Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 9

Kormáks saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 9)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Kona hét Þórdís og illa lynd. Hún bjó að Spákonufelli á
Skagaströnd. Hún vissi fyrir um ferðir Kormáks.Hún kom þann dag í Múla og svarar þessu máli fyrir Kormák og
segir svo: "Bjóðið honum ekki falskonu því að þessi kona er
fífl og engum duganda manni við sæmanda og hans móður mun
eigi að getast hans forlögum svo illum."Þórður segir: "Dragstu í brott hin vonda fordæða," lét það
sannast mundu að Helga mun skörungur reynast.Kormákur segir: "Því mun mælt að satt mun vera. Mun eg ekki á
þetta líta."Þorgils segir: "Gæfufátt mun oss verða, hlýða orðum fjanda
þessa en þiggja eigi þetta boð."Þá mælti Kormákur: "Eg býð þér Bersi hólmgöngu á hálfs
mánaðar fresti í Leiðhólmi í Miðdölum."Þar er nú kallaður Orustuhólmur.Bersi kveðst koma munu, kallar Kormák það kjósa er minni sæmd
fylgdi.Eftir þetta fer Kormákur að leita Steingerðar um bæinn og
finnur hana, telur hana hafa brugðist sér er hún vildi öðrum
manni giftast.Steingerður segir: "Þú ollir fyrr afbrigðum Kormákur en þetta
var þó ekki að mínu ráði gert."Þá kvað Kormákur vísu:Þú telr, ljós, of logna,

lín-Gefn, við þig stefnu

en eg gerði mjög móðan

minn fák of sök þína.

Heldr eg hálfu vildi

hring-Eir, að mar spryngi,

sparði eg jó þann er áttum

alllítt, en þig gefna.


Eftir þetta fara þeir Kormákur heimleiðis. Segir Kormákur
móður sinni hversu farið hefir.Dalla segir: "Lítt verður oss gæfu auðið um þín forlög því að
þar hefir þú neitt hinum besta kosti en mjög óvænt að berjast
við Bersa. Hann er garpur mikill og hefir góð vopn."Bersi átti það sverð er Hvítingur hét, biturt sverð, og
fylgdi lyfsteinn og hafði hann það sverð borið í mörgum
mannhættum.Dalla mælti: "Hvert muntu vopn hafa í móti Hvítingi?"Kormákur kveðst munu hafa exi mikla og biturlega. Dalla telur
ráðlegt að finna Miðfjarðar-Skeggja og biðja Sköfnungs.Eftir þetta fer Kormákur til Reykja og segir Skeggja
málavöxt, biður hann ljá sér Sköfnung.Skeggi kveðst þess ófús, kvað þá óskaplíka: "Sköfnungur er
tómlátur en þú ert óðlátur og óðlundaður."Kormákur reið í brott og líkaði illa, kemur heim á Mel og
segir móður sinni að Skeggi vill eigi ljá sverðið. Skeggi
veitti Döllu umsjá í sínum tillögum og var vingott með þeim.Dalla mælti: "Ljá mun hann sverðið þó er hann láti eigi
fljótt til."Kormákur kvað eigi að högum til skipta "ef hann sparar eigi
við þig sverðið en hann sparar við oss."Dalla kvað hann forsmann vera.Nokkurum dögum síðar bað Dalla Kormák fara til Reykja: "Mun
nú Skeggi ljá sverðið."Kormákur hittir Skeggja og biður Sköfnungs."Vandhæfi mun þér á þykja meðferðinni," segir Skeggi. "Pungur
fylgir og skaltu hann kyrran láta. Eigi skal sól skína á hið
efra hjaltið. Eigi skaltu og bera það nema þú búist til vígs.
En ef þú kemur á vettfang sit einn saman og bregð þar, rétt
fram brandinn og blás á. Þá mun skríða yrmlingur undan
hjaltinu. Halla sverðinu og ger honum hægt að skríða undir
hjaltið."Kormákur mælti: "Mart hafið þér við töframennirnir."Skeggi mælti: "Þetta mun þó fyrir fullt koma."Eftir þetta ríður Kormákur heim og segir móður sinni hversu
farið hefir, telur mikið mega vilja hennar við Skeggja, sýnir
henni sverðið og vill bregða sverðinu. Það gengur eigi úr
slíðrunum.Dalla mælti: "Of óráðþægur ertu frændi."Kormákur setur þá fæturna við hjöltin og slítur af punginn.
Sköfnungur grenjar þá við og gengur eigi úr slíðrunum.Líður nú fram að stefnunni. Ríður Kormákur heiman með fimmtán
menn. Slíkt hið sama ríður Bersi til hólms við jafnmarga
menn. Kormákur kemur fyrri. Segir Kormákur Þorgilsi að hann
vill einn saman sitja. Kormákur sest niður og tekur af sér
sverðið, hirti eigi þó að sól skini á hjalt honum en hann
hafði gyrt sig utan um klæði og vill bregða og fekk eigi fyrr
en hann sté á hjaltið og kom yrmlingurinn og var ekki með
farið sem skyldi og var brugðið heillinu sverðsins en það
gekk grenjanda úr slíðrum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.