Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 10

Þórðar saga hreðu 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 10)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
91011

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þar er frá að segja að Miðfjarðar-Skeggi frétti norðan fall
Össurar frænda síns, þykir Þórður nær sér höggvið hafa og
fylltist upp við hann mikillar reiði, ber það þó upp fyrir
engan mann því að hann vildi eigi að Eiður son hans og bræður
Þórðar hefðu nokkurn grun af hans ráðagerðum fyrr en fram
kæmi. Hann lætur setja inn tólf hesta sína á laun og ætlar að
ríða að Þórði þegar eftir jólin. Ríður hann nú leynilega
heiman frá Reykjum við hinn tólfta mann. Hann reið norður
Vatnsskarð, ofan um Hegranes, svo út með byggð um nóttina og
koma nokkuru fyrir dag til Miklabæjar. Tunglsljós var mikið.
Þeir drepa högg á dyr. Maður gekk til hurðar. Hann spurði
hverjir komnir væru. Skeggi sagði til sín og spurði hvort
Þórður hreða væri þar.



Maðurinn svarar: "Hvað viltu honum?"



Hann sagði: "Spyr þú hann hvort hann vill úti eða inni þola
högg undir Sköfnungi."



Og er inn kom sögnin, hver hans erindi voru, stendur Þórður
upp og tók vopn sín.



Þá mælti Ólöf húsfreyja: "Standi menn upp og vopnist og
verjið góðan dreng því að hér er mart röskra drengja og manna
fyrir og látið illa verða för Skeggja hingað."



Þá svaraði Þórhallstötur: "Það fyrirbýð eg heimamönnum mínum
öllum að veita Skeggja mótgang og geri sig eigi að
híbýlaskömm við utanhéraðshöfðingja."



Húsfreyja segir: "Löngu vissi eg að þú varst ónýtur til vopns
enda dáðlaus til drengskapar."



Þórður mælti: "Bóndi á híbýlum að ráða húsfreyja" og gekk út
í dyrnar.



Skeggi bað hann út ganga og gefa sér höggrúm.



Þórður kvað þá vísu:



Kost geri eg þér á þessu

þar er þú eggjar mig Skeggi,

að eg skundi út undir

eggfránan hjör seggja.

Ef færa mig fúra

festendr þangað hesta

ýgs er Össur vógum

afrendan fegins hendi.


"Og mun eg ganga út með þeim skilmála," segir Þórður, "að eg
fylgi þér þangað sem eg drap Össur frænda þinn. Má þér þá
minnissamara verða hvílíkt ættarhögg eg hefi höggvið þér."



Skeggi mælti: "Ekki munu bityrði þín nú veita þér lið en
viðurkvæmilegt þykir mér að þar fram komi hefndin."



Síðan fór Þórður með þeim þar til sem Össur var dysjaður.
Hurfu þeir nú um hauginn.



Þórður kvað þá vísu:



Nú er þér ráð að rjóða,

ríkr, egg á mér, Skeggi,

ef þú stýrir, hvort eg heyri

heldr þá tekr að kvelda,

og minnist svo manna,

morðeggjandi, tveggja,

þeira er, Þundar særir,

þér nána vó eg, mána.


Skeggi brá þá sverðinu Sköfnungi og mælti: "Hér skal ekki
öðrum að hlíta að vega að Þórði."



Þórður brá sverði og mælti: "Engi von er þér Skeggi að eg
standi kyrr fyrir höggum þínum meðan eg er óbundinn."



Í þessu hleyptu að þeim átján menn allir með brugðnum
sverðum. Þar var kominn Eiður, Eyjólfur og Steingrímur bræður
Þórðar. Eiður spurði hvort Þórður lifði. Þórður sagði sér
eigi nær dauða. Allir hlupu þeir af baki. Bauð Eiður föður
sínum tvo kosti hvorn hann vildi heldur, selja Þórði grið svo
að hann mætti ríða heim til Óss og sitja í friði ella mundi
hann veita fóstra sínum og berjast með honum.



Skeggi segir: "Löngu hefði eg drepið Þórð ef færi hefði eg
til séð, ef eigi fyndi eg að þú mætir meira Eiður fósturneyti
Þórðar en frændsemi við mig."



Eiður kvað Þórð þess alls maklegan: "Hefir Þórður þau ein víg
vegið er hann átti hendur sínar að verja utan vígið Orms og
var þó vorkunn á."



Skeggi svaraði: "Það er líkast Eiður að þú munir verða að
ráða því að eigi mun eg berjast við þig."



Eftir þetta ríður Skeggi á Miklabæ um náttina og gengur inn
með brugðnu sverði og að hvílu Þórhalls og bað húsfreyju upp
standa, kvað hana helsti lengi hafa sæmt við klækismann þann.
Hún gerði svo. Hún bað Þórhalli griða. Hann kvað mannfýlu þá
helst til lengi lifað hafa.



Síðan tók hann í hár honum og kippti honum fram á stokkinn og
hjó af honum höfuðið og mælti: "Miklu er þetta nær að slíðra
Sköfnung í þínu blóði en Þórðar því að að honum er mikill
skaði ef hann létist en að þér er engi með öllu og launaði eg
nú Sköfnungi það að honum var brugðið."



Skeggi ríður nú á burt og heim til Reykja og unir illa við
sína ferð.



Þeir Þórður og Eiður komu á Miklabæ í þann tíma er Skeggi
reið í burt. Ólöf sagði þeim víg Þórhalls.



Eiður kvað eigi minna að von: "Miklu var faðir minn reiðari
er við skildum."



Ólöf bað þá svo lengi sitja þar sem þeir vildu. Eiður kvað
henni vel fara og voru þar viku og hvíldu hesta sína.
Bjuggust þeir þá í burt.



Þórður gekk að Ólöfu og mælti: "Þess vil eg biðja þig að þú
giftist engum manni innan tveggja vetra ef þú spyrð mig á
lífi því að þú ert svo kvenna að helst mundi ástir af mér
geta."



Hún svarar svo: "Þessu vil eg heita þér því að eg vænti mér
eigi framar gjaforðs en þvílíks."



Ríða þeir nú vestur til Miðfjarðar og heim til Óss. Eyvindur
fór með Þórði en setti mann fyrir bú sitt því að hann vildi
eigi við Þórð skilja meðan hann var eigi sáttur um vígaferli
sín. Nú líður af veturinn og er allt kyrrt.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.