Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 13

Króka-Refs saga 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 13)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Og um vorið býr Bárður skip sitt og er það var búið gekk hann
á konungs fund og mælti: "Herra," sagði hann, "hafið þér
nokkuð hugsað nauðsyn Gunnars?"



Konungur mælti: "Hugsað hefi eg nauðsyn þína, að þú farir
ekki til Grænlands því að óskylt er þér að gremjast þeim
manni sem þú átt ekki illt að launa. Varir mig að þér reifi
illu ef þú ferð."



Bárður svarar: "Að öðru munuð þér sannspárri herra."



Konungur mælti: "Hitt ætla eg ef þetta rýfst að eg muni að fá
sannspár. En ef þú vilt víst fara þá mun eg nokkur ráð til
leggja með yður ef ykkur Gunnari þykir mikið undir."



"Ekki ræði eg um það," segir Bárður.



"Þess get eg þá," sagði konungur, "að í þeim litla dal er þar
gengur upp að jöklunum muni vatn vera. Mun Refur hafa veitt
vatnið og mun hann hafa felldan stokk í stokk þar til að
vatnið kemur að virkishorninu neðsta. Þar ætla eg gerva tvo
stokka og mun úr einum renna í hina báða stokkana og fylla
svo hvorntveggja hlut virkisins. En virkið allt mun gert
stokkum holum og mun hver stokkur lúta eftir öðrum og hver
mun upp frá öðrum og mun svo fylla virkið uppi og niðri af
vatninu. Á þá leið hygg eg þar umbúð veitta. En þar sem yður
þótti ekki verða mót á viðinum er vatn féll út alls staðar
umhverfis virkið, þar hygg eg hann munu borað hafa langar
borur svo mjóvar að ekki mátti koma nema því tré er þynnst
verður telgt og ætla eg hann þau tré hafa sett alls staðar í
virkisstokkana. En í þeim bleðgum ætla eg vera skaup og mun
hann þeim þá munað hafa lítt að er hann vildi að vatnið rynni
úr virkinu. Alla þessa bleðga mun hann sett hafa af smíði og
mun eins konar tré verið hafa í bleðgunum og í stokkunum. Nú
er það mitt ráð við Gunnar að þér farið norður í vor á tveim
skipum, tólf á hvoru. Aðrir tólf skulu skurð grafa fyrir
norðan virkið jafnlangan, stundar nær svo djúpan að taki
manni undir hendur, og munu þeir finna umbúð lækjarins. Og ef
svo er þá stemmi þeir lækinn að hann beri ekki vatnið í
virkið. En aðrir tólf beri við að virkinu. Síðan þætti mér
von að þér megið brenna virkið fyrir vatns sökum. Nú hefi eg
til lagt þau ráð að eg heit því Gunnari að annaðhvort mun
vera, að Refur mun flýja virkið og Grænland eða mun Gunnar fá
handtekið hann. En ósýnt mundi mér þykja hverninn sá maður
mundi á brott komast er svo væri við kominn nema hann hafi
mikinn viturleik sér í brjósti. En ekki vildi eg að þú færir
sjálfur Bárður því að eg veit ei hvað þú sækir að Ref."



Bárður segir ekki mega öðruvís vera og þakkar konungi nú sín
tillög og lætur síðan úr landfestum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.