Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Kjaln ch. 14

Kjalnesinga saga 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Kjaln ch. 14)

UnattributedKjalnesinga saga
131415

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Búi vaknaði um morguninn og var þá ljóst af degi. Fríður
spurði hversu sofist hafði. Hann lét vel yfir.Hún bar þá að honum ágæt klæði og mælti: "Nú skaltu halda þér
upp vel er þú gengur fyrir föður minn og kref hann djarflega
jólavistar."Gengu þau þá fram í hellinn. Síðan gekk hún fyrir þar til er
fyrir urðu hurðir og því næst komu þau í mikið herbergi. Það
var allt altjaldað og hálmur á gólfi. Maður sat í öndugi á
hinum æðra bekk, mikill og fríður. Hann hafði skegg mikið og
hvítt af hæru. Þessi maður var vel búinn og allur sýndist Búa
hann öldurmannlegur. Hvortveggi bekkur var skipaður af fólki
og voru þeir margir heldur stórleitir. Konur sátu um þvert
herbergið og var sú best farandi er í miðju sat. Borð stóðu
um allt herbergið og vist fram sett og sú ein er mönnum sómdi
þann tíma að neyta. Þar gengu og ungir menn og skenktu.
Fríður gekk fyrir hásætismanninn og heilsaði á föður sinn.
Þessi hinn skeggjaði maður svaraði vel dóttur sinni.Þóttist Búi nú vita að það mundi vera Dofri. Gekk hann þá
fyrir hann og mælti svo: "Sit heill Dofri konungur með hirð
glaða."Dofri tók vel orðum hans og mælti til dóttur sinnar: "Er
þetta það skeggbarn er þú sagðir mér frá í gær?""Svo er faðir," sagði Fríður.Dofri mælti: "Fáir koma slíkir úr Mannheimum nema Haraldur
konungur fóstri minn. Hann er langt fyrir alla. Eða hvert er
þitt erindi til vor?"Búi mælti: "Því er eg hér kominn að biðja yður jólavistar. Er
eg útlenskur maður en heyrt margt sagt af frægð yðvarri. Nú
þótti mér ófróðlegt að sjá eigi svo tígulegan höfðingja."Dofri segir: "Vel mælist þér. Vil eg að þú sért með oss.
Skaltu drekka inni með oss um daga. Viljum vér þá eiga tal
við þig. Skaltu skipa öndugi hið óæðra. En á kveldum skuluð
þið Fríður dóttir mín skemmta ykkur í stofu hennar því að þér
mun þá þykja húskarlar mínir heldur leikmiklir."Búi þakkaði með fögrum orðum höfðinglegt boð og fagra
tilskipan. Gekk hann þá um þvert gólf og Fríður með honum.
Hún bað þá upp standa þrjá er þar sátu áður. Og svo var.
Síðan lét hún taka undir þau fögur hægindi og settust þau þar
á, sátu þar um daginn. Dofri spurði Búa margra hluta en hann
leysti úr öllum vel. En er aftna tók gengu þau fyrir Dofra og
heilsuðu á hann. Hann bað þau vel fara. Gengu þau þá til
herbergis hennar og voru þar um nóttina. Með þeim hætti liðu
jól úr garði.Affaradag jóla gekk Búi fyrir Dofra og mælti: "Þér hafið
veitt mér höfðinglega sem von var að. Nú þó að mér þyki hér
gott þá skal eg þó eigi ásætni við yður hafa."Dofri mælti: "Þú Búi skalt vera hér velkominn í allan vetur
ef þér þykir það betra."Búi þakkar honum nú af nýju sinn velgerning. Héldu þau Fríður
nú sínum háttum sem fyrr var sagt.Leið nú á veturinn og er fár nætur voru til sumars mælti Búi
til Fríðar: "Hverja ætlan hefir þú á að verða skuli mitt
erindi? Eg vil biðja þig að þú leggir til nokkur orð við
föður þinn."Fríður segir: "Kemur þér ekki það í hug að þú munir svo hafa
verið hér í vetur að þú eigir öngva von síðan að koma í
Mannheima? Er þér það að gera í kunnleika að eg geng með
barni þínu."Búi kveðst því ekki vilja í móti mæla "en þó vænti eg að þér
muni nokkurninn vel fara til mín."Fríður mælti: "Illt mun mér nú þykja að þú sért drepinn þótt
þú værir þess verður. Mun eg nú heldur ganga til föður míns í
dag og vita hvar komi þínu máli."Um daginn er fólk var komið í sæti gekk Fríður til föður síns
og settist í kné honum og lagði hendur um háls honum og
mælti: "Hvernig ætlar þú faðir að skiljast við Búa veturgest
þinn? Væri það nú höfðinglegt að gera vel til hans. Munu að
gjarnara ágætir menn yður heimsækja."Dofri segir: "Hvernig vel vildir þú dóttir að eg lúki við
hann?"Fríður mælti: "Gef honum ágætar gjafir faðir. Þá má það sjá
að hann hefir mikinn höfðingja og ágætan heim sótt."Dofri mælti: "Hvað skal þar til velja?"Fríður mælti: "Gef honum tafl það er Haraldur konungur hefir
oft eftir sent og þar með fingurgull. Má hann þá kaupa sig í
frið við konung með taflinu en fingurgullið skal hann eiga
til menja."Dofri mælti: "Ráða skaltu þessu dóttir að sinni því að eg má
þér eigi synja.""Þá geri þú vel faðir sem von var."Gekk hún þá í braut og til sætis síns.Liðu þessir dagar til sumars og sumars dag hinn fyrsta mælti
Fríður til Búa: "Nú skulum við snæða hér í stofu minni. Síðan
taktu klæði þín og vopn og lát það til reiðu. Þú skalt hér
skamma dvöl eiga frá því þið faðir minn skiljið."Eftir það gengu þau á fund Dofra. Var hann þá kominn undir
borð. Dofri heilsaði þeim og bað þau sitja og drekka. Þau
gerðu svo.Þá mælti Dofri: "Þú Búi hefir hér vel verið í vetur að vorri
vitund og til marks viljum vér að það sjáist með sönnum
jartegnum að þú hefir oss heim sótt. Tafl er hér er eg vil
gefa þér. Þenna greip veit eg svo að Haraldi konungi fóstra
mínum leikur mestur hugur á. Gullhring þenna skaltu þiggja að
mér."Búi þakkaði honum með mörgum fögrum orðum sinn velgerning og
þá miklu sæmd er hann gerði til hans og bað hann sitja allra
konunga heilastan. Eftir það tóku þau orlof til handa Búa og
sneru þá í brott. Sem þau komu til hellisdyra þau laukst upp
hellirinn.Gekk Fríður þá út og mælti til Búa: "Nú er svo komið Búi sem
eg sagði þér að eg geng með barni þínu. Skal eg nú segja þér
hver skipan á því skal vera. Ef það er meybarn þá skal það
hér vera með mér en ef það er sveinn þá mun eg þér senda hann
er hann er tólf vetra gamall. Skaltu þá vel við honum taka en
ef þú gerir ei svo þá muntu á þínum hlut kenna. Hvergi mun eg
leiða þig. Far þú vel," segir Fríður.Eftir það skilja þau.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.