Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 5

Króka-Refs saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 5)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn morgun að Gestur var á fætur kominn að hann sér
að Refur liggur í hvílu sinni.



Gestur tekur á honum og mælti: "Lengi sefur þú nú frændi. Er
nú ger selabáturinn?"



"Kalla má nú, segir Refur, "að borinn sé borði og ekki mun eg
nú að gera meira fyrr en þú sérð."



"Við skulum þá ganga til í dag," segir Gestur, "og sjá smíði
þetta."



Gestur gengur nú til hrófsins við fá menn því að hann vildi
eigi að alþýða vissi ef ófimlegt væri. Og er hann kom þar
stóð þar byrðingur einn vel haffærandi. Gestur hyggur
vandlega að þessu skipi og þykir mikils um vert hagleik hans
þar sem hann hafði eigi fyrr skip gert og þakkar honum nú
smíðina: "Vil eg því nú launa þér að eg vil þetta skip þér
gefa."



Refur kveðst gjarna þiggja vildu.



Spyrst þetta nú víða að Refur Steinsson hafði gert byrðing
haffærandi. Þóttu það vera hér fáheyrð tíðindi því að hann
var kallaður af mörgum mannvitull. Sá atburður hafði orðið að
með föður hans hafði verið á vist norrænn maður og son hans.
Voru þeir jafngamlir, Austmannsson og Refur. Austmannsson
hafði sér að leiku skip það er verið hafði í Noregi sem
líkast haffæröndum byrðingum. En áður Austmannsson færi á
brott gaf hann Ref skip þetta og það hafði Refur haft til
skemmtanar sér í eldaskálanum að smíða þar eftir.



Nú líður af veturinn og takast upp leikar.



Maður er nefndur Gellir. Hann var farmaður mikill, var annan
vetur í Noregi en annan hér, hávaðamaður mikill og hélt mjög
til gleði. Móðir hans bjó skammt burt þaðan, þar sem hét í
Hlíð. Hún hét Sigríður, auðig mjög. Bóndi hennar var andaður
og því var Gellir kallaður Sigríðarson. Gellir gekk mjög að
leikum og var hann knástur af þeim sem að voru.



Það var einn dag að Gellir fór til leiks við nokkura menn í
Haga. Gellir spurði ef Refur vildi fara með honum. Refur kvað
sér ekki henta leika og kveðst eigi mundu fara. Gellir spurði
þá ef Refur vildi leysast af og glíma við hann. Refur kveðst
eigi mundu það gera.



Gellir hleypur þá af baki og ræður á Ref og mælti: "Heyr
endemi að þú segist eigi glíma ef eg vildi. Skaltu nú glíma
nauðigur þóttú viljir eigi."



Hann leitar á marga vega að fella Ref og fær eigi felldan
hann. Refur forðast meðan Gellir sækir sem mest. En er Gellir
linar sókninni tekur Refur undir bróklindahaldið Gelli
annarri hendi en annarri í milli herðanna og skýtur honum á
klakann stund þá frá sér. Koma niður á Gelli olbogarnir og
springur hvortveggi en enni hans blánar. Hann spratt upp
skjótt og hljóp á bak og tekur upp spjót og reiðir upp
spjótshalann og lýstur til Refs. Kemur það á herðar honum og
hrýtur af upp og kom í höfuðið. Varð honum ekki illt við.
Gellir hleypir á braut og förunautar hans og hælast mjög.
Kallast Gellir hafa lostið Ref tvö högg mikil og reiðir þetta
víða og segir Ref eigi munu hefna. Refur lét sem hann vissi
eigi. Gestur hafði eigi verið heima.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.