Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Kjaln ch. 3

Kjalnesinga saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Kjaln ch. 3)

UnattributedKjalnesinga saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þá er þau Andríður höfðu búið nokkura vetur í Brautarholti
gátu þau son saman. Sá var vatni ausinn og kallaður Búi. Hann
var brátt mikið afbragð annarra manna ungra, meiri og
sterkari en aðrir menn og fríðari að sjá.Esja bjó að Esjubergi sem fyrr var sagt. Hún bauð til fósturs
Búa syni Andríðs og fæddist hann upp að Esjubergi. Búi var
kallaður einrænn í uppfæðslu. Hann vildi aldrei blóta og
kveðst það þykja lítilmannlegt að hokra þar að. Hann vildi og
aldrei með vopn fara heldur fór hann með slöngu eina og
knýtti henni um sig jafnan.Kona er nefnd Þorgerður. Hún bjó á þeim bæ er heitir að Vatni
er síðar er kallað Elliðavatn. Með henni fæddist upp son
hennar er Kolfinnur hét. Hann var snemma mikill og
ósýnilegur, svartur á hár. Hann lagðist á eldgróf og beit
börk af viði steiktan og gætti katla móður sinna. Þorgerði
þótti á þessu mein mikið. Þó vildi Kolfinnur ráða.Þorgrímur goði gaf mikinn gaum að þeim mönnum sem ekki vildu
blóta. Sættu þeir af honum hinum mestum afarkostum. Létu þeir
Þorsteinn son hans þá fara mikil orð til Búa er hann vildi
eigi blóta og kölluðu hann Búa hund.Það vor er Búi var tólf vetra en Þorsteinn son Þorgríms var
átján vetra stefndi Þorsteinn Búa um rangan átrúnað til
Kjalarnessþings og lét varða skóggang. Þessa sök sótti
Þorsteinn og varð Búi sekur skógarmaður. Eigi lét Búi sem
hann vissi og öllum ferðum sínum háttaði hann sem áður. Hann
fór jafnan í Brautarholt að finna föður sinn og móður og svo
gerði hann enn. Af þessu öllu saman urðu fáleikar miklir
millum húsa.Um vorið er á leið er þess getið að Búi fór til Brautarholts.
Hann fór jafnan einn saman. Ekki hafði hann vopnaburð meira
en fyrr. Hann hafði knýtt um sig slöngu sinni. Þorsteinn sá
för Búa og kenndi manninn.Hann gekk þá til föður síns og mælti: "Hversu lengi skal svo
fram fara faðir að sjá hundur er eg sótti til skógar í sumar
skal hér ganga um tún svo frjálslega sem hann eigi oss öngu
að svara? Sýnist mér ef slíkt þolist af þínum nábúum sem
öðrum muni eigi mikið þykja fyrir að brjóta þitt boð eða
hirða eigi hvað vér mælum."Þorgrími kveðst mikið þykja til slíks haft "eða hvað viltu nú
að hafast?"Þorsteinn segir: "Ljós er eg í því. Eg vil að þú fáir mér
menn. Vil eg taka Búa af lífi er hann fer heim. Mér þykir
eigi það í að virða að faðir hans bjóði nokkura sæmd fyrir
hann."Þetta staðfestist með þeim feðgum. Halda þeir nú til njósnum
nær Búi gengur heim hjá.Búi dvaldist nokkurar nætur í Brautarholti og er hann bjóst
heim kom Þuríður móðir hans að honum og mælti: "Það vildi eg
son minn að þú færir eigi svo óvarlega. Mér er sagt að
Þorsteinn hafi hörð orð til þín. Vildi eg að þú létir fara
með þér hið fæsta tvo vaska menn og bærir vopn en færir eigi
slyppur sem konur."Búi segir: "Skyldur er eg að gera eftir þínum vilja en þungt
er fóstru minni að annast slíka fleiri sem eg er. En vant er
að sjá þótt fund okkarn Þorsteins beri saman hverjir frá
kunna að segja þótt eg eigi við liðsmun nokkurn. Mun eg fara
að sinni sem eg hefi ætlað."Eftir það fer Búi leið sína austur með sjá og þegar fékk
Þorsteinn njósn af. Þeir tóku þá vopn sín og urðu saman tólf.
Búi var þá kominn á hæð þá er heitir Kléberg er hann sá
eftirförina. Nam hann þá staðar og tók að sér steina nokkura.
Þeir Þorsteinn fóru mikið og er þeir komu yfir læk þann er
þar var þá heyra þeir að þaut í slöngu Búa og fló steinn. Sá
kom fyrir brjóstið á einum manni Þorsteins og fékk sá þegar
bana. Þá sendi Búi steina nokkura og hafði mann fyrir
hverjum. Voru þeir Þorsteinn þá mjög komnir að Búa. Sneri Búi
þá af hæðinni annan veg. Var þá leitið eitt í millum þeirra.
Í því laust yfir myrkri því að hvergi sá af tám sér.Þorsteinn mælti þá: "Nú er við ramman reip að draga er bæði
er að eiga við hund og tröll en aftur munum vér nú fara fyrst
að sinni. En vilja skal eg til hafa að sá verði fundur okkar
Búa að við eigum ekki báðir frá að segja."Eftir það sneru þeir aftur og báru förunauta sína með sér og
undu allilla við sína ferð. Var það og mál manna að þeim
hefði allilla til tekist ferðin.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.