Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 8

Þórðar saga hreðu 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 8)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Ketill hét bóndi. Hann bjó inn frá Óslandi. Hann hafði gefið
Þórði hest góðan er Sviðgrímur hét. Við hann eru kenndir
Sviðgrímshólar.



Kálfur bóndi á Kálfsstöðum bauð þeim Þórði og Þórhalli
til jólaveislu. Það þekktist Þórður.



En áður þeir riðu heiman mælti húsfreyja við Þórð: "Það vildi
eg að þú færir varlega því að Össur að Þverá situr um líf
þitt. Hann hefir heitast að hefna Orms frænda síns."



Þá sagði Þórhallur: "Ætla þú til þess húsfreyja að vér erum
eigi upp gefnir hvorki í ráðagerðum né harðfengi þó að reyna
þurfi þó að nokkur liðsmunur sé, eigi alllítill."



Húsfreyja sagði: "Þrífist aldrei þitt hól. Ræð eg þér Þórður
að þú treystir ekki á harðfengi Þórhalls."



Þórður segir: "Vel mun gefast."



Síðan ríða þeir á Kálfsstaði og er þeim þar vel fagnað. Var
þar veisla góð um jólin.



Nú er að segja frá Össuri að Þverá að hann heldur njósnum til
um ferð Þórðar þá hann fer frá jólaveislunni. Safnar hann að
sér mönnum og ríður heiman við hinn nítjánda mann um nóttina
fyrir affaradag jólanna út til Hjaltadals og nam staðar nær
Viðvík þar sem heitir Garðshvammur, skammt frá bænum í
Viðvík.



Snemma um morguninn eftir jól bað Þórður menn búast til
heimferðar og kvað mart hafa fyrir sig borið um nóttina.
Kálfur bóndi spurði hvað hann hafði dreymt.



"Það dreymdi mig," segir hann, "að mér þótti vér félagar ríða
upp eftir Hjaltadal og er vér komum nær Viðvík þá hlupu upp
fyrir oss átján vargar. Einn var miklu mestur og hljóp að mér
með gapanda munninn og réðu á mig og mína menn. Þótti mér
þeir bíta menn mína til bana. Eg þóttist drepa marga vargana
og hinn mesta varginn þóttist eg særa og þá vaknaði eg."



Kálfur bóndi kvað vera ófriðvænlegt "og eru þetta mannahugir"
og bauð honum að sitja þar um daginn og láta njósna ofan til
Viðvíkur.



Þórður vildi það eigi.



"Þá vil eg," sagði Kálfur, "fá þér menn fleiri að fylla flokk
þinn."



Þórður segir: "Eigi skal það spyrjast að Þórður hreða hræðist
eina saman drauma og fyrir það auki hann fjölmenni að hann
þori eigi fyrir þeim sökum um hérað að fara."



Þeir ríða nú frá Kálfsstöðum sjö saman, Þórður og Þórhallur
og heimamenn þeirra fimm. Kálfur bóndi fékk til fylgdar við
Þórð húskarl sinn er Hallur hét, sterkur maður. Eyvindur hét
bóndi er bjó í Ási í Hjaltadal. Hann hafði verið á
Kálfsstöðum um jólin. Hann hafði gefið Þórði spjót gullrekið
og heitið honum sínu liði hvar sem Þórður þyrfti manna við.
Eyvindur fór með Þórði.



Þeir fóru ofan eftir dalnum og eigi langt áður maður kom í
mót þeim er Kálfur hafði gert á njósn og sagði þeim að eigi
færri menn mundu sitja fyrir þeim en átján niðri í
Garðshvammi. Þórhallur spurði hverjir þeir væru. Hann kvað
Össur frá Þverá vera formanninn. Þórður sagði þá kost á að
reyna hvatleik manna og vopnfimi.



Þórhallur segir: "Það er ekki ráð að halda til fundar við þá
við slíkan liðsmun og mun eg gefa til annað ráð."



"Hvert er það?" segir Þórður.



Þórhallur segir: "Vér skulum snúa hér yfir í tunguna og svo í
Kolbeinsdal og svo heim að ekki verði þeir varir við oss."



Þórður segir: "Lítill þykir mér liðsmunur þó að þeir séu
átján en vér níu. Veit eg oft mönnum vel hafa vegnað við
slíkan liðsmun og eigi mundi Hörða-Kári láta eltast frændi
minn þó að nokkuru meiri liðsmunur væri. Mun eg eigi minna
hafa af honum eða öðrum göfgum frændum mínum en renna eigi að
öllu óreyndu. Nú vil eg fara og finna Össur hversu sem
gengur. En þú Þórhallur skalt ekki vera á þessum fundi. Vil
eg ekki launa svo húsfreyju þinni ykkarn velgerning að hafa
þig í nokkurum lífsháska."



Þórhallur bað hann ráða "en mæla munu það óvinir mínir að eg
skiljist ódrengilega við þig."



Þórður bað og Eyvind heim ríða.



Hann sagði: "Illa héldi eg þá félagsskap við góðan dreng ef
eg skyldi þá renna frá þér er þú þyrftir helst manna við.
Skal það og aldrei verða að mig hendi þá skömm."



Síðan fara þeir þar til er þeir sáu fyrirsát Össurar.



Þórður mælti: "Vér skulum snúa hér upp á brekkuna hjá oss.
Þar er vígi gott."



Þeir gera svo og brjóta þar upp grjót. Og er þeir Össur sjá
það hlaupa þeir upp að brekkunni.



Þórður spurði: "Hverjir eru þessir er svo láta ófriðlega?"



Össur nefndi sig "eða er Þórður hreða þar á hólnum?"



Hann svaraði: "Sá er maðurinn og er þér nú ráð að hefna Orms
frænda þíns ef nokkur er dáð með yður því að nógan hafið þér
liðsmun."



Össur bað sína menn að sækja. Tókst þar harður bardagi.
Þórður varð skjótt mannsbani. Báru þeir Þórður grjót á þá
Össur en þeir hlífðu sér með skjöldum. Létust þá nokkurir
menn af Össuri meðan grjótið vannst. Síðan hlupu þeir Þórður
ofan af brekkunni. Tókst þá mannfallið. Sá maður hjó til
Þórðar er Örn hét og kom í lærið er hann horfði undan því að
sá maður sótti að honum framan er Hafþór hét, frændi Össurar.
Og er Þórður fékk lagið brást hann undan og hjó til hans
annarri hendi með sverðinu og kom á hann miðjan og tók í
sundur í miðju. Hann hjó annað högg til Hafþórs og kom á
öxlina. Klauf hann niður frá síðunni höndina og féll hann
dauður til jarðar. Nú hefir Þórður drepið þrjá menn. Þetta
sér Össur og biður þá sína menn að sækja. Hann sækir nú að
Þórði og með honum fimm menn en aðrir sóttu að mönnum Þórðar.
En svo lýkur þessum fundi að Þórður varð sex manna bani en
særði Össur svo að hann var óvígur. Níu menn létust af Össuri
en fimm af Þórði. Eftir fundinn gekk Þórður að Össuri og
kippti honum úr blóði og skaut yfir hann skildi svo að eigi
rifu hann hrafnar því að hann mátti sér enga hjálp veita.
Allir flýðu undan menn Össurar. Eigi voru menn Þórðar færir
til eftirferðar því að engi komst ósár af fundi þessum.
Þórður bauð Össuri að láta græða hann.



"Eigi þarftu að bjóða mér lækning," segir Össur, "því að
jafnskjótt skal eg drepa þig sem eg kemst í færi við þig."



Þórður kveðst ekki að því fara og sendi Þórhall yfir í Ás til
Þorgríms er þar bjó að hann sækti Össur og græddi hann. Hann
gerði svo og flutti hann heim. Lá hann lengi í sárum og varð
heill um síðir. Dysjar voru gervar að líkum þeirra manna er
þar féllu. Eftir fundinn í Garðshvammi fór Þórður heim með
Þórhalli. Hafði hann fengið mörg sár en engi banvæn. Ólöf
spurði Þórð að fundinum.



Hann kvað vísu:



Féllu í fleina sköllu

fimmtán viðir mána,

lundar, Leifnis grundar,

lungs báru en sjö sárir.

Þar vó eg sex, en særði

sigrhnuggna þar duggu,

Össur hét sá, ýta

eldbrands þrumu landa.


"Þetta eru mikil tíðindi," sagði hún.



Húsfreyja græddi Þórð. Líður af veturinn svo að ekki bar til
tíðinda.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.