Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 3

Kormáks saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 3)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorkell hét maður er bjó í Tungu. Hann var kvongaður og áttu
þau dóttur er Steingerður hét. Hún var í Gnúpsdal að fóstri.Það var eitt haust að hvalur kom út á Vatnsnes og áttu þeir
bræður Döllusynir. Þorgils bauð Kormáki hvort hann vildi
heldur fara á fjall eða til hvals. Hann kaus að fara á fjall
með húskörlum.Maður hét Tósti. Hann var verkstjóri og skyldi skipa til um
sauðaferðir og fóru þeir Kormákur báðir saman þar til er þeir
komu í Gnúpsdal og voru þar um nóttina. Þar var mikill skáli
og eldar gervir fyrir mönnum.Um kveldið gekk Steingerður frá dyngju sinni og ambátt með
henni. Þær heyrðu inn í skálann til ókunnra manna.Ambáttin mælti: "Steingerður mín, sjáum við gestina."Hún kvað þess enga þörf og gekk þó að hurðunni og sté upp á
þreskjöldinn og sá fyrir ofan hlaðann. Rúm var milli hleðans
og þreskjaldarins. Þar komu fram fætur hennar.Kormákur sá það og kvað vísu:Nú varð mér í mínu,

menreið, jötuns leiði,

réttumk ristin, snótar

rammaást fyr skömmu.

Þeir munu fætr að fári

fald-Gerðar mér verða,

alls ekki veit eg ella,

oftar en nú, svarra.


Nú finnur Steingerður að hún er sén, snýr nú í skotið og sér
undir skegg Hagbarði. Nú ber ljós í andlit henni.Þá mælti Tósti: "Kormákur, sérð þú augun utar hjá
Hagbarðshöfðinu?"Kormákur kvað vísu:Brunnu beggja kinna

björt ljós á mig drósar,

oss hlægir það eigi,

eldhúss of við felldan

en til ökkla svanna

ítrvaxins gat eg líta,

þrá munat oss um ævi

eldast, hjá þreskeldi.


Og enn kvað hann:Brámáni skein brúna

brims und ljósum himni

Hristar hörvi glæstrar

haukfránn á mig lauka.

En sá geisli sýslir

síðan gullhrings Fríðar

hvarma tungls og hringa

Hlínar óþurft mína.


Tósti mælti: "Starsýn gerist hún á þig."Kormákur kvað:Hófat lind, né eg leyndi,

líðs, hyrjar því stríði,

bands man eg beiði-Rindi,

baugsæm af mér augu

þá er húnknarrar hjarra

happþægi Bil krapta

helsisæm á hálsi

Hagbarðs á mig starði.


Nú ganga þær í skálann og setjast niður.Kormákur heyrir hvað þær tala til yfirlita hans. Ambáttin
kvað Kormák vera svartan og ljótan.Steingerður kvað hann vænan og að öllu sem best: "Það eitt er
lýtið á, hárið er sveipt í enninu."Kormákur kvað vísu:Eitt lýti kvaðst Áta

eldbekks á mér þykkja

Eir of aftanskærur

allhvít og þó lítlð.

Haukmærar kvað hári

Hlín velborin mínu,

það skyldi eg kyn kvenna

kenna, sveipt í enni.


Ambáttin mælti: "Svört eru augun systir og samir það eigi
vel."Þetta heyrir Kormákur og kvað vísu:Svört augu ber eg Sága,

snyrtigrund, til fundar,

þyki eg erma Ilmi

allfölr, og lá sölva.

Þó hefi eg mér hjá meyjum,

mengrund, komið stundum,

hrings við Hörn að manga

hagr sem drengr hinn fagri.


Þar voru þeir um nóttina. Um morguninn er Kormákur reis upp
gekk hann til vatnkakka og þó sér. Síðan gekk hann til stofu
og sá þar engan mann og heyrði mannamál í innri stofu og snýr
hann þangað. Þar var Steingerður og konur hjá henni.Ambáttin mælti til Steingerðar: "Hér fer nú hinn væni maður
Steingerður."Hún segir: "Víst er hann vasklegur maður."Steingerður kembdi sér.Kormákur mælti: "Viltu ljá mér kambinn?"Steingerður rétti til hans. Hún var hærð kvenna best.Ambáttin mælti: "Þó mundir þú miklu kaupa að kona þín hefði
slíkt hár sem Steingerður eða slík augu."Kormákur kvað vísu:Öl-Ságu met eg auga

annað, beðjar Nönnu

það er í ljósu líki

liggr, hundraða þriggja.

Þann met eg hadd er, hodda,

hörbeiði-Sif greiðir,

dýr verðr fægi-Freyja,

fimm hundraða, snimma.


Ambáttin mælti: "Jafnaðarþokki er með ykkur en þó muntu dýrt
meta hana alla."Kormákur kvað vísu:Alls met eg auðar þellu

Íslands, þá er mér grandar,

húnalands og handan

hugstarkr sem Danmarkar.

Verð er Engla jarðar

Eir há-Dyrnis geira,

sól-Gunni met eg svinna

sunds, og Íra grundar.


Tósti kom þar og bað Kormák gá nokkurs.Kormákur kvað vísu:Léttfæran skaltu láta,

ljóstu vendi mar, Tósti,

móðr um miklar heiðar

minn hest und þér rinna.

Makara er mér að mæla

en mórauða sauði

um afréttu elta

orð mart við Steingerði.


Tósti kvað honum það mundu þykja skemmtilegra. Fer hann en
Kormákur situr að tafli og skemmtir sér. Steingerður kvað
honum betur orð liggja en frá var sagt. Sat hann þar um
daginn.Þá kvað hann vísu:Saurfirrðum kom svarðar

sefþeys að mér Freyja,

grepps reiðu man eg góða,

geirteins skarar beina.

Þó vorum vér þeiri

þöll hyltinga vallar,

minnumst Eir að unna

unnfúrs, meðalkunnir.


Tósti kemur af fjalli og fara þeir heim.Eftir þetta venur Kormákur göngur sínar í Gnúpsdal að hitta
Steingerði og bað móður sína gera sér góð klæði að Steingerði
mætti sem best á hann lítast. Dalla kvað mannamun mikinn og
þó eigi víst að til yndis yrði ef þetta vissi Þorkell í
Tungu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.