Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Kjaln ch. 9

Kjalnesinga saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Kjaln ch. 9)

UnattributedKjalnesinga saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Um morguninn fóru þeir frændur snemma og komu í Kollafjörð.
Bjuggust menn þá til leiks. Búi sat á palli hjá Ólöfu.Kolfinnur sneri til stofu og gekk að pallinum þar sem Búi sat
og mælti: "Tveir eru þér kostir gerðir," sagði Kolfinnur, "sá
annar að þú léttir komum hingað með öllu, hinn annar að þú
gakk á hólm við mig á morgun í hólmi þeim er liggur suður í
Leiruvogsá."Búi segir: "Því heldur skal kjósa sem kostir eru ójafnari. Eg
hefi verið sjálfráði ferða minna hér til og svo ætla eg enn
en hólmgöngu skal veita þér þegar þú vilt."Eftir það tóku þeir höndum saman og bundu þetta sín á milli.Þeir Kolfinnur og Grímur höfðu sig þegar á braut. Fóru þeir
um kveldið á Korpúlfsstaði og sögðu Korpúlfi hvar komið var.Hann segir: "Nú stefnir þú frændi ekki vænt. Hefir þeim orðið
þungt að skipta við Esju er meira áttu undir sér. En það mun
nú fram verða að ganga sem ætlað er."Þar voru þeir um nóttina.En er þeir bjuggust mælti Korpúlfur: "Lítið lið má eg veita
þér Kolfinnur," sagði hann, "en sverð er hér er eg vil gefa
þér. Þetta bar eg öndverða daga mína. En ekki mun þér það
fyrir mikið koma í þetta sinn."Eftir það fóru þeir frændur leið sína.
Búi var eftir hjá leik er þeir Kolfinnur skildu. Gekk hann
ekki heim fyrr en að vanda. Var Esja þar fyrir og heilsaði
fóstra sínum og spurði hvort honum væri á hólm skorað. Hann
kvað svo vera.Esja mælti: "Þar er harðfengur maður er Kolfinnur er og
fjörmikill. En hér verð eg nú að sofa í nótt hjá þér."Hún gerði honum þá laug og strauk hvert bein á honum. Síðan
klæddi hún hann um morguninn sem henni líkaði og bað hann vel
fara.Búi fór nú til þess er hann kom í hólminn. Var þar Kolfinnur
fyrir og fjöldi manns því að forvitni mikil var mönnum að sjá
atgang þessa ungu manna því að báðir voru þeir sterklegir.Það var þá siður að kasta feldi undir fætur sér. Það voru lög
þeirra að sá þeirra er af feldi hopaði skyldi leysa sig þrem
mörkum silfurs. Sá þeirra var óvígur er fyrri lét sitt blóð á
jörð.Eftir það voru sögð upp hólmgöngulög milli þeirra. Búi átti
fyrr að höggva því að honum var á hólm skorað. Hvortveggi
hafði góðan skjöld og öll önnur vopn. Búi hjó þá til
Kolfinns. Kolfinnur brá þá við skildinum og tók af öðrumegin
mundriða. Eftir það hjó Kolfinnur þvílíkt högg til Búa. Búi
hjá þá til Kolfinns og gerði ónýtan fyrir honum skjöldinn og
særði hann miklu sári á höndina. Var Kolfinnur þegar óvígur.
Menn hlupu þá í millum þeirra og voru þeir skildir. Eftir það
fór hvor leið sína.Fór Kolfinnur á Korpúlfsstaði og batt Korpúlfur sár hans og
kvað eigi minna að von um skipti þeirra Búa. Dvaldist
Kolfinnur nú þar um stund.Búi sneri frá hólmstefnu heim til Kollafjarðar og var Ólöf
við laug og heilsaði Búa.Hann tók kveðju hennar og mælti: "Svo hefir nú borið til um
fund okkarn Ólöf að eg mun eigi einn saman fara til hellis
míns. Þykir mér og leiðint að ganga hingað hvern dag til tals
við þig. Muntu nú fara með mér að sinni."Ólöf segir: "Það mun föður mínum illa hugna."Búi segir: "Hann mun nú ekki að spurður."Tók hann þá Ólöfu upp á handlegg sér og gekk leið sína. Fóru
þau þar til er þau komu í helli Búa.Var Esja þar fyrir og heilsaði þeim: "Þykir mér þú Búi nú
haft hafa vel að máli, varið hana Ólöfu fyrir vanmennum enda
flutt hana nú úr klandri þeirra. Skaltu Ólöf mín vera hér
velkomin."Ólöf kvað nú Búa mundu ráða sínum vistum að sinni.Kolfinnur spurði brotttöku Ólafar.Hann mælti þá við Korpúlf frænda sinn: "Til fjarri var eg nú.
Eigi skyldi Ólöf svo farið hafa enda skal eg þegar leita á
fund Búa er sár mitt er gróið."Korpúlfur segir: "Illa gerir þú það," sagði hann, "er þú
leggur eftir Ólöfu hug þinn. Skaltu og eigi að mínu ráði
leita á fund Búa nema þú hafir menn marga."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.