Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 18

Kormáks saga 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 18)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
171819

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá er þeir bræður létu úr læginu kom upp hjá skipinu
hrosshvalur. Kormákur skaut til hans pálstaf og kom á hvalinn
og sökktist. Þóttust menn þar kenna augu Þórveigar. Þessi
hvalur kom ekki upp þaðan í frá en til Þórveigar spurðist það
að hún lá hætt og er það sögn manna að hún hafi af því dáið.



Síðan sigldu þeir á haf og komu við Noreg. Í þann tíma réð
Hákon Aðalsteinsfóstri Noregi. Þeir bræður fóru skjótt á
konungs fund. Tók konungur vel við þeim. Voru þeir þar um
veturinn vel virðir.



Um sumarið eftir leggjast þeir í hernað og vinna mörg
stórvirki. Sá maður var í félagi með þeim er Sigurður hét,
þýðeskur maður og vel borinn. Þeir gerðu víða upprásir.



Einn dag er þeir voru á land upp gengnir komu að þeim bræðrum
ellefu menn og sóttu að þeim. Lauk svo þeirra viðskiptum að
þeir bræður tveir sigruðu hina ellefu. Eftir það fóru þeir
til skipa. Þóttust víkingarnir mundu hafa látið þessa menn en
fagna nú því er þeir komu aftur með sigri og fé. Í þessi ferð
fengu þeir bræður mikla frægð.



Leið á sumarið og var komið að vetri. Þeir vildu þá halda til
Noregs, fengu veðráttu kalda. Lagði hrím í seglið. Þeir voru
jafnan mjög frammi bræður.



Þá kvað Kormákur vísu:



Skaka verð eg ver, Skarði,

skald á búð til kalda,

fjöll eru fjarðar kelli

faldin, hrím á tjaldi.

Vildi eg attræðar valdi

væri öngu hæra.

Hann er til latr frá ljóssi

linnbeðjar Gná sinni.


Þorgils mælti: "Getur þú hennar nú jafnan en þá vildir eigi
fá hennar er buðust kostir á."



Kormákur segir: "Meir ollu því vondra vætta atkvæði en mín
mislyndi."



Nú sigldu þeir að hömrum nokkurum, hlóðu seglum við mikinn
háska.



Kormákur mælti: "Vel mætti Þorvaldur tinteinn hér vera hjá
oss."



Þorgils segir brosandi: "Það er líkara að hann uni nú betur í
dag en vér."



"Eigi er þá sem skyldi," segir Kormákur.



Litlu síðar tóku þeir Noreg.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.