Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 9

Þórðar saga hreðu 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 9)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Um vorið reið Þórður upp í hérað því að bóndi sá er Þorgrímur
hét hafði sent honum orð að smíða skála sinn því að Þórður
var manna hagastur. Þorgrímur bjó í Flatatungu. Það er
ofarlega í Skagafirði.Þórður er að skálasmíðinni um sumarið og er mjög var alger
skálinn kom skip af hafi að Gásum í Eyjafirði. Þórður segir
bónda að hann vill ríða til skips og kaupa þá viðu er honum
þótti mest þurfa. Bóndi biður hann ráða og fær honum þrjá
húskarla að flytja heim viðinn. Síðan fara þeir norður og eru
í kaupstefnu þá stund er þeir þurfa og bera norðan við á
mörgum hestum. Þórður ríður jafnfram þeim. Hann hafði
alvæpni, hjálm og skjöld, gyrður sverði og spjót hið góða.
Þeir riðu Hörgárdalsheiði og ofan eftir Norðurárdal, svo yfir
á fyrir framan Egilsá og ofan eftir eyrunum. Þá sjá þeir tólf
menn spretta upp fyrir sér með vopnum. Þar var kominn Össur
frá Þverá. Þórður hleypur þegar af baki og setur fyrir sig
skjöldinn. Förunautar hans verða við hið vasklegasta og stíga
af baki og bregða vopnum sínum. Þórður bað þá hafa sig í
engri hættu. Þeir báðu þann aldrei þrífast er stæði hjá en
hann þyrfti manna við.Þá mælti Þórður við Össur: "Eigi ertu enn horfinn í
fyrirsátunum við mig. Þætti mér sem þér mundi minnissamur
fundur okkar. Muntu nú eigi fara betrum förum en næst áður
við skiljum."Össur svaraði: "Það sagði eg þér að eg skyldi þér aldrei trúr
ef eg lifnaði og það skal eg efna. Sækjum nú að honum og
njótum nú liðsmunar."Þórður segir: "Eigi er eg enn upp gefinn. Þykir mér ekki víst
hvað þér munduð á vinna þó að eg væri einn en nú hálfu síður
er þessir menn fylgja mér."Síðan rann Þórður fram að Össuri og lagði spjótinu í gegnum
þann mann sem fremstur stóð.Þórður mælti: "Féll þar nú einn og er eigi öðrum að firr."Þeir sækja nú að Þórði Össur og með honum sex menn en
förunautar Össurar fjórir sóttu þrjá félaga Þórðar. Lýkur þar
svo að þar falla hvorirtveggju. En frá þeim Þórði og Össuri
er það að segja að Þórður drepur fjóra menn af Össuri en
særði hann mörgum sárum.Nú er þar til að taka er smalamaður Þorgríms bónda sér
fundinn af hálsinum og þykist vita hverjir mennirnir munu
vera, veit og að Þórður þarf manna við. Hleypur hann heim í
Flatatungu og sagði bónda fundinn og biður hann skunda að
veita lið Þórði. Bóndi bregður við skjótt og ríður upp á
eyrarnar við hinn tíunda mann. Og er Össur sér mannaferðina
skundar hann til hests síns og kemst á bak við illan leik og
ríður undan sem mest getur hann uns hann kemur heim til
Þverár og unir illa við sína ferð, látið menn sína en er
sjálfur sár mjög. Þrír menn létust af Þórði. Voru þeir þar
dysjaðir í hólunum sem fundurinn var. Þorgrímur bóndi spurði
Þórð að tíðindum.Hann kvað vísu:Tólf vildu mér moldar

meiðendr bana seiða

veita vafðra brauta.

Vann eg þeim skaða sannan.

Sendi eg sjö með skunda

sækjendr vopna lækjar

ells til ítrar hallar

Óðins með brynglóðu.


Þórður var nú í Flatatungu og lauk við skálasmíðina. Var það
furðusterkt hús. Stóð sá skáli allt til þess er Egill biskup
var að Hólum. Og er Þórður vill á burtu fara fylgir Þorgrímur
bóndi honum við hinn tíunda mann og ríða ofan eftir
Skagafirði. Og er Össur sá ferð þeirra þóttist hann eigi hafa
mannafla að ríða eftir þeim. Ríða þeir leið sína uns þeir
koma á Miklabæ í Óslandshlíð. Tekur Þórhallur vel við Þórði
en húsfreyja betur. Þorgrímur bóndi reið heim og skildu þeir
Þórður góðir vinir.Þórður verður nú frægur mjög víða um landið. Þetta fréttir
Miðfjarðar-Skeggi og lætur sem hann viti eigi hvað fram fer
með Össuri frænda hans og Þórði. Situr Þórður um kyrrt framan
mjög til jóla.Það var einn morgun fyrir jól að Þórður vildi fara að sjá
hest sinn Sviðgrím. Hann stóð með fjórum hrossum.Þórhallur bað Þórð bíða og fara þremur nóttum síðar "því að
eg vildi áður færa hey mín úr stakkgörðum."Þórður bað hann ráða "en ekki kemur mér á óvart að vér munum
mönnum eiga að mæta."Þórhallur kvað þá eigi upp gefna þótt nokkur liðsmunur sé.Þórður brosti að orðum hans og mælti: "Svo mun vera ef þú
stendur á aðra hönd mér."Húsfreyja mælti: "Aldrei þrífist þitt hól. Þótti mér sem
Þórði yrði lítið lið að þér á þeim fundi sem þú varst á og er
sú kona illa gefin er þig á því að þú ert bæði hælinn og
huglaus."Þórður segir: "Ekki er það svo að skilja. Þórhallur er engi
áhlaupamaður og forsjáll en mun vera hinn vopndjarfasti ef
reyna skal."Þórhallur segir: "Ekki þarftu húsfreyja að vera svo harðorð
því að ekki ætla eg mér á hæl að hopa fyrir eins hverjum ef
við erum jafnbúnir til."Skildu þau nú talið. Við tal þeirra var staddur einn
umrenningur. Hann kastar fótum undir sig og kemur um kveldið
til Þverár. Össur spurði hann tíðinda eða hvaðan hann væri að
kominn.Hann kveðst engi kunna tíðindi að segja "en á Miklabæ í
Óslandshlíð var eg í nátt."Össur segir: "Hvað hafðist Þórður hreða að, kappinn?"Sveinninn segir: "Víst máttu það til segja að hann sé kappi,
svo sneypilega sem þú hefir fyrir honum farið. En ekki sá eg
hann gera utan hann hnauð hugró á sverði sínu. En það heyrði
eg Þórhall segja að þeir mundu færa hey úr görðum innan
þriggja nátta."Össur segir: "Hversu margmennir mundu þeir vera?"Sveinninn svarar: "Eigi fleiri en Þórður og Eyvindur og
Þórhallur.""Vel segir þú sveinn," segir Össur.Síðan kvaddi hann til ferðar með sér tólf menn og reið út í
Óslandshlíð.Þenna sama morgun ríða þeir Þórður heiman og Eyvindur og
Þórhallur. Þórður bað Eyvind hafa vopn sín, kvað því ekki
ofaukið. Hann gerði svo. Þeir ríða út í Sviðgrímshóla.Þá mælti Þórður: "Það vil eg Þórhallur að þú sért hér eftir
en við Eyvindur skulum leita hrossanna upp í hálsinn."Þórhallur bað hann ráða. Þeir gengu upp í hlíðina. Snjór var
í hlíðinni og harðfenni víða. Össur kemur að garðinum og þeir
tólf saman og slá hring um Þórhall og brugðu vopnum sínum og
báðu mannfýluna segja til Þórðar. Þórhallur varð ógurlega
hræddur og heyktist niður undir garðinn og kvað Þórð genginn
upp í hlíðina við annan mann.Össur mælti: "Illt er að eiga þræl að einkavin" og laust hann
öxarhamarshögg svo að hann lá í svíma.Síðan runnu þeir upp í hlíðina.Þá mælti Þórður við Eyvind: "Menn koma neðan í hlíðina og
kenni eg þá gjörla. Þar er Össur kominn og vill enn hafa minn
fund. Nú skulum við við leitast að komast á Skeggjahamar og
þaðan í Sviðgrímshóla. Þar er vígi gott."Eyvindur svarar: "Vel megum við komast á hamarinn."Þeir hlaupa nú á hamarinn. Í því koma þeir Össur að. Þórður
gengur á framanverðan hamarinn. Skafl var lagður af hamrinum
niður á jöfnu og ákaflega brattur. Var þar hin mesta mannhætta
ofan að fara. Síðan settu þeir spjótin í milli fóta sér og
riðu svo ofan af hamrinum allt á jöfnu. Komust þeir nú á
Sviðgrímshóla. Bar þá Össur nú skjótt að.Þórður mælti: "Mikið kapp leggur þú á að hafa líf mitt Össur.
Væri það og eigi illa að þú fyndir sjálfan þig fyrir. Skulum
við og báðir eigi af þessum fundi með fjörvi burt komast."Össur kveðst það og ætlað hafa að Þórður skyldi eigi lengur
undan draga. Sækja þeir nú að þeim Þórði og Eyvindi. Þórður
skaut spjóti til Össurar og í því hljóp einn hans maður fram
fyrir hann og fló spjótið í gegnum hann. Einn maður hjó til
Þórðar. Hann brá við skildinum og kom þar í höggið og varð
hann ekki sár. Þórður hjó til þessa manns og veitti honum
banasár. Hann hjó þegar annan. Það högg kom á hálsinn og
renndi niður í brjóstið. Féll hann dauður á jörð. Hinn þriðja
lagði hann í gegnum með sverðinu. Eyvindur drap hinn fjórða.
Sótti Össur nú að í ákafa. Féllu þá enn tveir menn hans. Þá
bárust og sár á Eyvind. Mæddi hann þá blóðrás og settist hann
þá niður og var ákaflega móður. Sóttu þeir þá sex að Þórði.
Varðist hann svo að þeir komu engu sári á hann.Þórður mælti þá til Össurar: "Illa sækist yður sex. Hvað eg
vildi síður en þykjast vera formaður þessara manna en hafa þá
að skildi einum í dag. Og er nú hitt ráð að sækja að og hefna
Orms frænda þíns og allra þeirra svaðilferða er þú hefir
fyrir mér farið."Össur verður nú reiður mjög við allt saman, skapraunarorð
Þórðar og þá heift sem hann hafði á honum, hleypur nú að
honum og höggur tveim höndum til hans. Það kom í skjöldinn og
renndi niður í skjöldinn svo að af tók mána mikinn. Í því hjó
Þórður til Össurar og kom það högg undir hina vinstri höndina
og renndi niður með hryggnum svo að hann leysti frá og rifin.
Hljóp sverðið þar á hol. Féll hann þegar dauður niður.En þeir förunautar Össurar sem eftir lifðu runnu undan og
sögðu víg Össurar. Þórður lét flytja Eyvind heim og var hann
mjög sár og lá lengi í sárum og varð heill. Haugur var orpinn
eftir Össur.Þórður sagði víg Össurar á Miklabæ og kvað vísu:Enn hefi eg sex, hin svinna,

svellr móðr af því, þella,

goldið gálga valdi,

gullbaugs, jöru drauga.

Grund, lét eg Össur öndu,

arms sýnar, þar týna.

Lundr var hann lóns hinn sjaundi

logs, pells, veginn, þella.


Illa líkaði Ólöfu við Þórhall er hann hafði sagt til Þórðar
og var við sjálft búið að hún mundi skilja við hann fyrir
þessum sökum. Þórður átti jafnan hlut að með þeim að betur
færi og kvað vorkunn að hann leysti líf sitt og kvað einskis
ills örvænt fyrir Össur. Líður nú svo fram um jólin að ekki
ber til tíðinda. Situr Þórður nú um kyrrt.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.