Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 11

Þórðar saga hreðu 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 11)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
101112

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er nú sagt að skip kom af hafi í Blönduósi. Þar var á
Ásbjörn stýrimaður, frændi Skeggja. Skeggi ríður til skips og
býður Ásbirni heim með sér. Fóru þeir til Reykja átján saman.
Var Ásbjörn ekki kátur um veturinn. Þórður hreða sat heima að
Ósi og hafði mart röskra manna með sér. Var Eiður þar við
tíunda mann.



Litla hríð hafði Ásbjörn verið á Reykjum er hann sagði
Skeggja hverja ætlan hann hefði á við Þórð um málaferli,
kveðst þungt þykja að hafa bótalaust víg Orms bróður síns en
hafa nógan afla til hefnda.



Skeggi kvað vandhæfi á málinu "því að Eiður stendur jafnan
með Þórði og skil eg eigi hvað drjúgast verður um skipti vor
Óssmanna."



Hættu þeir nú talinu.



Þetta sama sumar kom skip í Hvítá í Borgarfirði. Riðu menn
til kaupa norðan úr sveitum, bæði úr Miðfirði og annars
staðar. Þórður hreða reið til skips við tólfta mann og allir
vel vopnaðir. Þar voru bræður hans báðir, Eyjólfur og
Steingrímur. Fór það orð af að hann ætlaði að ríða upp eftir
Borgarfirði að erindum sínum og sunnan Arnarvatnsheiði. Þetta
fréttir Skeggi og býst heiman við hinn átjánda mann á laun
svo að Eiður varð ekki var við og ætlar að sitja fyrir Þórði
er hann ríður sunnan. Þar var Ásbjörn í ferð. Ríða þeir
norður yfir háls í Víðidal, fyrir framan byggð alla og svo
suður á heiði þar sem skiljast götur og ofan hallar af
Víðidal.



Sá maður fór með Skeggja er Þorbjörn hét og kallaður
vesalingur. Hann bjó á landi Skeggja og hafði gerst
arfsalsmaður hans. Hann átti auð fjár og tímdi hvorki að hafa
sjálfur né láta aðra hafa og því var hann vesalingur
kallaður. Fátt hafði hann manna hjá sér utan konu sína.



Eiður var riðinn út á Miðfjarðarnes að annast um bú þess
manns er Þorbjörn hét og kallaður aumingi. Hann var
arfsalsmaður Þórðar hreðu og hafði hann farið með Þórði. Hann
átti allra handa ganganda fé. Bjó hann á utanverðu
Miðfjarðarnesi. Gekk sjálfala fé hans þar í skógunum. Hafði
Þórður það af hans peningum sem hann vildi. Eiður var þar
nokkurar nætur og reið síðan heim til Óss og fréttir nú hvað
um var að vera. Safnar hann nú að sér mönnum og ríður við
fimmtánda mann suður á heiði eftir föður sínum.



Nú er þar til að taka að Þórður hreða er í kaupstefnu þvílíka
stund sem hann þurfti. Ríður hann síðan upp eftir Borgarfirði
og svo norður á heiði allt þar til þeir sjá fyrirsátina.



Þórður mælti: "Hverja menn kennið þér hér?"



Eyjólfur segir: "Eigi veit eg það gjörla en Skeggja þætti mér
líkast."



Þórður mælti: "Lengi halda þeir frændur á fyrirsátunum við
mig. En þó að liðsmunur sé mikill þá skulu þeir þó fá
viðnám."



Ríða þeir nú fram að þeim með brugðnum sverðum. Skeggi
stökkur þá upp og mælti: "Sækjum nú að þeim Ásbjörn frændi og
látum þá nú kenna liðsmunar og hefn nú Orms bróður þíns."



"Svo skal vera," sagði Ásbjörn.



Þórður svarar: "Eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé
komið."



Sækja þeir nú að Þórði og hans mönnum. Þórður skaut spjóti
til Skeggja og stefndi á hann miðjan. Sá maður hljóp fyrir
Skeggja er Halldór hét náfrændi Skeggja. Kom spjótið á hann
miðjan og í gegnum hann og svo í brjóst á þeim manni er stóð
á baki honum og féllu þeir báðir dauðir. Hinn þriðja hjó hann
með sverðinu á hálsinn svo að af fauk höfuðið. Verður nú sókn
hin harðasta. Berjast þeir Þórður og Skeggi lengi dags svo að
engi skakkar með þeim. Þeir Eyjólfur og Ásbjörn sóttust í
ákafa. Mátti þar eigi sjá hvor drjúgari mundi verða. Veitti
hvor öðrum stór sár. Steingrímur barðist alldjarflega og varð
fjögurra manna bani. Skiptist nú svo til að Steingrímur er í
móti Skeggja en Þórður berst við menn þeirra með sínum
mönnum. Drap hann nú enn fimm menn. Þeir nafnar sóttust í
ákafa, Þorbjörn aumingi og Þorbjörn vesalingur, og lauk svo
að þeir féllu báðir dauðir. Í þessu hleypti Eiður þar að þeim
og þeir fimmtán saman. Eiður hljóp þegar af baki og gekk í
milli og skildi þá. Skeggi var hinn reiðasti og reið heim til
Reykja og þeir Ásbjörn og undu illa við sína ferð. Ásbjörn lá
lengi í sárum og varð þó heill. Þórður og Eiður riðu heim til
Óss af fundinum. Þrettán menn féllu af Skeggja á fundinum en
sjö af Þórði. Sitja nú hvorirtveggju um kyrrt. Líður nú á
veturinn.



Það var einn dag að Eiður reið til Reykja við hinn tíunda
mann. Faðir hans tók vel við honum. Eiður kvaðst vilja leita
um sættir.



Skeggi kvað langt tóm að því "og ver hér í vetur."



Eiður kvað svo vera skyldu. Fátt var með þeim Eiði og Ásbirni
um veturinn. Jafnan hafði Eiður grun á um tal þeirra Skeggja
og Ásbjarnar að þeir sætu um líf Þórðar fóstra síns. Hann
sendi Þórði orð að hann væri var um sig.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.