Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 7

Króka-Refs saga 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 7)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn aftan er hann gekk svo búinn heim sem hann var
vanur. Refur gat að líta fram á nesið hvar hvítabjörn var.
Björninn skundar nú sinni ferð er hann sá einn mann. Refur
þykist þá óvarlega farið hafa. Nýsnævi var á jörðu og auðsæ
spor hvert sem rekja skyldi. Refur sá ekki efni sín á að
ganga á mót birninum vopnlaus. Snýr hann nú aftur til
hrófsins og tók öxina, læsir síðan hrófinu, snýr nú þangað
sem björninn hafði verið og var hann þá dauður. Höfðu þeir
bræður synir Þorgils sigrað björninn er þeir höfðu gengið frá
róðri. Refur gekk þá heim.



Þar er nú til máls að taka að þeir Þorgilssynir koma heim.
Faðir þeirra spurði hvað þeir hefðu fiskt. Þeir létust ekki
fiskt hafa "en veitt höfum vér hvítabjörn einn."



Þorgils mælti: "Mikið er um uppheldi yðvart er þér veitið búi
voru og munu fáir svo fyrir vinna."



Þengill mælti: "Búið var við að vér mundum lítið fá af
veiðiskap þessum ef ekki hefði Refur hinn ragi sýnt sinn
drengskap. Hygg eg það að aldrei hafi dáðlausara höfuð komið
til Grænlands en hann ber því að mannsspor liggja frá hrófinu
og hafði horfið aftur og var hland drifið í sporunum."



Þengill mælti þá við Ref mörgum áþéttisorðum. Þorgils faðir
hans þagði. Þengill spurði því hann þegði "eða veistu ekki
faðir hver Refur hinn ragi er?"



Þorgils mælti: "Um slíkt er illt að ræða og ávallt mætti
Grænland rauða kinn bera er það heyrði Refs getið því að eg
sá þegar hann var hingað nýkominn að öfluð hafði verið áður
Grænlandi hin mesta skömm. Því hefi eg fátt við hann átt að
þá er eg var á Íslandi var hann ekki í æði sem aðrir karlar
heldur var hann kona hina níundu hverju nótt og þurfti þá
karlmanns og var hann því kallaður Refur hinn ragi og gengu
ávallt sögur af hans fádæmum endemlegar. Nú vildi eg því að
þér ættuð ekki við hann."



Nú skilja þeir sitt tal. Er nú farið eftir bjarnarslátrinu.
En hvar sem þeir Þorgilssynir komu þá bera þeir upp þetta
illmæli og kveikja það í öllu að Refur hafi fyrir regi sakir
ger verið af Íslandi og verið í burt keyptur nokkuru fé. Þeir
færðu þetta hróp á vöxtu og svo fer þetta í fjölmæli að Refur
verður þessa áheyrsla. Ekki lætur hann sem hann viti. En skip
það sem hann hefir í smíð býr hann að öllu sem best. Hann
lætur slátrast mjög um haustið en sumt fé sitt selur hann til
grænlensks varnings. Refur hefir haustboð mikið og býður til
sín vinum sínum en í hljóði seldi hann land sitt við lausafé.
Hann skilur og það til að hann skal þá á misserum land laust
láta og gera hinum orð um. Hann hefir með sér margt röskra
manna, ekki færri en tólf. Refur var orðinn stórauðigur.
Þetta var að tvímánuði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.