Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 7

Kormáks saga 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 7)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
678

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Bersi hét maður er bjó í Saurbæ, auðigur maður og góður
drengur, mikill fyrir sér, vígamaður og hólmgöngumaður. Hann
hafði átt Finnu hina fögru og var þá önduð. Ásmundur hét son
þeirra. Hann var ungur að aldri og bráðger. En Helga hét
systir Bersa. Hún var ógefin, vel að sér og skörungur mikill.
Hún var fyrir búi Bersa eftir andlát Finnu.



Á þeim bæ er í Múla heitir bjó Þórður Arndísarson. Hann átti
Þórdísi, systur Barkar hins digra. Þau áttu tvo sonu. Voru
þeir báðir yngri en Ásmundur Bersason.



Maður hét Vali. Bær hans hét á Valastöðum. Sá bær stendur
skammt frá Hrútafirði.



Þórveig hin fjölkunniga fór að finna Hólm-Bersa og sagði
honum sín vandræði, kvað Kormák banna sér byggð í Miðfirði.
Bersi keypti henni land fyrir norðan Hrútafjörð og bjó hún
þar lengi síðan.



Eitt sinn er Þorkell í Tungu og son hans ræða um brigðmæli
Kormáks þótti þeim það hefnda vert.



Narfi mælti: "Eg sé ráðið það er duga mun. Förum vestur í
sveitir með varning. Komum í Saurbæ til Bersa. Hann er
kvonlaus. Bindum hann í málið. Hann er oss ærið traust."



Þetta ráð taka þeir, fara uns þeir koma í Saurbæ. Tók Bersi
vel við þeim. Um kveldið verður þeim tíðrætt um kvenkosti.



Narfi mælti, segir engan jafngóðan kvenkost sem Steingerði:
"Er það margra manna mál Bersi að hún sæmdi þér."



Bersi mælti: "Spyrst mér til sem þverbrestur muni á vera þó
að kosturinn sé góður."



Narfi mælti: "Ef menn hræðast Kormák þurfa þeir þess eigi því
að vandlega er hann horfinn þessu máli."



Og er Bersi heyrði þetta vekur hann málið við Þorkel og biður
Steingerðar. Þorkell svarar vel og fastnar Bersa systur sína.
Skulu þeir norður átján saman og sækja brullaupið. Þórður
Arndísarson fór með Bersa norður.



Maður hét Vígi, mikill maður og sterkur og fjölkunnigur. Hann
var frændi Bersa. Hann fór með honum. Þótti þeim sér mikið
traust að Víga. Vígi átti bú í Hólmi. Mjög voru menn valdir
til þeirrar ferðar. Og er þeir komu norður til Þorkels var
þegar snúið að boði svo að þar fór engi frétt af um héraðið
um þetta mál. Þetta var mjög gert í móti vilja Steingerðar.
Vígi hinn hamrammi skynjaði hvers manns hagi þess er kom á
bæinn eða á brott færi. Hann sat ystur í stofu og hvíldi við
skáladyr.



Steingerður lét kalla Narfa til sín og er þau finnast þá
mælti Steingerður: "Það vildi eg frændi að þú segðir Kormáki
þessa ráðagerð er hér er stofnuð. Vildi eg að þú kæmir þessu
erindi til hans."



Narfi fer nú leynilega. En þá er hann er skammt á leið kominn
þá kemur Vígi eftir honum, bað hann heim dragast og sitja á
engum svikræðum. Fara nú báðir saman og líður af nóttin. Um
morguninn leitaði Narfi til og komst þá skemmra en um kveldið
því að Vígi sætti honum og rak hann aftur með engri vægð.



Þá er brullaupi var lokið búast þeir á brott. Steingerður
hefir með sér gull og gripi, ríða síðan til Hrútafjarðar og
heldur hóglega.



Narfi fer þegar þau eru í brottu og kom á Mel. Kormákur hlóð
vegg og barði með hnyðju. Narfi reið við skjöld og lét
gildlega og hvaðanæva augun á sem á hrakdýri. Nokkurir menn
voru uppi á vegginum með Kormáki er Narfi kom. Hestur opaði
undir Narfa. Narfi var gyrður sverði.



Kormákur mælti: "Hvað er tíðinda Narfi eða hvað var manna með
yður í nótt?"



Narfi segir: "Smá eru tíðindi en gesti áttum vér ærna."



Kormákur mælti: "Hverjir voru gestir?"



Narfi segir: "Þar var Hólm-Bersi með átjánda mann og sat að
brullaupi sínu."



Kormákur spyr: "Hver var brúðurin?"



"Bersi fékk Steingerðar Þorkelsdóttur," segir Narfi. "Sendi
hún mig hingað þá er þau voru í brottu að segja þér
tíðindin."



Kormákur mælti: "Jafnan muntu illt segja."



Kormákur hleypur að Narfa og lýstur á skjöldinn og er að
honum ber skjöldinn skeinist hann á bringunni og féll af baki
en hesturinn hljóp í brott með skjöldinn. Þorgils bróðir
Kormáks kvað þetta ofgert. Kormákur kvað nær hófi. Narfi
réttir við úr rotinu og talast þeir við.



Þorgils spyr: "Hver var manna skipun að boðinu?"



Narfi segir þá.



"Hvort vissi Steingerður þetta fyrir?"



Narfi segir: "Eigi fyrr en hinn sama aftan þá er til boðs var
komið."



Narfi segir frá skiptum þeirra Víga og kveður Kormáki munu
þykja auðveldara að blístra í spor Steingerðar og gera farar
sínar hraklegar en berjast við Bersa.



Þá kvað Kormákur vísu:



Kostaðu hins að hesti

haldir fast og skjaldi.

Koma mun ór við eyra

yðr bráðlega hnyðja.

Segðu aldregi síðan

þóttú sjö um dag fregnir,

kemba skaltu of kúlu,

kumlabrjótr frá sumbli.


Þorgils spyr um máldaga með þeim Bersa og Steingerði. Narfi
segir að nú eru frændur Steingerðar lausir úr öllum vanda um
þetta ráð hversu sem gefst en þeir feðgar skyldu ábyrgjast um
boðið.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.