Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hreið ch. 5

Hreiðars þáttr 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hreið ch. 5)

UnattributedHreiðars þáttr
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Og er þeir koma þar er konungar skulu finnast þá mælti Magnús
konungur við Hreiðar: "Ver þú mér nú fylgjusamur og ver á
aðra hönd mér og skilst ekki frá mér. En miðlung segir mér
hugur um hversu fer þá er menn Haralds konungs koma og sjá
þig."



Hreiðar kvað svo vera skyldu sem konungur mælti "og þykir mér
því betur er eg geng yður nær."



Nú finnast konungar og ganga þeir á tal og ræða mál sín. En
menn Haralds konungs gátu líta hvar Hreiðar gekk og höfðu
heyrt getið hans og þótti þeim um hið vænsta. Og er konungar
töluðu þá gengur Hreiðar í flokk Haralds manna og höfðu þeir
hann til skógar er skammt var þaðan, skauttoguðu hann mjög og
hrundu honum stundum. En þar lék á ýmsu. Stundum fauk hann
fyrir sem vindli en stundum var hann fastur fyrir sem veggur
og hrutu þeir frá honum. Nú dregst þó svo leikurinn að þeir
gera honum nakkvað harðleikið, létu ganga honum öxarsköft og
skálpana og námu naddar af sverðskónum í höfði honum og
skeindist hann af og svo lét hann sem honum þætti hið mesta
gaman að og hló við jafnan. Og er svo hafði fram farið um
hríð þá tók leikurinn ekki að batna af þeirra hendi.



Þá mælti Hreiðar: "Nú höfum vér átt góðan leik um stund og er
nú ráð að hætta því að nú tekur mér að leiðast. Förum nú til
konungs yðvars og vil eg sjá hann."



"Það skal verða aldrei," sögðu þeir, "svo fjandlegur sem þú
ert, að þú skulir sjá konung vorn og skulum vér færa þig til
heljar."



Honum finnst þá fátt um og þykist sjá að það mun fram fara og
er nú þar komið að honum rennur í skap og reiðist hann, fer
höndum þann mann er mest sótti að honum og verst lék við hann
og vegur á loft og færði niður að höfðinu svo að heilinn var
úti og er sá dauður. Nú þykir þeim hann trautt mennskur maður
að afli og stukku þeir nú í víginu, fara og segja Haraldi
konungi að drepinn var hirðmaður hans.



Konungur svarar: "Drepið þann þá er það hefir unnið."



"Eigi er það enn hægra," segja þeir, "hann er nú í brottu."



Það er nú frá Hreiðari að segja að hann hittir Magnús konung.



Konungur mælti: "Veistu nú hvernug það er að reiðast?"



"Já," segir hann, "nú veit eg."



"Hvernug þótti þér?" segir konungur, "hitt fann eg að þér var
forvitni á."



Hreiðar svarar: "Illt þótti mér," segir hann, "þess var eg
fúsastur að drepa þá alla."



Konungur mælti: "Það kom mér jafnt í hug," segir konungur,
"að þú mundir illa reiður verða. Nú vil eg senda þig á
Upplönd til Eyvindar, lends manns míns, að hann haldi þig
fyrir Haraldi konungi því að eg treystist eigi að þín verði
gætt ef þú ert með hirðinni, því að vér finnumst, en Haraldur
frændi er brögðóttur og er vant við að sjá. Kom þá aftur til
mín er eg sendi eftir þér."



Nú fer Hreiðar í brott uns hann kemur á Upplönd og tekur
Eyvindur við honum eftir orðsending konungs.



Konungar höfðu sáttir orðið á það mál er áður var milli
þeirra og var því sætt. En hér verða þeir eigi ásáttir. Þykir
Magnúsi konungi þessir menn hafa sjálfir fyrirgert sér og
valdið öllum sökum og þykir hirðmaður fallið hafa óheilagur
en Haraldur konungur beiðir bóta fyrir hirðmann sinn og
skildust nú með öngri sætt.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.