Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HrHalt ch. 5

Hrómundar þáttr halta 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HrHalt ch. 5)

Anonymous íslendingaþættirHrómundar þáttr halta
45

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það bar að einn morgun að hrafn settist á ljóra og skrækti
hátt.



Hrómundur var í rekkju sinni og vakti og kvað vísu:



Út heyri eg svan sveita

sáraþorns, er morgnar,

bráð vekr borginmóða,

blájallaðan gjalla.

Svo gól fyrr þá er feigir

fólknárungar váru

Gunnar haukr, er gaukar

Gauts bragða spá sögðu.


Og enn kvað hann:



Hlakkar hagli stokkinn,

hræs er kemr að sævi,

móðr krefr morgunbráðar,

már valkastar báru.

Svo gól endr, þá er unda,

eiðs af fornum meiði

hræva gaukr, er haukar

hildinga mjöð vildu.


Og nokkuru síðar risu upp húskarlar bónda og gáðu eigi að
láta aftur virkisdyrnar eftir sér. Og þann sama morgun komu
Austmenn og voru saman tólf. Þeir komu litlu síðar en
húskarlar voru farnir frá virkinu.



Þá mælti Helgi: "Nú verður vel. Göngum nú í virkið og
minnumst háðulegra orða og svo gerða og vil eg að virkið
verði þeim að gagni alls öngu ef eg má ráða."



Þorbjörn þyna vaknaði við mælgi þeirra og hljóp upp þegar og
til hurðar þeirrar er var fyrir skálanum og sá út um glugg
einn er á var skorinn hurðunni að fornum sið og kenndi
Austmennina að þeir voru komnir í virkið og gekk inn aftur.



Og þá mælti Hrómundur: "Hvað er tíðinda frændi?"



Þorbjörn svaraði: "Það hygg eg að Austmenn séu komnir í
virkið með ófriði og ætli að hefna orða þeirra er vér höfum
talað við þá. En það veit eg eigi hversu að þeir hafa í
virkið komist."



Hrómundur spratt upp og mælti: "Upp vér þá og rekum vanmenni
þessi af hendi og kaupum á oss gott orð og dugum drengilega."



Hann eggjaði þá sonu sína og svo Þorleif fóstra sinn og var
hann fimmtán vetra gamall, bæði mikill og rösklegur að sjá.
Hann bjóst og til útgöngu en konur sögðu hann of ungan og
kváðu hann mundu feigan en Hrómund of gamlan vörn að veita.



Hrómundur kvað þá vísu:



Varat mér í dag dauði,

draugr flatvallar bauga,

búumst við Ilmar jalmi

áðr, né gær of ráðinn.

Ræki eg lítt þó að leiki

litvöndr Héðins fitjar,

áðr var oss of markaðr

aldr, við rauða skjöldu.


Síðan tóku þeir frændur vopn sín allir fjórir, Hrómundur
halti og Þorleifur, Þorbjörn þyna og Hallsteinn, og gengu út
þær dyr er á voru enda hússins og fóru fyrir ofan þvertré en
læstu hinar dyrnar er á voru hliðvegginum. Austmenn hlupu upp
í vegginn og skutu að þeim mjög harðfengilega því að Helgi
var manna best vígur, mikill og sterkur og vasklegur. Var
hann nú æfur mjög og allir voru þeir illir viðureignar og
harðir, kváðu þá Hrómund minni skyldu eiga til að reka og
þeir skyldu þá muna þjófsnafnið. Hrómundur kvað þá nógt mundu
til vinna ef þeir sæktu í virkið. Vörðust þeir þá eigi síður
með hlífum og trjám en vopnum en Austmenn börðu grjóti og
skotum og sóttu að hið harðasta. En hinir vörðust allvel og
voru eigi fleiri fyrir en fjórir. Þeir sendu og ofan stórt
grjót og þótt Hrómundur væri aldraður gekk hann vel fram og
var stórhöggur og með fulltingi sona sinna og Þorleifs fóstra
síns féllu sex Austmenn og í þeirri hríð féll og Hrómundur og
Þorleifur fóstri hans.



Austmenn þeir er eftir lifðu hrukku úr virkinu allir en
Þorbjörn þyna hljóp eftir þeim og elti úr virkinu alla þá er
eftir lifðu. En er Þorbjörn vildi aftur lúka hurðina þá skaut
Helgi spjóti til hans og kom á hann miðjan. Hann tók sjálfur
spjótið úr sárinu og sendi aftur til Austmanna og kom á
Jörund miðjan, bróður Helga. Helgi þreif hann upp þegar hann
féll til jarðar og kastaði á bak sér og hljóp úr virkinu og
með honum allir hans félagar, þeir fimm er eftir lifðu.



Hallsteinn hljóp eftir þeim en þeir undan þar til er þeir
komu að læk einum þeim er út er frá Fagrabrekku. Þar vildi
Helgi yfir hlaupa með Jörund bróður sinn en hávir bakkar voru
að tveim megin og varð honum aflfátt og skriðnaði Jörundur
aftur af herðum honum og var þá dauður. Helgi snaraðist þá
við og í því kom Hallsteinn að honum og hjó af honum höndina
og þá héldu Austmenn undan en Hallsteinn starfaði að Jörundi
og fann að hann var dauður og því bar þá undan og sá
Hallsteinn það og sneri þá aftur. Varð hann þess vís að faðir
hans var dauður og Þorbjörn þyna. Þorleifur var eigi örendur.
Hann bar hann inn. Konur spurðu hversu farist hefði. Hann
sagði sem var.



Þeir Helgi létu út hinn sama dag og týndust allir fyrir
Skriðinsenni.



Þorleifur var græddur og bjó að Fagrabrekku og þótti góður
bóndi en Hallsteinn fór utan og kom á fund Ólafs
Tryggvasonar. Konungur boðaði honum trú og var það auðsótt.
Gerðist Hallsteinn þá konungsmaður og var með honum síðan og
var hinn fræknasti drengur og öruggur í framgöngu og vel
virður af Ólafi konungi og svo er sagt að hann hafi fallið á
Orminum langa og sýnt þar áður hreystilega vörn og aflað sér
svo góðan orðstír.



Og lýkur hér frá honum að segja.



Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.