Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 10

Kormáks saga 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 10)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir það fór Kormákur á fund manna sinna. Voru þeir Bersi þá
komnir og mart annarra manna að sjá þenna fund. Kormákur tók
upp törguna Bersa og laust á og rauk úr eldur.



Nú er tekinn feldur og breiddur undir fætur þeim.



Bersi mælti: "Þú Kormákur skoraðir á mig til hólmgöngu en þar
í mót býð eg þér einvígi. Þú ert maður ungur og lítt reyndur
en á hólmgöngu er vandhæfi en alls ekki á einvígi."



"Ekki muntu betur berjast einvígi. Vil eg til þessa hætta og
í öllu til jafns halda við þig."



"Þú ræður nú," segir Bersi.



Það voru hólmgöngulög að feldur skal vera fimm alna í skaut
og lykkjur í hornum. Skyldi þar setja niður hæla þá er höfuð
var á öðrum enda. Það hétu tjösnur. Sá er um bjó skyldi ganga
að tjösnunum svo að sæi himin milli fóta sér og héldi í
eyrasnepla með þeim formála sem síðan er eftir hafður í blóti
því að kallað er tjösnublót. Þrír reitar skulu umhverfis
feldinn, fets breiðir. Út frá reitum skulu vera strengir
fjórir og heita það höslur. Það er völlur haslaður er svo er
gert. Maður skal hafa þrjá skjöldu en er þeir eru farnir þá
skal ganga á feld þó að áður hafi af hörfað. Þá skal hlífast
með vopnum þaðan frá. Sá skal höggva er á er skorað. Ef annar
verður sár svo að blóð komi á feld er eigi skylt að berjast
lengur. Ef maður stígur öðrum fæti út um höslur fer hann á
hæl en rennur ef báðum stígur. Sinn maður skal halda skildi
fyrir hvorum þeim er berst. Sá skal gjalda hólmlausn er meir
verður sár, þrjár merkur silfurs í hólmlausn.



Þorgils hélt skildi fyrir bróður sínum en Þórður Arndísarson
fyrir Bersa. Bersi hjó fyrri og klauf skjöld Kormáks. Hann
hjó til Bersa með slíkum hætti. Hjó hvor þrjá skjöldu fyrir
öðrum til ónýts. Þá átti Kormákur að höggva. Síðan hjó hann
til Bersa. Hann brá við Hvítingi. Tók Sköfnungur af oddinn af
Hvítingi fyrir framan véttrimina og hraut sverðsoddurinn á
hönd Kormáki og skeindist hann á þumalfingri og klofnaði
köggullinn og kom blóð á feldinn. Eftir það gengu menn á
milli þeirra og vildu eigi að þeir berðust lengur.



Þá mælti Kormákur: "Þetta er lítill sigur er Bersi hefir
fengið af slysi mínu þótt við skiljumst."



En þá er Sköfnungur reið ofan kom á törguna og brotnaði skarð
í Sköfnung en eldur hraut úr törgunni Þórveigarnaut.



Bersi heimti hólmlausn. Kormákur kvað honum goldið mundu
verða fé og skildust við þá kosti.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.