Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 22

Kormáks saga 22 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 22)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
212223

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Maður hét Þórólfur er bjó undir Spákonufelli. Hann átti
Þórdísi spákonu sem fyrr var getið. Þau voru þar á leiðinni.
Þóttust margir þar traust mikið eiga er hún var. Þorvarður
sækir hana að og beiðir hana liðs í móti Kormáki og gaf fé
til. Býr Þórdís hann nú til hólms svo sem henni líkar.



Kormákur segir móður sinni sína fyrirætlan. Hún spyr hvort
hann hyggi gott til.



"Hví skal eigi svo þó?" segir Kormákur.



Dalla mælti: "Þér mun eigi hlýða svo búið þó, því að ófús mun
Þorvarður að berjast nema fjölkynngi sé við. Þykir mér hitt
ráð að þú hittir Þórdísi spákonu því að við svik mun að
berjast."



Kormákur mælti: "Lítið er mér um það."



Þó fór hann og hitti Þórdísi og bað hana liðs.



Hún mælti: "Þú kemur til síð. Nú bíta hann eigi vopn. En vil
eg eigi þér varna liðveislu og ver hér í nótt og vitja heilla
og mun eg þá fá svo gert að þig bíti og eigi járn."



Þar er Kormákur um nóttina.



Þá er hann vaknaði fann hann að þreifað var undir ábreiðuna
að höfði honum. Hann spyr hver þar sé. Sá snýr í brott og til
útidyra en Kormákur eftir og sér að þar er Þórdís og er hún
þá komin í þann stað sem þeir skyldu berjast og hefir gás
undir. Kormákur spyr hvað skuli.



Hún lætur heimgásina niður og mælti: "Hví máttir þú eigi kyrr
vera?"



Þá leggst Kormákur niður og heldur fyrir sér vöku og vill
vita tiltekjur Þórdísar. Hún vitjar þrisvar og forvitnast
hann í hvert sinn um athæfi hennar.



Hið þriðja sinn er Kormákur kemur út hefir hún skorið tvær
gæs og látið renna saman blóðið í bolla. Þá hafði hún tekið
hina þriðju gásina og ætlar að skera.



Þá mælti Kormákur: "Hvað skal þessu starfi fóstra?"



Þórdís mælti: "Það mun þó sannast Kormákur að þér mun í síðra
lagi mega að duga. Hafði eg nú ætlað að fyrirkoma þeim
ósköpum er Þórveig hafði á lagt ykkur Steingerði og mættuð nú
njótast ef eg skæri hina þriðju gásina svo að engi vissi."



Kormákur mælti: "Ekki trúi eg á slíkt" og kvað vísu:



Aura gaf eg á eyri,

af skar mær, að bærri

Týr sýndist mér taura,

tveim gangvegum þeima.

Vera mun blóð af blóði,

bjóð aldregi það skaldi

þeim er ölverki orkar

ásar, tveggja gása.


Þeir fóru til hólms. Þorvarður gaf spákonu meira fé og þá
hann blótið.



Kormákur kvað vísu:



Mjög hafa tröll of troðna

trúir maðr konu annars,

eldreið Áta foldar

ómissila þessa.

Vætti hins að valdi,

er að vangroði gengum,

hvað of kennum það henni?

hás völva því bölvi.


Þórdís mælti: "Fæ eg svo gert að kennir þig eigi."



Kormákur mælti illt í móti og kvað hana illu einu valda munu
og vill draga hana út í dyr og sjá augu hennar í sólskini.
Þorgils bróðir hans bannaði honum það og lét til engis vera.
Steingerður kveðst fara vilja til hólms og svo var gert.



Þá er Kormákur sá hana kvað hann vísu:



Hefi eg á hólm of gengið

hald-Eir of þig földu,

hvað megi okkrum ástum,

annað Sinn, of renna?

Og vígsakar vaktar

Vár hefi eg of þig báru,

því skal mér en Tinteini,

tvær, unnustan nærri.


Síðan börðust þeir. Sverð Kormáks beit ekki. Þeir áttust
lengi höggva viðskipti við og beit hvorki sverðið. Að lyktum
hjó Kormákur á síðu Þorvarði. Varð það mikið högg svo að
lúðist undir og brotnuðu rifin í Þorvarði og varð hann óvígur
og skildu við þetta.



Kormákur sá hvar naut stóð og hjó það. Honum var orðið varmt
og tók hann af höfði sér hjálminn.



Og kvað Kormákur vísu:



Hefi eg á hólm of gengið,

handarskers, að berjast

þú skaltat mér, þella,

þriðja sinn of kviðja.

Rýðk eigi eg rauða

reyr á þessi dreyra,

mitt kveð eg slætt, í sveita,

sverð fordæðan gerði.


Hann þerrir af sér sveita á möttulskauti Steingerðar.



Kormákur kvað vísu:



Eg verð oft, því að þykjum

erróttr, af mér þerra,

gulls hlýt eg af þér þella

þraut, á möttulskauti.

Því láttu í set snauta

saurreiði, bragar greiði,

mér hefir steypt í stúru

Steingerðr, bana verðan.


Kormákur bað Steingerði með sér fara. Hún kvaðst munu skipa
um menn og skiljast þau og unir hvorttveggja illa við.
Þorvarður er þangað færður og bindur hún um meiðsl hans.



Kormákur hittir nú jafnan Steingerði.



Þorvarði batnar seint og þegar er hann má á fætur færast fer
hann að hitta Þórdísi og fréttir hana hvað honum væri helst
til heilsubótar.



Hún segir: "Hóll einn er héðan skammt í brott er álfar búa í.
Graðung þann er Kormákur drap skaltu fá og rjóða blóð
graðungsins á hólinn utan en gera álfum veislu af slátrinu og
mun þér batna."



Eftir þetta senda þeir Kormáki orð að þeir vilja kaupa
graðunginn. Hann kvaðst eigi vilja varna þeim kaups en hafa
fyrir baug þann er Steingerður átti. Þeir vitja graðungsins
en selja Kormáki bauginn og fara með sem Þórdís sagði fyrir.



Kormákur kvað vísu:



Hins mun hör-Gefn spyrja

er þið heim komið báðir

með blót roðin, beiði

benhlunns, sú er mér unni:

Hvar er nú baugr hinn brenndi?

Böl ólítið ...

Hefir hann sveinn inn svarti,

sonr Ögmundar, skáldið?


Þetta fer sem Kormákur gat til að Steingerði líkar illa er
þeir höfðu baugnum lógað.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.