Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 3

Þórðar saga hreðu 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 3)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Eiður var Þórði jafnan fylgjusamur enda var Þórður
alltillátssamur við hann. Þórður var löngum að ferjusmíðinni
niðri við ósinn og Eiður hjá honum.Það var einn dag er Þórður var að skipssmíðinni og sveinninn
Eiður hjá honum. Þórður hafði jafnan hjá sér saxið Gamlanaut
og svo var enn. Eiður tók upp saxið og lék sér að.Þetta sér Þórður og mælti: "Líst þér vel á saxið fóstri
minn?"Hann svarar: "Allvel," segir hann.Þórður mælti: "Þá vil eg gefa þér saxið:"Eiður mælti: "Aldrei mun eg geta launað jafngóðan grip en
vináttu mína vil eg gefa þér fóstri minn og mun hún þykja
lítils verð."Þórður svarar: "Haf þú þökk fyrir fóstri minn og muntu bæði
launa oft og stórum."Síðan fóru þeir Þórður heim og sýndi Eiður saxið öllum
heimamönnum og þótti allvænt um.Litlum tíma síðar kom Eiður til Reykja að finna föður sinn.Skeggi tók honum ekki blítt og spurði: "Hví þótti þér það
fóstur betra að vera með Þórði en það fóstur er eg fékk þér
með Þorkeli?"Eiður svarar: "Allólíkt er þetta fóstur fyrir alls sakir því
að Þórður er mikils háttar maður og má af honum gott hljóta
en Þorkell er lítilmenni og heimskur. Hann vildi bana mér
fyrir sakir óvisku og forsjáleysis en Þórður gaf mér líf og
hann hefir gefið mér hinn besta grip."Skeggi mælti: "Af umsjá Þorkels mundi það er þú fékkst líf.
Mundi hann eigi heldur vilja þér bana en sjálfum sér eða konu
sinni. En sjá vil eg þann grip er þú lætur svo mikillega
yfir, hvort mér þykir svo mikils um vert."Eiður sýndi honum þá saxið.Skeggi brá saxinu og leist allvel á og mælti: "Auðséð er það
að þenna grip hafa átt tignir menn og er þetta allmikil
gersemi og eigi trúi eg að hann hafi þvílíkan grip, svo
fágætan, þér gefið."Þá svarar Eiður: "Eigi þykir mér þá líklegt að þú munir
styrkja mig til launanna ef þú vilt eigi trúa að hann hafi
gefið mér."Skeggi mælti: "Gjarna vildi eg að þú hefðir þenna grip eigi
þegið."Eiður svarar: "Eigi líst okkur þetta einninn."Eftir þetta fer Eiður heim til Óss og varð fátt af kveðjum
með þeim feðgum í því sinni. Þórður fagnaði vel fóstra sínum
og spurði eftir tali þeirra feðga. Eiður sagði allt sem farið
hafði.Þórður svarar: "Slíks var mér að von og allmjög vill faðir
þinn ýfast við mér. Og svo segir mér hugur um sem fleira muni
til vandræða verða með okkur föður þínum og hans frændum en
sjá megi fyrir hvern enda eiga mun og muntu jafnan með miklum
vanda verða í millum að ganga."Eiður svarar: "Gott væri ef eg mætti nokkuð gott að vinna í
millum ykkar."Ásbjörn hét maður. Hann var son Þorsteins hvíta og Sigríðar
systur Miðfjarðar-Skeggja. Hann kom út hingað til Íslands
þetta sumar í Blönduósi í Langadal. Og er Skeggi frétti
útkomu frænda síns reið hann til skips og fagnar vel Ásbirni
frænda sínum og býður honum heim með sér við svo marga menn
sem hann vildi. Þetta boð þiggur Ásbjörn og réð skipi sínu
til hlunns og fór síðan heim til Reykja við þriðja mann.
Ásbjörn var manna mestur og hinn fríðasti maður og vel
látinn. Hann var rammur að afli svo að varla fannst hans
jafningi fyrir afls sakir. Hann var gleðimaður mikill. Hann
gekk jafnan til laugar að skemmta sér.Og einn dag gengu þeir Skeggi til laugar eftir vanda og lágu
við laugina og töluðust með. Þenna dag gekk Sigríður frá Ósi
til laugar með léreft sín og bjóst í þann tíma heim. Hún gekk
þar hjá sem þeir lágu. Ásbjörn var drambsmaður mikill að
klæðabúnaði. Þeir sáu hvar konan gekk. Hún var í rauðum
kyrtli og blá yfirhöfn. Var konan bæði fríð og mikil og að
öllu allvaskleg. Ásbjörn reis upp við olboga og leit um öxl
til hennar. Hún nam staðar og leit til hans og gekk síðan
heim.Þá spurði Ásbjörn hvað konu það væri hið vasklega: "Þykir mér
von að sjá kona mundi geta ástir af mér."Skeggi svarar: "Hún heitir Sigríður og er dóttir Þórðar
Hörða-Kárasonar. En það ræð eg þér að þú skiptir þér þar engu
af við hana."Ásbjörn spurði hví það skyldi vera.Skeggi svarar: "Þeir bræður hennar eru fullir ofurkapps og
hinir mestu óeirðarmenn. Hyggur þú að þeir muni þér hlífa ef
þeim rís við þar sem þeir drápu Sigurð konung slefu son
Eiríks konungs?"Ásbjörn svarar: "Það hafði eg ætlað að vera sjálfráði fyrir
hverjum manni hér í landi."Skeggi segir: "Það fer sem reynist hvort þú ert þar einhlítur
áður þér skiljið ef þú leitar nokkuð á þá framar en þeim
líkar."Eftir það gengu þeir heim.Nú er frá því að segja að Sigríður kom heim til Óss. Gekk
Þórður bróður hennar í móti henni.Hann mælti: "Hví ertu svo litverp systir? Og líst mér sem
hann hafi fengið þér litar, Ásbjörn veisugalti. En mart mun
verða í leikum áður en hann fær þín."Svo fór fram um veturinn að allt var kyrrt. Aldrei gat
Ásbjörn Sigríðar.Knattleikar voru í millum Reykja og Óss á Miðfjarðarísi því
að snemma lagði fjörðinn. Þá var gott til knárra manna í
Miðfirði. Þórður var knáastur að leikum og Ásbjörn frændi
Skeggja. Ekki var Skeggi að leikum því að hann var af hinu
mesta æskuskeiði en þó sem hraustastur til vopns. Sat hann
hjá og þótti allmikið gaman að. Aldrei mæltust þeir Þórður
við og heldur var þar fátt í milli.Það var einn dag að Þórður var að leik og Ásbjörn og skyldu
þeir á leikast. Og einn tíma felldi Þórður hann Ásbjörn
allmikið fall svo að bops kvað í skrokkinum á honum."Og féll nú veisugaltinn," sagði Þórður.Hann svarar fá um. Og annað sinn er þeir tókust til þrífur
Ásbjörn til Þórðar svo að hann féll á kné."Og fór þar meyjarkinninn," sagði Ásbjörn, "og væri þér varla
kvæmt í leik með rosknum mönnum."Þórður segir: "Svo fremi veistu það veisugalti er við reynum
vopnaskipti hvor þá á upp til annars að sjá er við skiljum
þann leik."Ásbjörn kveðst þess albúinn þá þegar og hljóp til vopna.
Gengu menn þá í millum þeirra og voru þeir skildir.Líður nú af veturinn. Reið Ásbjörn til skips síns um vorið og
bjó það til hafs. Skeggi reið til skips með Ásbirni við marga
menn því að honum þótti einskis ills örvænt fyrir Þórði.
Situr Þórður heima og lætur eigi sem hann viti.Ásbjörn kemur að máli við Skeggja: "Svo er með vexti frændi
að mér leika kvonföng í hug og vil eg ráða ráði mínu."Skeggi segir: "Hver er kona sú er hugur þinn horfir helst á?"Ásbjörn segir: "Ekki er því að leyna að það er Sigríður
systir Þórðar að Ósi. Hún er sú kvenna að minn hugur stendur
mest til að fá."Skeggi svarar: "Ekki þykir mér þetta líklegt að okkur muni
þetta tjá og ófús er eg til að flytja þetta mál við Þórð að
þeim óþokka sem millum ykkar er áður."Ásbjörn kvað það eina hafa í millum borið að lítils var vert
og kveðst eigi vilja hins besta kvenkostar missa fyrir það
"ef eg kann að fá."Þar kom að Skeggi hét að biðja konunnar fyrir hans hönd."Þykir mér ráð," segir Skeggi, "að ekki bregðir þú utanför
þinni fyrir þetta."Reið Skeggi heim en Ásbjörn fór utan það sumar.Eigi miklu síðar en Skeggi kom heim spurðist skipkoma í Hvítá
í Borgarfirði. Og er menn fréttu það fór fjöldi manns norðan
úr sveitum til kaupa við kaupmenn bæði úr Miðfirði og annars
staðar. Skeggi bjóst og til skips að ríða með marga menn.Og er Eiður spurði að faðir hans ætlaði til skips mælti hann
við Þórð: "Ætlar þú nokkuð til skips fóstri minn?"Þórður segir: "Hví mun eg síður þurfa varning en aðrir
bændur? Og skal eg að vísu fara."Eiður mælti: "Eg vil ríða með þér og heyra á mál manna og
kynna mér svo kaupstefnu."Þórður segir: "Bæta mun það vora ferð fóstri minn að þú
farir. Segir mér svo hugur um að í þessi ferð mun eg þín mest
þurfa ef mínir draumar vita nokkuð."Eiður mælti: "Hvað dreymdi þig fóstri minn?"Þórður segir: "Það dreymdi mig að eg þóttist kominn til
Hvítár í Borgarfirði og eiga tal við útlenda menn, eigi síst
um kaup nokkur. Og í því komu í búðina vargar eigi allfáir og
var mér mikill viðbjóður við þeim. Síðan réðu þeir á mig og
vildu drepa mig og rifu af mér klæðin en eg brá sverðinu og
hjó eg í sundur einn varginn í miðju og höfuðið af öðrum.
Síðan hlupu að mér vargarnir öllu megin en eg þóttist verjast
og varð eg mjög móður og eigi þóttist eg vita hversu mér
mundi vegna. Í því hljóp fram fyrir mig einn bjarnhúnn og
vildi verja mig og í því vaknaði eg. Nú þykir mér draumurinn
tíðindavænlegur."Eiður mælti: "Auðséð er það að þetta eru mannahugir illir til
þín. Nú væri það mitt ráð að þú riðir jafnsnemma heiman og
faðir minn þó að þið mælist ekki við."Þórður mælti: "Gera má eg það fóstri minn fyrir bæn þína."Nú bjóst Þórður til ferðar og Eiður með honum.Og er Þórður bjóst mælti Sigríður systir hans: "Það vil eg
bróðir minn að þú kaupir mér skikkju mjög vandaða."Þórður svarar: "Svo skal vera systir. En svo segir mér hugur
að skikkjan verði fullkeypt áður lúki."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.