Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 10

Króka-Refs saga 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 10)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
91011

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Og meðan saga sjá hefir gengið og uppfæðsla Refs höfðu orðið
mörg höfðingjaskipti í Noregi. Var nú kominn til ríkis
Haraldur konungur Sigurðarson.Með hirð konungs var sá maður er Bárður hét. Hann var konungi
handgenginn. Hann var á sumrum í kaupferðum til ýmissa landa,
Íslands eða Vesturlanda, og fór hann nú þetta sumar er nú
segjum vér frá. Býr hann skip sitt og ætlar út til Íslands.
Konungur lætur kalla Bárð til sín og spyr hvert hann ætlar
halda skipi sínu."Til Íslands," segir Bárður.Konungur mælti: "Eg vil að þú farir öðruvís. Skaltu nú sigla
út til Grænlands og flyt til vor tönn og svörð."Bárður segir að konungur skyldi ráða.Eftir það sigldi Bárður á haf og tókst honum hið greiðasta.
Kom hann við Grænland og fór til vistar um veturinn með
Gunnari. Og er hann hafði þar verið um hríð þá vekur Bárður
til við Gunnar og spyr hvað satt væri í því er hann heyrði
sagt að einn íslenskur maður hefði vegið fimm feðga á einu
kveldi og hefnt svo þess illmælis er þeir höfðu kveikt um
hann. Gunnar lét haft til þessa nokkuð. Bárður spurði hvað af
þessum manni er orðið."Það hyggjum vér," sagði Gunnar, "að hann hafi týnst í hafi
því að hann varð svo hræddur að hann lét í haf við sétta mann
við vetur sjálfan."Bárður spyr hvað til hafi orðið með þeim. Gunnar segir nú af
slíkt er hann veit.Bárður mælti: "Allmjög undrast eg ef sá maður er sokkinn
niður og hefir þetta allmjög verið öll hans gæfa er hann
komst úr höndum yður. Og þykir mér hún vonum bráðara við hann
hafa skilist. Eða hafið þér leitað í óbyggðir?"Gunnar kvað leitað hafa verið alls staðar þar sem von þætti
að menn mættu vera og þó víðara.Bárður mælti: "Hversu mundi hann fara á haf í mót vetri við
fá menn á einni ferju? Ætla eg þér betra þykja að segja slíkt
er ekki verður hefnt Þorgils eða sona hans. Vil eg nú í vor
snemma að þú látir búa okkur skip og förum í óbyggðir og ætla
eg það víst ef eg finn hann ekki að sannlega sé hann týndur."Gunnar kvað svo vera skyldu. Líður nú af veturinn. Og þegar
ísa leysti bjó Gunnar ferð sína. Þeir höfðu ferju og á sjö
menn. Þeir halda nú í óbyggðir og leita í hvern leynivog og
finna ekki það að þeim þyki sem mannavistir muni verið hafa.
Bárður var manna skyggnastur.Þeir koma aftan dags á einn fjörð mikinn og krækti ýmsa vega
í landið. Og þar kom að hann bytndi. Þeir lögðu skipi sínu um
nóttina í vík eina. Bárður rær til lands á báti. Hann gekk
upp á höfða þann er var við fjarðarmynnið og litast um. Þá
var ljós nótt. Vindgul lítið lá utan eftir firðinum. Hann sá
hvar þangflota rak utan eftir og að botninum. Þá hvarf hann
allur. Þetta undrar Bárður mjög og gekk hann allt á
framanverðan höfðann. Hann sá hvar annar fjörður hófst upp
mikill og langur og þar sá hann dal ganga upp að fjöllum
fagran og mikinn. Hann gengur nú aftur til skipsins og leggst
niður.Um morguninn spyr Bárður hvort þeir hafi kannað fjörð þann
allan. Gunnar kvað það vera. Bárður kveðst fara vildu þar til
er hann þryti með öllu. Og svo gera þeir, koma nú þar er
höfðarnir gengu á víxl. Þar skerst inn sund á millum. Það var
allmjótt en djúpt var það mjög. Þá laukst upp fjörðurinn í
öðru sinni og var sá fjörður mjög langur. Þeir komu þá í eina
vík um kveldið síðla. Ekki nenntu menn þá að kanna landið og
lögðust menn niður allir nema Bárður. Hann skaut báti til
lands og gekk einn saman með sjánum og kom þar, að spónahrúga
mikil var. Hann tekur upp spónu nokkura og hefir með sér, fer
síðan aftur til skips þeirra.En um morguninn sýnir Bárður Gunnari spónuna og mælti:
"Aldrei á ævi minni sá eg spónu jafnhaglega telgda. Eða var
Refur nokkuð hagur?"Gunnar svarar: "Hann var hinn mesti þjóðsmiður."Bárður segir: "Það mundi eg ætla að svo mundum vér eftir Ref
eiga að leita sem hann væri lífs."Og nú ganga þeir frá skipi nokkurir menn. Þeir geta brátt að
líta hvar virki stóð nær á framanverðum sævarbakkanum. Þeir
gengu þangað til og umhverfis og hyggja að því vandlega og
þykjast ekki séð hafa jafnfagurt smíði. Það var mikið og
rammgert, óbrætt og með fjórum hornum. Hvergi sjá þeir á því
fellingar. Var það að sjá sem ein fjöl.En er þeir hugðu þar að kemur maður fram á virkið. Sá var
mikill vexti. Hann heilsar Gunnari og hann tók kveðju hans.
Kenna þeir að þar var Refur. Hann spyr hvert þeir ætluðu að
fara.Bárður svarar: "Ekki lengra fram á veg."Refur spyr að tíðindum. Bárður lést honum engi segja mundu.
Refur sagði þá og ekki fregna skyldu meir en fallið þætti.Bárður bað þá draga við að virkinu. En er umhverfum var
kominn viðurinn slá þeir í eldi. Kyndist þá skjótt viðurinn.
Og því næst sjá þeir að eldurinn slokknar. Þeir draga að við
af nýju í annað sinn að virkinu. Þeir sáu þá að vatnfall
mikið fór af virkinu og slokknar allur eldurinn. Þeir leita
umhverfum virkið og finna hvergi vatn. Þeir báru þá að eldinn
uppi að virkinu og kom þar ekki síður vatn úr fellingum en
niðri.Refur gekk fram á virkið og mælti: "Sækist seint virkið?"
segir hann.Bárður mælti: "Vel máttu því hælast um fjölkynngi þína að vér
munum hér frá hverfa að sinni. En eg heit þér því, ef þú
þorir að bíða hér annars vors, að við Gunnar skulum yfir
þínum höfuðsvörðum standa."Refur mælti: "Ekki þér né Grænlendingum verður þess auðið að
standa yfir mér dauðum þótt eg sé hér jafnmarga vetur aðra
nema þér njótið yður vitrari manna við."

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.