Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Kjaln ch. 15

Kjalnesinga saga 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Kjaln ch. 15)

UnattributedKjalnesinga saga
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Gekk Búi leið sína og létti eigi fyrr en hann kom til
Rauðs. Tók hann vel við honum og spurði að ferðum hans en Búi
sagði af hið sanna.Rauður mælti: "Mikla gæfu hefir þú borið til um þína för. En
svo muntu eiga við að búast að eigi mun Haraldur konungur
þessu einu við þig hlíta því að nú mun hann etja á þig því
trölli er eg veit mest í Noregi. En það er blámaður sá er
mörgum manni hefir að bana orðið. Nú vil eg gefa þér
fangastakk þann er þú skalt þá hafa. Vænti eg þá að þú munir
eigi allmjög kenna hvar sem hann leggur að þér krummur sínar
því að hann brýtur bein í flestum ef hann deyðir eigi."Búi þakkaði Rauð sinn velgerning. Dvaldist hann þar nokkurar
nætur, fór síðan ofan í Þrándheim. Spurði hann þá til konungs
að hann var að Steinkerum. Sem Búi kom þar gekk hann á
konungs fund og kvaddi hann.Konungur leit við honum og mælti: "Ertu þar Búi? Hversu tók
Dofri þér?""Já herra," sagði Búi, "yðar naut eg að því að vel fór Dofra
til mín."Konungur mælti: "Varstu með Dofra í vetur eða fékkstu
taflið?""Já herra," sagði Búi, "fékk eg tafl."Konungur mælti: "Kom til mín á morgun með það.Búi kvað svo vera skyldu.Um daginn eftir kom Búi fyrir konung er hann sat yfir
drykkjuborðum og færði honum taflið.Og er konungur sá það mælti hann: "Þú ert mikill maður fyrir
þér Búi," sagði konungur, "hefir þú sannar jartegnir að þú
hefir Dofra fundið. Þetta tafl hefir hann aldrei viljað fyrir
mér laust láta. En svo gildur sem þú ert þá verðum vér að sjá
nokkuð af þínu afli og skaltu fást við blámann vorn."Búi segir: "Það hugði eg ef eg fengi taflið að þér munduð mig
láta fara í friði."Konungur mælti: "Þetta er lítils vert að taka eitt fang."Búi segir: "Dýrt er drottins orð. Vil eg það nú skilja til
við yður herra ef svo ólíklegt er að eg beri af honum að þér
gefið mér upp reiði yðra og gott orlof til Íslands."Konungur játaði því. Eftir það lagði konungur til hálfs
mánaðar stefnu að þetta fang tækist því að hann vildi að sem
flestir sæju. En er sú stund var liðin þá lét konungur blása
til öllu fólki út á víðan völl. Sem konungur og mikið
fjölmenni var þar komið þá bjóst Búi til fangs. Hann fór í
skyrtu sína þá er Esja hafði gefið honum og fyrr gátum vér.
Síðan steypti hann yfir sig fangastakki þeim er Rauður gaf
honum, fór þá til leikmótsins. Konungur lét þá leiða fram
blámanninn og héldu á honum fjórir menn. Hann grenjaði fast
og lét tröllslega.Þar var svo háttað að þar var sléttur völlur en þar um utan
hæðir miklar. Sat þar á fólkið umhverfis. Á vellinum stóð ein
hella mikil og uppþunn niður í völlinn. Það kölluðu þeir
fanghellu.Búi gekk þá fram fyrir konung og mælti: "Hvar er sá maður
herra er þér ætlið mér fang við?"Konungur mælti: "Sjá hvar þeir halda honum fram á völlinn."Búi mælti: "Ekki sýnist mér það maður. Trölli sýnist mér það
líkara."Konungur mælti: "Vér skulum freista þín skamma stund ef vér
sjáum að þú hefir ekki við."Búi mælti: "Þér munuð ráða vilja."Eftir það gekk Búi fram á völlinn og er fólkið sá hann þá
mæltu margir að það væri illa er trölli skyldi etja upp á
jafndrengilegan mann. Þeir létu þá lausan blámanninn. Hljóp
hann þá grenjandi að Búa. Og er þeir mættust tókust þeir afar
fast og sviptust. Skildi Búi það skjótt að hann var mjög
aflvani fyrir þessu kykvendi. Forðaði hann sér þá við föllum
en stóð þó fast og fór undan víða um völlinn. Skildi Búi það
að hann tók svo að bein hans mundu brotna ef eigi hlífðu
honum klæðin. Það skildi Búi að blámaðurinn vildi færa hann
að hellunni. En er þeir höfðu að gengist um stund þá mæddist
blámaðurinn ákaflega og tók að láta í honum sem þá að lætur í
göltum þá er þeir gangast að og á þann hátt felldi hann
froðu. Og er Búi fann það lét hann hörfast undan að hellunni.
Blámaðurinn herti þá að af nýju og voru ógurleg hans læti að
heyra því að hann var drjúgum sprunginn af sókn. En er Búi
kom að hellunni svo að hann kenndi hennar með hælunum þá
herti blámaðurinn að slíkt er hann mátti. Búi brá þá við er
minnst var von og hljóp hann þá öfugur yfir helluna en
blámanninum urðu lausar hendurnar og skruppu af
fangastakkinum. Búi kippti þá að sér blámanninum slíkt er
hann mátt. Hrataði hann þá að hellunni svo að bringspalir
hans tóku þar sem hvössust var. Þá hljóp Búi ofan á hann með
öllu afli. Gengu þá í sundur bringspelirnir í blámanninum og
því næst var hann dauður. Margir töluðu um að þetta væri
mikið þrekvirki. Búi gekk þá fyrir Harald konung.Konungur mælti: "Mikill maður ertu fyrir þér Búi og mun nú
skilja með okkur og far nú til áttjarða þinna í friði fyrir
oss."Búi þakkaði það konungi. Fór Búi þá til hafs út og fékk sér
fari til Íslands.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.