Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 5

Þórðar saga hreðu 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 5)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þetta sama sumar kom skip í Blönduós í Langadal. Þar kom út
Ormur, systurson Skeggja og bróðir Ásbjarnar. En er Skeggi
frétti útkomu frænda síns ríður hann til skips og býður Ormi
heim með sér til veturvistar og fór Ormur heim með honum.
Ormur var svo háttaður að hann var hverjum manni meiri og
sterkari, rammur að afli og hinn vasklegasti og fullur af
ofurkappi og þótti engi sinn jafningi. Hann var hinn mesti
vígamaður og fullur upp ójafnaðar.



Það var einn dag að Ormur gekk til laugar að Sigríður frá Ósi
var þar fyrir og ein kona með henni. Honum fannst mikið til
hennar og spurði eftir hvað konu hún væri. Honum var sagt
hvað hún hét og svo ætt hennar.



Hann kom að máli við Skeggja og mælti: "Svo er með vexti að
eg vildi að þú bæðir Sigríðar frá Ósi til handa mér."



Skeggi svarar: "Það mun eg eigi gera við þessa konu. En biðja
vil eg hverrar annarrar konu sem þú vilt til handa þér."



Ormur svarar: "Annaðhvort vil eg að þú biðjir Sigríðar
ellegar engrar."



Skeggi segir: "Hví mundi eg biðja festarkonu Ásbjarnar bróður
þíns?"



Ormur segir: "Það hirði eg aldrei þó að hún sé hans
festarkona. Viltu eigi biðja hennar fyrir mína hönd þá mun
verða róstumikið í héraði því að þá skal eg fífla hana og
munu bræður hennar það banna en eg mun ekki það hirða. Muntu
þá verða til að hlutast."



Þá sagði Skeggi: "Eigi mun Sigríður fyrir þér fíflast láta og
ætlar þú þér mikla dul að fá hennar svo ósæmilega. Og mun þér
þetta draga til skammæðar því að velta hefir Þórður látið
þyngra hlass þar þeir bræður drápu Sigurð konung slefu
Gunnhildarson."



Ormur segir: "Verður það sem má. Á þetta skal hætta ef þú
vilt eigi biðja konunnar mér til handa."



Skeggi segir: "Heldur vil eg fara með þessum orðum en
vandræði standi af. Og muntu þó illa við una hversu sem
svarað verður."



Eiður varð þessa var er hann var á kynnisvist að Reykjum með
föður sínum. Þeir feðgar gera Þórði orð að hann komi til
Reykja. Þórður fór til Reykja og bræður hans með honum.
Skeggi heilsar Þórði glaðlega. Hann tók því vel og frétti
hvað undir orðsendingu hans væri. Skeggi segir að Ormur
frændi hans vildi fá Sigríðar systur hans.



Þórður segir: "Undarleg málaleitan er slíkt af þinni hendi
því að mér líst Ormur frændi þinn meira eiga varið í fors og
óvisku en hamingju. Er og eigi ólíklegt að það reyni af
bragði. Eða veit hann eigi áður að konan er föstnuð bróður
hans?"



Skeggi mælti: "Ormur er eigi heima og er riðinn út í Langadal
til skips."



Eiður mælti: "Það vildi eg fóstri minn að þú gerðir á nokkurn
fyrir flutning föður míns."



"Svo skal vera sem þú biður," segir Þórður, "að á skal gera
kostinn fyrir bænastaðinn þinn og flutning Skeggja en engan
mundi eg á gera ef Ormur hefði sjálfur beðið konunnar. Þau
andsvör vil eg Skeggi gefa þínu máli að það er fyrst að eg
vil engu því bregða við Ásbjörn sem eg hefi honum lofað. Eg
vil að Ormur fari utan í sumar og veri utan tvo vetur en eigi
von ráða ef Ásbjörn kemur eigi til."



Skeggja þótti allvel svarað og höfðu hér við votta. Reið
Þórður heim til Óss og Eiður með honum. Lítið gaf Sigríður
sér um þetta.



Líður nú þar til er Ormur kemur heim og hafði búið skip sitt.
Ormur spurði Skeggja um erindislok um kvonbænirnar. Skeggi
sagði allt sem farið hafði. Ormi þótti Skeggi hafa laust
fylgt. Skeggi bað hann þá virðing á leggja sem hann vildi.



Ormur bað hann hafa af sér enga þökk fyrir málalokin og varð
reiður mjög, kveðst aldrei hirða hvort Þórði líkaði vel eða
illa: "Skal hún þá vera friðla mín."



Skeggi kvað hann furðu óvitran mann er hann talaði slíkt.



Eigi hafði Ormur heima verið svo að nóttum skipti áður hann
reið til Óss og settist á tal með Sigríði.



Hún bað hann eigi það gera, kvað Þórði mundu þykja verr "og
muntu finna skjótt missmíði á ef þú gerir eigi að."



Ormur kvaðst hvergi varbúinn við Þórði hvað sem þeir skyldu
reyna.



Hún sagði það og líkast "að það reynir þú ef þú venur hingað
komur þínar. Máttu til þess ætla að eg mun mér engu af skipta
um það er til þín heyrir meðan eg spyr ekki til Ásbjarnar
bróður þíns."



Skildu þau talið. Þórður var að ferjusmíð niðri við ósinn og
ætlaði að halda henni til Stranda eftir skreið og fara
sjálfur með.



Ormur kom þrjá daga í samt til Óss og þá talaði Þórður við
Orm: "Það vil eg Ormur að þú hafir eigi hingað komur þínar
til óþykktar við mig en ósæmdar við systur mína."



Ormur svarar um heldur illa og kveðst sjálfráði verið hafa
ferðar sinnar fyrir hverjum manni og kveðst hyggja að svo
skyldi enn vera. Þórður kvað þá eigi báða uppi skyldu ef hann
kæmi hinn fjórða daginn. Ormur lét af komum nokkurar nætur.



Þórður bjó ferjuna. Og er hann var búinn var það einn morgun
að veður var gott. Þá ætlaði Þórður að sigla út úr ánni.
Heimakona gekk inn að Ósi og kvað gott veður að þvo léreft
sín. Sigríður var vön að þvo léreft sín í læk þeim er fellur
hjá garði að Ósi. Hún fór með léreftin og konan með henni.



Þenna morgun hefir Ormur njósn af að Þórður mun brátt sigla.
Hann lætur taka sér hest. Ekki veit Skeggi til þessa. Síðan
tók hann vopn sín. Hann reið út til Óss og þangað í hvamminn
sem Sigríður var. Hann sté af hestinum og batt hann. Síðan
leggur hann af sér vopnin og gengur til hennar Sigríðar og
setur hana niður og leggur höfuð í kné henni og leggur hennar
hendur í höfuð sér.



Hún spurði hví hann gerði slíkt "því að þetta er á móti mínum
vilja. Eða manstu eigi ályktarorð bróður míns? Og mun hann
það efna. Sjá þú svo fyrir þínum hluta."



Hann segir: "Ekki hirði eg um grýlur yðrar."



Og er Ormur kom í hvamminn brá hún við heimakona og hljóp
ofan til ferjunnar og sagði Þórði að Ormur var kominn í
hvamminn til Sigríðar. Þórður brá skjótt við, tók sverð sitt
og skjöld. Hann hljóp upp í hvamminn. Ormur lá í knjám
Sigríði.



Þórður hljóp að Ormi og mælti: "Statt þú upp og ver þig. Er
það nú eigi verra en krjúpa að konunni og horfa við mér."



Ormur brá við og seildist til sverðs síns og í því hjó Þórður
til Orms og í sundur hinn hægra handlegginn. Í því brá Ormur
sverðinu og í viðbragði hans brotnaði fótleggur hans. Þá hjó
Þórður höfuð af Ormi og gekk síðan heim til Óss og lýsti vígi
Orms á hönd sér. Sigríður bað Þórð bróður sinn forða sér.



Hann brosti að orðum hennar og sagði: "Hvergi mun eg fara því
að eg kann engar leiðir. Mun eg senda mann til Reykja að
segja Skeggja víg Orms."



Hún segir: "Undarlegur maður ertu bróðir því að Skeggi mun
skjótt hér koma og hefna frænda síns með fjölmenni og hefir
þú ekki megn að standa í stríði við hann þó að þú sért garpur
mikill."



Þórður kveðst ekki að því fara. Síðan fann hann sauðamann
sinn og bað hann fara til Reykja og segja Skeggja vígið. Hann
kveðst þessa ófús en lést þó fara mundu ef Þórður vildi.



"Seg og það með að Skeggi láti færa í burt afglapa sinn."



Sveinninn fór sem hann bað og sagði Skeggja vígið Orms frænda
síns. Skeggi varð reiður mjög.



Sveinninn mælti: "Það bað Þórður mig segja þér að þú skyldir
láta flytja í burt afglapa þinn."



Skeggi safnar nú mönnum að sér og ríður út til Óss. En
Þórður var heima við hinn tíunda mann og býst til varnar
þegar hann sér ferð Skeggja. Þar voru þeir bræður báðir.
Allir voru þeir vel vopnaðir. Kveðst Þórður nú hvergi mundu
vægja fyrir Skeggja, kvað nú vel að þeir reyndu með sér.



Það er að segja að þenna morgun hafði Eiður farið til
stóðhrossa sinna í Línakradal. Þau hafði Þórður gefið honum.
Og er hann frétti vígið Orms skundaði hann heim til Óss og
vildi koma fyrr en faðir hans og það gekk honum. En er hann
kom heim sá hann viðurbúnað þeirra og tók vopn sín og gekk í
lið með Þórði fóstra sínum.



Þórður mælti: "Eigi vildi eg fóstri minn að þú værir að
þessum fundi því að eg mun nú ekki hlífa föður þínum heldur
en öðrum manni ef hann sækir að."



Eiður segir: "Hjá þér mun eg vera fóstri minn hvað sem í
gerist því að eitt skal yfir okkur ganga. Var mér það þá í
hug er þú gafst mér líf að eg skyldi mitt líf leggja við þitt
líf."



Þórður segir: "Þá muntu mér best gefast er mér liggur mest
á."



Og þá er þeir höfðu við talast kom Skeggi við marga menn.
Skeggi var hinn reiðasti. Og er hann sér Eið son sinn í liði
Þórðar stöðvaði hann flokk sinn.



Þórður kastaði orðum á Skeggja og bað hann að sækja "því að
nú er eg albúinn að höggva oxann þó að feitur sé því að nú er
heldur gamall orðinn."



Þá segir Skeggi: "Eigi mun eg að sækja því að eg vil eigi
berjast við Eið en oft muntu til glæpa stefna."



Þórður segir: "Meir ætla eg þér til koma hræðslu en huggæði
ef þú sækir nú eigi að."



Skeggi svaraði engu og reið frá og heim.



Ormur var heygður í Miðfjarðarnesi.



Nú verður að nefna fleiri menn til sögunnar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.