Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Kjaln ch. 11

Kjalnesinga saga 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Kjaln ch. 11)

UnattributedKjalnesinga saga
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


En er sumra tók ræddust þau Búi við og Esja."Vil eg nú," sagði hún, "að þú liggir eigi hér lengur heldur
skaltu fara norður til Hrútafjarðar. Þar hefir skip uppi
staðið í vetur á Borðeyri. Þar skaltu utan fara og freista
hvað þar liggi fyrir þér. Eg gerist nú gömul og mun eg eiga
fá vetur ólifað."Þessu næst bjó hún ferð hans og fékk honum mann til fylgdar
og þrjá hesta. Ólöf skyldi fara heim í Kollafjörð og bíða
hans um þrjá vetur. Búi fór með fjalli inn, þegar hann var
búinn, sem leið liggur. Esja fóstra hans fór á leið með honum
og þótti mikið fyrir að skilja við hann.Síðan reið Búi leið sína og er hann kom inn fyrir Blikdalsá
fann hann þar smalamann úr Saurbæ. Hann spurði hverjir þessir
menn væru. Búi sagði honum allt hið sanna. Og þegar þeir voru
skildir og leiti bar á millum þeirra tók sauðamaður á rás
heim og sagði þeim bræðrum allt um ferðir Búa. Þeir þökkuðu
honum sitt starf. Létu þeir þegar taka hesta og kölluðu með
sér heimamenn sína. Vopnuðust þeir skjótt og urðu saman tólf
menn. Riðu þeir mikið.Búi sá eigi eftirreiðina fyrr en hann kom ofan hjá Skeiðhlíð.
Hann reið þá þar til er hóll sá varð fyrir honum er síðan
heitir Orustuhóll. Þar nam Búi staðar og bað förunaut sinn
geyma hesta þeirra og gagna. Búi gekk upp á hólinn og bar upp
grjót að sér. Hann hafði öll góð vopn og skyrtu þá er fóstra
hans hafði gefið honum. Þá bræður bar brátt að. Hlupu þeir
þegar af hestum sínum og veittu Búa atsókn harða. Búi varðist
drengilega. Lét hann ganga grjót í fyrstu. Var það jafnsnemma
að fallnir voru fjórir menn af þeim bræðrum enda hafði Búi þá
lokið grjótinu. Hann tók þá skjöld sinn og sverð. Þeir bræður
sóttu að með miklu kappi því að þeir voru báðir hugprúðir.
Féllu þá enn tveir förunautar þeirra. Voru þeir bræður þá
sárir og allir þeirra menn. Búi var þá enn ósár en ákaflega
vígmóður. Í því bili kom til Eilífur bóndi úr Eilífsdal við
hinn sétta mann og gekk á millum þeirra. Og með því að þeir
bræður voru sárir, Helgi og Vakur, þá gáfu þeir upp. Eilífur
bað Búa fara leið sína og svo gerði hann. Eilífur lét jarða
dauða menn en lét binda sár hinna. Eftir það fóru þeir bræður
heim í Saurbæ og undu illa sinni ferð.Búi létti eigi fyrr sinni ferð en hann kom norður í
Hrútafjörð. Tók hann sér þar fari og er þeir voru búnir
sigldu þeir á haf.Þeir bræður Helgi og Vakur tóku sér fari um sumarið í
Kollafirði og fóru utan báðir. Þeir tóku Noreg og fóru til
hirðar Haralds konungs hins hárfagra. Voru þeir með konungi
um veturinn og þokkuðust hverjum manni vel. Þeir sögðu
konungi frá skiptum þeirra Búa. Lét konungur illa yfir því er
Búi hafði brennt hofið og kallaði það níðingsverk.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.