Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Kjaln ch. 2

Kjalnesinga saga 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Kjaln ch. 2)

UnattributedKjalnesinga saga
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Á ofanverðum dögum Konofogors kom skip í Leiruvog. Þar voru
á írskir menn. Maður hét Andríður, ungur og ókvongaður,
mikill og sterkur. Þar var á kona sú er hét Esja, ekkja og
mjög auðig. Sá maður er nefndur Kolli er þar var á skipi með
þeim. Helgi tók við þeim öllum. Kolla setti hann niður í
Kollafjörð en með því að Örlygur var gamall og barnlaus þá
gaf hann upp land og bú og tók Esja við. Settist hún þá að
Esjubergi. Allir þessir menn voru kallaðir skírðir en þó var
það margra manna mál að Esja væri forn í brögðum. Andríður
fór um veturinn til vistar til Hofs. Var þar þá fóstbræðralag
og með sonum Helga.Andríður bað Helga fá sér bústað og kvonfang. Hann hafði auð
fjár. Þá var skógi vaxið allt Kjalarnes svo að þar aðeins var
rjóður er menn ruddu til bæja eða vega. Braut mikil var rudd
eftir holtunum frá Hofi. Þangað riðu þeir Helgi og Andríður
um vorið.Og er þeir komu út á holtið þá mælti Helgi: "Hér við eg
Andríður," sagði hann, "gefa þér jörð og að þú reisir hér bæ.
Mér þykir sem þeir synir mínir vilji að þér sitjið nær."Eftir það reisti Andríður bæ í brautinni og kallaði
Brautarholt því að skógurinn var svo þykkur að honum þótti
allt annað starfameira. Andríður setti þar reisulegt bú
saman.Maður hét Þormóður. Hann bjó í Þormóðsdal. Með honum var
systir hans er Þuríður hét. Hún var fríð sýnum og auðig að
fé. Þessar konu bað Helgi til handa Andríði og þessi konu var
honum heitið. Þetta sumar var og heitið Þorgrími Helgasyni
Arndísi dóttur Þórðar Skeggjasonar af Skeggjastöðum og voru
brullaupin bæði saman að Hofi og var veitt með hinu mesta
kappi. Var þar og allfjölmennt.Eftir boðið fór Þuríður í Brautarholt og tók við búi fyrir
innan stokk. Var það brátt auðsætt að hún var mikill
skörungur. Þau höfðu mart ganganda fjár og gekk allt nær
sjálfala úti í skóginum um nesið. Þetta haust var honum vant
kvígu þrevetrar myrkrar. Hún hét Mús. Þessi kvíga fannst þrem
vetrum síðar á nesi því er liggur til vesturs undan
Brautarholti og hafði hún þá með sér tvo dilka, annan
veturgamlan en annan sumargamlan. Því kölluðu þeir það
Músarnes.Þann vetur er Andríður bjó fyrstan í Brautarholti andaðist
Helgi bjóla. Það þótti mönnum hinn mesti skaði því að hann
var hinn vinsælasti maður.Um vorið skiptu þeir bræður föðurarfi sínum. Hafði Þorgrímur
föðurleifð þeirra og mannaforráð því að hann var eldri, en
Arngrímur útjarðir. Hann reisti bæ við fjörðinn er hann
kallaði Saurbæ. Hann fékk borgfirskrar konu er Ólöf hét. Þau
gátu tvo sonu saman er hétu Helgi og Vakur. Þeir urðu fræknir
menn en ekki miklir á vöxt.Þorgrímur reisti bú um vorið að Hofi. Var það brátt
stórkostlegt enda stóðu margar stoðir undir, vinir og
frændur. Gerðist hann héraðsríkur. Hafði hann mannaforráð
allt til Nýjahrauns og kallað er Brundælagoðorð. Hann var
kallaður Þorgrímur goði. Hann var blótmaður mikill. Lét hann
reisa hof mikið í túni sínu. Það var hundrað fóta langt en
sextugt á breidd. Þar skyldu allir menn hoftoll til leggja.
Þór var þar mest tignaður. Þar var gert af innar kringlótt
svo sem húfa væri. Það var allt tjaldað og gluggað. Þar stóð
Þór í miðju og önnur goð á tvær hendur. Frammi fyrir þar stóð
stallur með miklum hagleik ger og þiljaður ofan með járni.
Þar á skyldi vera eldur sá er aldrei skyldi slokkna. Það
kölluðu þeir vígðan eld. Á þeim stalli skyldi liggja hringur
mikill af silfri ger. Hann skyldi hofgoði hafa á hendi til
allra mannfunda. Þar að skyldu allir menn eiða sverja um
kennslumál öll. Á þeim stalli skyldi og standa bolli af kopar
mikill. Þar skyldi í láta blóð það allt er af því fé yrði er
Þór var gefið eða mönnum. Þetta kölluðu þeir hlaut eða
hlautbolla. Hlautinu skyldi dreifa yfir menn eða fé en fé það
sem þar var gefið til skyldi hafa til mannfagnaðar þá er
blótveislur eru hafðar. En mönnum er þeir blótuðu skyldi
steypa ofan í fen það er úti var hjá dyrunum. Það kölluðu
þeir Blótkeldu. Þau þvertré voru í skálanum að Hofi er verið
höfðu í hofinu þá er Ólafur Jónsson lét bregða. Lét hann þá
öll kljúfa í sundur og voru þá enn alldigur.Þorgrímur lét setja vorþing á Kjalarnesi suður við sjóinn.
Enn sér stað búðanna. Þar skyldi smámál sækja og þau ein til
alþingis leggja er þar yrðu eigi sótt eða stærst væru.Þau Þorgrímur og Arndís gátu son saman. Sá hét Þorsteinn.
Hann var snemmendis uppivöðslumaður mikill og þótti allt lágt
hjá sér.Kolli bjó í Kollafirði sem fyrr var sagt. Hann fékk þeirrar
konu er Þorgerður hét, dóttur Eilífs úr Eilífsdal. Þau gátu
dóttur saman er Ólöf hét. Það var að ágætum gert hversu fögur
hún var og því var hún kölluð Ólöf hin væna.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.