Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 12

Króka-Refs saga 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 12)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Bárður lætur nú í haf og ferst vel. Kom hann í þær stöðvar
sem hann mundi kjósa. Hann færði Haraldi konungi margan
grænlenskan varning ágætan.Fer Bárður fyrir konung einn dag og mælti: "Hér er eitt tafl
herra er yður sendi hinn göfgasti maður af Grænlandi er
Gunnar heitir og vill ekki fé fyrir hafa heldur vinfengi
yðart. Var eg með honum tvo vetur og varð mér hann góður
drengur. Vill hann gjarna vera vin yðar."Það var bæði hneftafl og skáktafl.Konungur leit á um hríð og bað þann hafa þökk fyrir er slíkt
sendi: "Skulum vér víst vináttu vora á móti leggja."Eigi leið langt áður Bárður lét leiða inn í höllina
hvítabjörn fyrir konung. Hirðinni fannst mikið um dýrið.Bárður mælti: "Herra," segir hann, "þetta dýr sendi yður
Gunnar af Grænlandi."Konungur mælti: "Mikið er um gjafir þessa manns við mig eða
hvað vildi hann af oss fyrir slíkt hafa?""Auðvitað er það herra, vinfengi yðart og viturleg ráð.""Hví mun það ekki maklegt?" segir konungur.Og er á líður veturinn var það einn dag að Bárður bað konung
ganga í málstofu sína. Hann gerði svo.Og er þeir komu þar ber Bárður fram hausinn fyrir konung með
öllum blóma sínum og mælti: "Hinn göfgasti maður, Gunnar á
Grænlandi, sendi yður þessar gersemar."Konungur hyggur að hausinum vandlega og lést honum sú sending
þykja ágæt og bað hann varðveita.Konungur mælti þá: "Seg nú Bárður hvað býr undir sendingum
þessum og veit eg nú að fleira mun undir búa en vináttumál
ein saman."Bárður mælti: "Svo er sem eg sagði yður herra. Hann vill hafa
vinfengi yðart og viturlegt ráð til þess að vinna einn ref
þann er þeim Grænlendingum hefir unnið mikinn skaða."Konungur spyr hvað refi það væri.Bárður svarar: "Það er maður íslenskur og drap fimm feðga á
einu kveldi, hefir síðan siglt í óbyggðir við sétta mann og
gert þar virki úr stórtrjám. En vér fundum hann og bárum eld
að virkinu en alls staðar hljóp út vatn um virkið og
slokknaði eldurinn. Ekki hljóp síður út vatnið uppi úr
virkinu en niðri og þar á milli. En vér fundum engi vötn."Konungur mælti: "Mun þetta sá Refur er kaupskipið gerði á
Íslandi og hafði aldrei áður kaupskip séð og á því skipi fór
hann til Grænlands og er hann hafði búið þar nokkura vetur
var kveikt um hann illmæli mikið og hefndi hann þess svo
rösklega að hann einn vó þá fimm á einu kveldi?"Bárður svarar: "Um einn munum við ræða báðir."Konungur spyr hversu þar væri landslegi háttað. Bárður segir
það innilega."Slíkt eru þó menn," sagði konungur.Bárður mælti: "Svo sagði hann að skilnaði vorum að engi mundi
þaðan geta hann brott flæmdan.""Vera má það," sagði konungur. "Kann vera að hann hafi og
öðruvís um talað. En það vil eg þér ráða," sagði konungur,
"að þú farir ekki þangað oftar því að ekki kemst þú á brott
ef þú ferð oftar."Bárður svarar: "Eg hefi svo heitið Gunnari að það má eg ekki
rjúfa."Nú skilja þeir sitt tal og líður veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.