Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hreið ch. 3

Hreiðars þáttr 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hreið ch. 3)

UnattributedHreiðars þáttr
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Og er þeir koma á þingið kenna margir menn Þórð og fagna
honum vel og verður konungur áheyrsli. Og þegar gengur Þórður
fyrir konung og kveður hann vel og tekur konungur blíðlega
kveðju hans. Þegar skildi með þeim bræðrum er þeir komu til
þingsins og verður Hreiðar skauttogaður mjög og færður í
reikuð. Hann er málugur og hlær mjög og þykir mönnum ekki að
minna gaman að eiga við hann og verður honum nú förin ógreið.
Konungur spyr Þórð tíðinda og síðan spyr hann hvað þeirra
manna væri í för með honum er hann vildi að til hirðvistar
færi með honum."



"Þar er bróðir minn í för, segir Þórður.



"Sá maður mun vel vera," segir konungur, "ef þér er líkur."



Þórður segir: "Ekki er hann mér líkur."



Konungur mælti: "Þó má enn vel vera eða hvað er ólíkast með
ykkur?"



Þórður mælti: "Hann er mikill maður vexti. Hann er ljótur og
heldur ósýknlegur, sterkur að afli og lundhægur maður."



Konungur mælti: "Þó má honum vel vera farið að mörgu."



Þórður segir: "Ekki, ekki var hann kallaður viskumaður á unga
aldri."



"Að því fer eg meir," segir konungur, "sem nú er eða hvort má
hann sjálfur annast sig?"



"Ekki dála er það," segir Þórður.



Konungur mælti: "Hví fluttir þú hann utan?"



"Herra," segir Þórður, "hann á allt hálft við mig en hefir
öngar nytjar fjárins og engi afskipti sér veitt um peninga,
beiðst þessa eins hlutar að fara utan með mér og þótti mér
ósannlegt að eigi réði hann einum hlut þars hann lætur mig
mörgum ráða. Þótti mér og líklegt að hann mundi gæfu af yður
hljóta ef hann kæmi á yðarn fund."



"Sjá vildi eg hann," segir konungur.



"Svo skal og," segir Þórður, "en brottu er hann nú rjáður
nokkur."



Konungur sendi nú eftir honum. Og er Hreiðar heyrði sagt að
konungur vildi hitta hann þá gengur hann uppstert mjög og nær
á hvað sem fyrir var og var hann því óvanur að konungur hefði
beiðst fundar hans. Hann var á þá leið búinn að hann var í
hökulbrókum og hafði feld grán yfir sér. Og er hann kemur
fyrir konung þá fellur hann á kné fyrir konung og kveður hann
vel.



Konungur svaraði honum hlæjandi og mælti: "Ef þú átt við mig
erindi þá mæl þú skjótt slíkt er þú vilt. Aðrir eiga enn
nauðsyn að tala við mig síðan."



Hreiðar segir: "Mitt erindi þykir mér skyldast. Eg vildi sjá
þig konungur."



"Þykir þér nú vel þá," segir konungur, "er þú sérð mig?"



"Vel víst," segir Hreiðar, "en eigi þykist eg enn til gjörla
sjá þig."



"Hvernug skulum við nú þá?" segir konungur, "vildir þú að eg
stæði upp?"



Hreiðar svarar: "Það vildi eg," segir hann.



Konungur mælti er hann var upp staðinn: "Nú munt þú þykjast
gjörla sjá mig mega?"



"Eigi enn til gjörla," segir Hreiðar, "og er nú þó nær hófi."



"Viltu þá," segir konungur, "að eg leggi af mér skikkjuna?"



"Það vildi eg víst," segir Hreiðar.



Konungur mælti: "Við skulum þar þó nokkuð innast til áður um
það málið. Þér eruð hugkvæmir margir Íslendingar og veit eg
eigi nema þú virðir þetta til ginningar. Nú vil eg það undan
skilja."



Hreiðar segir: "Engi er til þess fær konungur að ginna þig
eða ljúga að þér."



Konungur leggur nú af sér skikkjuna og mælti: "Hyggðu nú að
mér svo vandlega sem þig tíðir."



"Svo skal vera," segir Hreiðar.



Hann gengur í hring um konunginn og mælti oft hið sama fyrir
munni sér: "Allvel, allvel," segir hann.



Konungur mælti: "Hefir þú nú séð mig sem þú vilt?"



"Að vísu," segir hann.



Konungur spurði: "Hversu líst þér nú á mig þá?"



Hreiðar svarar: "Ekki hefir Þórður bróðir minn ofsögum frá
þér sagt það er vel er."



Konungur mælti: "Máttu nokkuð að finna um það er þú sérð nú
og það er eigi sé í alþýðu viti?"



"Ekki vil eg að finna," segir hann, "og ekki má eg þegar því
að þannug mundi hver sig kjósa sem þú ert þó að sjálfur mætti
ráða."



"Mikinn tekur þú af," segir konungur.



Hreiðar svarar: "Háttung er öðrum á þá," segir hann, "að
lofgjarnlega sé við mælt ef þú átt þetta eigi að sönnu sem
mér líst á þig og eg sagði áðan."



Konungur mælti: "Finn til nokkuð þó að smátt sé."



"Það helst þá herra," segir hann, "að auga þitt annað er
litlu því ofar en annað."



"Það hefir einn maður fyrr fundið," segir konungur, "en sá er
Haraldur konungur frændi minn. Nú skal jafnmæli með okkur,"
segir konungur. "Skaltu nú standa upp og leggja af þér
skikkju og vil eg sjá þig."



Hreiðar fleygir af sér feldinum og hefir saurgar krummur,
maðurinn hentur mjög og ljótur, en þvegnar heldur latlega.
Konungur hyggur að honum vandlega.



Og þá mælir Hreiðar: "Herra," segir hann, "hvað þykist þú nú
mega að mér finna?"



Konungur segir: "Það ætla eg að eigi fæðist ljótari maður upp
en þú ert."



"Slíkt verður mælt," segir Hreiðar. "Er nokkuð þá," segir
hann, "að til fríðinda sé um mig að því sem þú leggur ætlun
á?"



Konungur mælti: "Það sagði Þórður bróðir þinn að þú værir
lundhægur maður."



"Það er satt og," sagði Hreiðar, "og þykir mér það illt er
svo er."



"Þú munt reiðast þó," sagði konungur.



"Mæl heill herra," segir Hreiðar, "eða hve langt mun til
þess?"



"Eigi veit eg það gjörla," segir konungur, "helst á þessum
vetri að því er eg get til."



Hreiðar mælti: "Seg heill sögu."



Konungur mælti: "Ertu nokkuð hagur?"



Hreiðar segir: "Aldregi hefi eg reynt, má eg því eigi vita."



"Til þess þætti þó ekki ólíklegt," segir konungur.



"Seg heill sögu," kvað Hreiðar. "Svo mun vera jafnt þegar er
þú segir það. En veturvistar þættist eg þurfa."



Konungur sagði: "Heimil er mín umsjá. En betur þykir mér þér
þar vistin felld vera er heldur er fátt manna."



Hreiðar svaraði: "Svo er það og," segir hann. "En eigi mun
svo mannfátt vera að eigi komi það þó upp er mælt verður,
allra helst það er hlægi þykir í, en eg maður ekki orðvar og
jafnan ber mér mart á góma. Nú kann vera að þeir reiði orð
mín fyrir aðra menn og spotti mig og drepi það að ferlegu er
eg hefi að gamni eða mæli eg. Nú sýnist mér hitt viturlegra
að vera heldur hjá þeim er um mig hyggur sem Þórður er bróðir
minn þótt þar sé heldur fjölmenni en hinnug þótt menn séu
fáir og sé þar engi til umbóta."



Konungur mælti: "Ráð þú þá og farið báðir bræður til
hirðarinnar ef ykkur líkar það betur."



Þegar hljóp Hreiðar á brott er hann heyrði þessi orð konungs
og segir hverjum manni er á vill hlýða að hans för hefir
allgóð orðið á konungs fund, segir og einkum Þórði bróður
sínum að konungur hefir leyft honum að fara til hirðvistar.



Þá mælti Þórður: "Bú þig þá sæmilega að klæðum eða vopnum því
að það eitt samir og skortir okkur ekki til þess og skipast
margir menn vel við góðan búning enda er vandara að búa sig í
konungs herbergi en annarstaðar og verður síður athlægi ger
af hirðmönnum."



Hreiðar svarar: "Eigi getur þú allnær að eg muni skrúðklæðin
á mig láta koma."



Þórður mælti: "Skerum vaðmál þá til."



Hreiðar svarar: "Nær er það," segir hann.



Svo er nú gert við ráð Þórðar og lætur Hreiðar eftir leiðast.
Hefir hann nú vaðmálsklæði og fágar sig og þykir nú þegar
allur annar maður, sýnist nú maður ljótur og greitt
vasklegur. Svo er þó mót á manninum er þeir Þórður eru með
hirðinni að Hreiðar verður í fyrstu fyrir miklum ágang af
hirðmönnum og breyttu þeir marga vega orðum við hann og fundu
að hann var ómállatur. Kom við sem mátti og hentu þeir mikið
gaman að því að eiga við hann og var hann jafnan hlæjandi við
því er þeir mæltu og lagði hvern þeirra fyrir, svo var hann
leikmikill, bæði um mælgina og allra helst ... En fyrir því
að hann var rammur að afli og er þeir finna að hann gefst
ekki að grandi þá þvarr það allt af þeim hirðmönnum ... nú
með hirðinni.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.