Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hreið ch. 1

Hreiðars þáttr 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hreið ch. 1)

UnattributedHreiðars þáttr
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þórður hét maður. Hann var Þorgrímsson, Hreiðarssonar, þess
er Glúmur vó. Þórður var lítill maður vexti og vænn. Hann
átti sér bróður er Hreiðar hét. Hann var ljótur maður og
varla sjálfbjargi fyrir vits sökum. Hann var manna frávastur
og vel að afli búinn og hógvær í skapi og var hann heima
jafnan. En Þórður var í förum og var hirðmaður Magnúss
konungs og mast vel.



Og eitt sinni er Þórður bjó skip sitt í Eyjafirði þá kom
Hreiðar þar bróðir hans. Og er Þórður sá hann spurði hann hví
hann væri þar kominn.



Hreiðar segir: "Eigi nema erindið væri."



"Hvað viltu þá?" segir Þórður.



"Eg vil fara utan," segir Hreiðar.



Þórður mælti: "Ekki þykir mér þér fallin förin. Vil eg heldur
það til leggja við þig að þú hafir föðurarf okkarn og er það
hálfu meira fé en það er eg hefi í förum."



Hreiðar svarar: "Þá er lítið vit mitt," segir hann, "ef eg
tek þenna fjárskakka til þess að gefa mig svo upp sjálfan og
láta þína umsjá og mun þá hver maður draga af mér fé okkað
alls eg kann engi forræði þau er nýt eru. Og era þér þá betra
hlut í að eiga ef eg ber á mönnum eða geri eg aðra óvísu þeim
er um fé mitt sitja að lokka af mér en eftir það sé eg barður
eða meiddur fyrir mínar tilgerðir enda er það sannast í að
þér mun torsótt að halda mér eftir er eg vil fara."



"Vera kann það," segir Þórður, "en get ekki þá um ferð þína
fyrir öðrum mönnum."



Því hét hann. Og þegar er þeir bræður eru skildir þá segir
Hreiðar hverjum er heyra vill að hann ætlar utan að fara með
bróður sínum. Og firna allir Þórð um ef hann flytur utan
afglapa.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.