Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 6

Króka-Refs saga 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 6)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Eftir jól bræðir Refur skip sitt og býr það. Gestur fær til
allan reiða. Þess er getið að Gellir átti heimanför og lá
leið hans hjá hrófinu og lítur Gellir á skipið. Maður einn
fór með honum. Refur heyrir að Gellir mun kominn vera,
hleypur undan skipinu með smíðaröxi sína og að Gelli.Refur mælti: "Nú skal eg gjalda þér tvö högg með einu."Höggið tók af síðuna og þar öxin inn á hol. Féll Gellir þar
dauður á jörð en förunautur hans reið á brott. Refur gekk
heim og fundust þeir Gestur.Hann mælti: "Giftusamlegur ertu nú frændi eða hvað er nú
tíðinda?"Refur kvað:Roðin var randar gyðja,

ráð knúðist dag þenna,

fýrsveigi hjó eg frægan

Flóðs, í Gellis blóði.

Nú tel eg hefnt, en hrafni

heitr fangaðist sveiti,

getið verðr slíks fyr snotrum

seggjum, höggs og tveggja.


"Manna heilastur," segir Gestur. "Það mundi eg kjörið hafa,
þá eg heyrði það víðast borið að Gellir hefði lostið þig tvö
högg, að slíkt hefðir þú að. Eða hvað er nú ráða þinna?"Refur segir: "Eg ætla að halda skipi mínu til Grænlands."Gestur mælti: "Nú kaust þú það sem eg vildi því að þér mun
ekki vel fritt í Noregi þegar spyrst víg þetta. Nú mun eg
afla þér háseta til skipsins og fá þér fjárhlut sem þú vilt
hafa en við móðir þín munum síðan við skiptast sem okkur
líkar."Refur býr nú skip sitt og veljast til bóndasynir vaskir að
fylgja honum. Leysir Gestur hann vel af höndum.Og að skilnaði mælti Gestur við Ref: "Ef þér verður eigi
útkomu auðið þá vil eg að þú látir skrifa frásögn um ferð
þína því að hún mun nokkurum merkileg þykja því að eg hygg að
þú sért annar spekingur mestur í vorri ætt. Mun og nokkuð
gott af þér verða. Mæli eg nú og svo fyrir að sá hinn sami er
sólina hefir skapað efli þig til góðra hluta."Refur þakkar Gesti vel sín tillög.Nú skiljast þeir og lætur Refur í haf. Þeim ferst vel þar til
er þeir fá sýn af Grænlandi og síðan velkir þá lengi og hefur
þá norður með landinu. Um síðir koma þeir á fjörð einn
norðarlega í óbyggð. Jöklar ganga allt til suðurs í sjá út.
Og með því að þeir voru hafvelktir þá voru þeir landfúsir.
Þeir lögðust um akkeri.Refur reri til lands og gekk hann upp á hið hæsta fjall að
sjást um. Hann sá að fjörðurinn skarst langt í land inn er
þeir voru á komnir og höfðar tveir gengu á víxl í firðinum.
Fór hann þá aftur til skips síns. Um morguninn bað hann þá
flytja inn skipið þar til er þryti fjörðinn og svo gerðu
þeir. En er þeir komu að höfðunum þá sáu þeir að þar hófst
upp fjörður mikill og langur. En er þeir komu að fjarðarbotni
var þar góð höfn. Skógi var vaxið allt um hlíðir og grænar
brekkur. Jöklar girtu þar um allt báðumegin. Þar var fjöldi
dýra. Rekaviður lá þar um allar fjörur en veiðiskapur nógur.
Ekki mátti þá til byggða halda. Þar gerðu þeir skála mikinn
og bjuggust um vel. Þar voru þeir um veturinn. Þar smíðaði
Refur ferju mikla og bjuggu hana um vorið til byggða en
bjuggu þar eftir um kaupskipið.Síðan sigldu þeir í byggðina og komu í einn víkbarm. Skammt
þar upp frá stóð einn bær. Þar bjó sá maður er Björn hét.
Hann var kvongaður og átti eina dóttur er Helga hét. Hún var
væn og kæn og þótti sá kostur bestur í þeirri byggð. Refur
selur ekki varning sinn og tekst á hendur smíð. Björn hittir
Ref og spyr ef hann vill kaupast láta að húsa bæ sinn. Refur
játar því og síðan kaupast þeir við. Tekur Refur nú að húsa
bæinn og gerir skrautlegan. Sá bær heitir í Hlíð.Öðrumegin ness þess er þar gekk fram stóð bær sá er í Vík
heitir. Þar bjó sá maður er Þorgils hét og kallaður
Víkarskalli. Hann var grályndur og kvittsamur og slægvitur.
Mikill ódældarmaður var hann og þótti öllum illt við hann að
eiga. Hann var hniginn á efra aldur og kvongaður. Þengill hét
son hans hinn elsti, annar Ormur, þriðji Þorsteinn, fjórði
Geir. Ólöf hét dóttir hans. Hún var gift þeim manni er Gunnar
hét. Þengill hafði beðið Helgu og vildi hún eigi eiga hann.Refur er nú með Birni og húsar bæ hans og þá biður hann
Helgu. Björn tók því vel. Að ráði með honum var sá maður er
Þormóður hét. Hann var fóstri Helgu. Hann fýsti mjög að þessi
ráð tækjust og þar kom að Ref var heitið konunni og á kveðin
brullaupsstefna. Síðan takast þessi ráð með þeim skildaga að
Refur skal taka við búi í Hlíð og þau Helga en Björn vill
vera búlaus á vist með þeim.Um vorið eftir tekur Refur við búi og rakaði skjótt fé saman.
Hann smíðaði til stór fjár. Helga var og skörungur mikill. En
er þau höfðu skamma hríð ásamt verið fór Björn að deyja. Því
næst var þeim barna auðið, Ref og Helgu. Þau áttu son er
Steinn hét. Tveim vetrum síðar áttu þau annan er Björn hét.
Þeir bræður voru hinir efnilegustu menn.Refur bjó átta vetur á Grænlandi á sama bólstað. Á þeim vetri
hafði hann skip í smíð, mikla ferju, en hrófið var út við nes
það er fram gekk milli Víkur og Hlíðar. Hann gekk snemma til
en síð frá. Hann læsti þar í hrófinu smíðaröxi sína um nætur
en gekk slyppur heim.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.