Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 12

Kormáks saga 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 12)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um veturinn voru leikar í Saurbæ og voru þar hvorirtveggju
Ásmundur Bersason og þeir synir Þórðar Arndísarsonar. Þeir
voru yngri og óknárri. Ásmundur stillti illa afli sínu. Komu
synir Þórðar oft bláir og blóðgir heim. Þetta líkar Þórdísi
móður þeirra illa, biður Þórð vekja til við Bersa föður
Ásmundar að hann vilji bæta fyrir hann. Þórður kvaðst þess
ófús.



Hún segir þá: "Börk mun eg þá finna bróður minn og mun þá
eigi minna illt af hljótast."



Þórður bað hana það eigi gera: "Vil eg heldur um tala við
Bersa."



Og fyrir bæn hennar hittir hann Bersa og vekur til um bætur.



Bersi mælti: "Of fégjarn ertu nú og horfir það lítt til
sæmdar að fara með slíkt. Er eigi ráðið hvort þú verður
öreigi ef mig þrotar eigi."



Fer Þórður heim og er fátt með þeim um veturinn.



Líður á vorið fram til Þórsnessþings. Þykist Bersi nú skilja
að Þórdís hefir valdið því ákalli er Þórður veitti honum.
Búast menn nú til þings. Var það vandi Þórðar og Bersa að
ríða báðir saman til þings. Bersi ríður heiman og kemur í
Múla. Þórður var í brottu.



Bersi mælti: "Brugðið hefir Þórður nú vanda er hann beið mín
eigi."



Þá svarar Þórdís: "Þú ollir afbrigðum en þetta er lítil hefnd
ef eigi kemur meiri."



Þau urðu andorða og segir Bersi að af hennar ráðum mun illt
hljótast. Ríða þeir í brott.



Bersi mælti: "Snúum fram að firðinum og fáum oss skip. Langt
er að ríða hið innra."



Þar fengu þeir skip er Þórður átti, fara nú leiðar sinnar,
koma til þings þá er flestir voru áður komnir, ganga til
búðar Ólafs pá úr Hjarðarholti. Bersi var hans þingmaður.
Fjölmennt var í búðinni og fékkst Bersa ekki rúm. Hann var
vanur að sitja hjá Þórði. Það rúm var skipað. Þar sat maður
mikill og sterklegur í bjarnskinnsúlpu og gríma fyrir
andliti. Bersi stóð fyrir honum og gafst eigi rúmið. Bersi
spyr þenna mann að nafni. Honum er sagt að hann heitir ýmist
Glúmur eða Skúma.



Bersi kvað vísu:



Hver er án, bjarnar barði,

á bekk kominn rekka,

úlf hafa órir niðjar,

ægilegr, und bægi?

Glíkan hefr of gervan,

Glúmr er nefndr eða Skúma

förum til móts á morgni,

mann Steinari þenna.


"Og er þér ekki að leyna nafni þínu bjarnúlpumaður," segir
Bersi.



"Svo er og," segir hann Steinar, "og á eg fé að gjalda þér
fyrir Kormák ef þarf en fyrri skora eg þér á hólm. Kann vera
að þú fáir þá tvennar merkur eða látir ella báðar."



Þá kvað Bersi:



Boðið er brodda hríðar

beiðendr við styr kenndir,

þykkir oss það ekki

angr, á hólm að ganga.

Gamall er eg, geira vimrar,

gunnþeysandi að leysa,

uggi eg hvergi að hyggja

Hlakkar, veðr, um blakka.


"En auðsætt er það að þér frændur ætlið mér að fyrirkoma. Er
og vel að þú vitir hvort nokkuð er undir mínum þokka og mætti
setjast ofmetnaður þinn."



Steinar segir: "Ekki vinnum vér þér bana en vel þætti oss að
þú kynnir að meta þig."



Bersi játar hólmgöngunni og gengur í afbúð og var þar.



Einn dag var kallað að menn skyldu á sund.



Steinar mælti við Bersa: "Viltu reyna sund við mig Bersi?"



Hann segir: "Niður hefi eg lagt sund en til mun eg fara."



Bersi fer örðigur og leggst hart. Hann hafði lyfstein á
hálsi. Steinar leggst að honum og slítur af honum steininn
með punginum og kastar á sundið og kvað vísu:



Lifði eg lengi.

Lét eg ráða goð.

Hafði eg aldrei

hosu mosrauða.

Batt eg aldrei mér

belg að hálsi

urtafullan.

Þó eg enn lifi.


Eftir þetta leggjast þeir til lands. Það bragð er Steinar
hafði við Bersa var af ráðum Þórðar að Bersa skyldi verr
ganga hólmgangan. Þórður gekk hjá firðinum er fjaraði og fann
lyfsteininn og hirti.



Steinar átti sverð það er Skrýmir hét. Það var aldrei
saurugt. Fylgdu því og engi vandhæfi.



Þann dag er ákveðið var gengu út úr búð Þórður og Steinar.
Kom Kormákur þá á þingið. Ólafur pái fær Bersa lið til hólms.
Var Þórður Arndísarson vanur að halda skildi fyrir Bersa en
nú varð það ekki. Gengur Bersi þó til hólms og er eigi
nefndur skjaldsveinn hans. Kormákur skal halda skildi fyrir
Steinari. Bersi hafði törguna Þórveigarnaut. Þrjá skjöldu
hafði hvor. Þá hjó Bersi tvo skjöldu en Kormákur hélt á hinum
þriðja. Bersi hjó til Steinars en Hvíting festi í
járnrendingunni á skildi Steinars. Kormákur brá upp
skildinum. Í því hjó Steinar til Bersa og kom á
skjaldarröndina og hljóp af skildinum og á þjóhnappa Bersa og
renndi ofan eftir lærunum í knésbætur svo að sverðið stóð í
beini og féll Bersi.



Steinar mælti þá: "Nú er goldið féið fyrir Kormák."



Bersi spratt þá upp og hjó til Steinars og klauf skjöldinn og
kom sverðsoddurinn í bringu Steinari. Þórður hljóp að og
hratt Steinari undan.



Þórður mælti: "Nú galt eg þér sona meiðing."



Eftir það var Bersi borinn til búðar og bundin sár hans.
Þórður fór heim til búða.



En þá er Bersi sá hann kvað hann vísu:



Fylgduð oss, að Óðins,

endr, úr þessi hendi,

Hlakkar Njörðr, á hurðir

hurðúlfr gininn þurði.

Nú fer enn svo að ekkja

Jalks skýja vill týju,

myrði-Freyr, að morði,

marglyndr ertu törgu.


Og enn kvað hann:



Þótti eg þá er æri,

ársagt er það, várum

hæfr í Hlakkar drífu

hyrrunnum vel Gunnar.

Nú vilja mig mínir,

minnst dyljum þess, hylja,

það hefi eg sótt í sléttan

Saurbæ, fríendr auri.


Þórður mælti: "Eigi þig dauðan en óvirðingar unnum vér þér í
þessu sinni."



Þá kvað Bersi vísu:



Mér hafa frændr að fundi,

ferst von gleði, þessum,

ræði eg heldr fyr höldum

hugað mál of það, brugðist.

Torugætir eru, teitan

tók hrafn á ná jafnan,

ek em við ógnar rekka

óhryggr, vinir tryggvir.


Eftir þetta var Bersi færður heim í Saurbæ og lá hann lengi í
sárum.



Nú er að segja frá Kormáki og Steinari.



Það mund er Bersi var til búðar borinn mælti Steinar við
Kormák:



Fólk-Sýrar lét eg fjóra,

fráttuð þess, og átta

skyggs fyr Skrýmis eggju

skerðendr hliða verða.

Nú hefr bjóðr forsa Bersa

Bestlu niðs á lesti

sárgeitunga sveita

sanneldingu felldan.


Steinar mælti: "Eg vil að þú eigir nú Skrými Kormákur því að
eg ætla mér þessa hólmgöngu síðasta."



Eftir þetta skildust þeir vinir. Fór Steinar heim en Kormákur
fór á Mel.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.