 16

Króka-Refs saga 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 16)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
151617

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Refur og synir hans sneru þá til skips síns og urðu þar
hvorir öðrum fegnir. Bjuggust þeir síðan til hafs og þegar
þeir voru búnir sigldu þeir á haf. Þeir höfðu útivist langa
og hæga. Þeir tóku Noreg um haustið og komu þar fyrst við
land sem heitir Æðey. Landsmenn spurðu hver skipi því stýrði.
Hann nefndist Narfi og lést vera íslenskur maður. Narfi
spurði eftir hvar konungur væri í landinu. Landsmenn sögðu
hann vera í Þrándheimi. Æðey er hálfa tylft suður frá
Þrándheimi. Narfi sigldi þaðan inn til meginlands, leggur þar
skipi sínu í einn leynivog, lætur þar eftir föruneyti sitt en
leigir sér sexæring einn og leiðsögumann. Synir hans fara með
honum og kona hans. Menn hans skulu gæta þar skips.



Ekki er getið um ferð Narfa fyrr en hann kemur til kaupbæjar
í Niðarósi og leigði sér þar skemmu eina. Þau dvöldust þar
nokkrar nætur. Narfi bauð þeim á varygð mikla að þeir gangi
aldrei svo frá skemmunni að Helga væri þar ein eftir. Hann
lét gera sér kufl bláan. Hafði hann og jafnan svarðreip um
sig. Skegg hafði hann og látið binda sér hvítt og lést hann
vera gamall kaupmaður, gekk nú jafnan svo búinn um torg.
Spjót hafði hann í hendi á lágu skafti og járni vafið
skaftið.



Konungur var þar í bænum og mikið fjölmenni. Hirðmaður
konungs hét Grani og var kallaður Skálp-Grani, fríður maður
sýnum og barst á mikið að vopnum og klæðum. Grani var vífinn
og kvensamur. Gerði hann mörgum í því mikla skapraun. Varð
honum það nú þolað er hann hafði konungs traust.



Svo bar til einn dag að konungur hafði þing fjölmennt í bænum
og var mönnum til blásið almennilega. Narfi gekk til þings og
synir hans, Steinn og Þormóður. Björn var eftir hjá móður
sinni. Og ekki því síður var honum forvitni á hvað talað var
þar á þinginu og fer hann þangað. Narfi þekkir Björn og snýr
að honum og spyr hvað eftir væri hjá Helgu. Hann segir að
ekki var. Narfi snýr nú aftur til skemmunnar.



Litlu síðar en Björn var í brottu genginn kemur maður í
skemmuna. Sá var í blám klæðum og lét mikið yfir sér. Helga
heilsaði þeim manni og spyr að nafni.



Hann lést heita Grani og vera hirðmaður Haralds konungs: "Er
eg því hér kominn," segir hann, "að eg vil mér konu kaupa."



Hún bað hann ganga til þess í annan stað. Grani kvað það
ósæmilegt að gamall maður ætti unga konu svo fríða og fagra.
Hún kveðst mundu vera fyrir honum sjálfráða. Grani kveðst
mundu vera ekki færavandur og tók til Helgu. Hún sprettur upp
og verst. Slær þar í glímu. Og í því kemur Narfi til gluggans
og sér inn. En er Grani sér skuggann bera fyrir gluggann þá
slíst hann úr höndum Helgu og leitar til dyranna. Narfi vildi
og komast fyrir dyrnar. Grani komst þá út fyrr og hefur þegar
á rás.



Helga hljóp og til dyranna og vill þrífa til Narfa "og láttu
Grana fara," segir hún, "því að hann hefir öngri eigu þinni
spillt."



Narfi sleit Helgu af sér og hljóp eftir Grana og eggjar hann
að bíða. Hann hleypur ekki að síður þar til að hann kemur að
skíðgarðshliði einu. Þá var skammt í millum þeirra. Grani sér
þá að hann mun tekinn verða.



Hann snýst þá við og mælti svo: "Hygg þú að," sagði hann,
"hvað þér er geranda. Þó þú drepir mig þá er það dauði þinn.
En svo lengi sem þú ert hér í bænum þá skal eg þér aldrei
mein gera."



Hann baðst undan sem hann kunni.



Narfi mælti: "Það er satt," sagði hann, "að þér er alls
kostar illa gefið. Þú berst á meira en menn og þykist mikill
fyrir þér og gerir mörgum skömm en nú veistu ekki hversu þú
skalt láta eða þér breyta, svo ertu hræddur. Bústu svo við
fyrir því að ekki mun nú tjá að friðmælast."



Narfi lagði þá til hans spjótinu. Grani hafði öxi í hendi.
Laust hann af sér lagið. Hann fór svo nokkrum sinnum. Narfi
varð honum harðskeyttur og lauk svo að hann rak í gegnum hann
spjótið. Hann dregur hann þá upp undir skíðgarðinn meðan hann
var í fjörbrotunum og hylur hræ hans þar.



Narfa kemur nú í hug að ekki mun ráð að myrða manninn og best
muni fallið að segja konunginum sjálfum. Gengur Narfi nú
fyrst heim til skemmunnar og biður Helgu taka föng þeirra og
hafa til skips og svo leiðsögumann þeirra.



Narfi gekk nú þangað til sem þingið var. Þar var allmikill
mannfjöldi og þröng. Narfi þröngdist nú fram millum manna þar
til að hann kom fyrir konung. Í því bili talaði konungur um
nauðsynjar manna.



Narfi tók ekki því síður til orða og mælti svo: "Herra
konungur," sagði hann, "við Sverðhús-Grani urðum saupsáttir í
dag er hann vildi fjallskerða konu mína. Eg stórkeraldaði
hann í gegnum strábeygisauga. Þá langhúsaði hann, herra. Þá
langhúsaði eg, herra. Þá hreiðurballaði eg hann, herra, en
hann marghrossaði á mót. Þá fagurröggvaði eg hann, herra, en
hann skipskeggjaði þá við. Þá lynghnappaði eg hann, herra,
undir einn skíðgarð skammt í braut og voðvirkti eg yfir hann
að lyktum."



Narfi snýr þegar í brott og til skips síns og hvatar nú mjög
sinni ferð. Létu ganga um kveldið og um nóttina suður með
landi þar til er þeir komu til skips Narfa. Þeir sigldu þá
þegar til hafs.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.