Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 2

Þórðar saga hreðu 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 2)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er frá því að segja að þeir bræður komu heim og sögðu fall
Sigurðar konungs og Klypps bróður síns.Þá kvað Þórður vísu:Eg segi víg þau er vógu

virðendr þrimu girðis,

Klyppr rauð brand í blóði

burs, Hildar, Gunnhildar.

Þá féll, hjálms, í höllu,

hlaut Klyppr bana af Gauti.

Þar vó eg þolla fjóra

þremja lax með saxi.


Þóttust þeir bræður nú vita að þeir mundu eigi mega haldast
við innanlands fyrir ríki Haralds konungs og Gunnhildar.
Frændur þeirra og vinir fýstu þá að selja jarðir sínar til
lausafjár og lögðu það til að Þórður skyldi leita til
Íslands, sögðu þangað mart stórmenni komið og hafa landflótta
orðið fyrir Noregskonungum.Þá svarar Þórður: "Ekki hafði eg ætlað að flýja óðul mín. En
með því að margir göfgir menn hafa sér þetta látið nægja að
byggja Ísland þá má vera að slíkt nokkuð liggi fyrir."Síðan bjóst Þórður til Íslandsferðar og með honum bræður
hans, Steingrímur og Eyjólfur, og Sigríður systir hans. Þau
höfðu of lausafjár. Hann hafði nítján menn á skipi með sér.
Síðan lét hann í haf. Það var öndvert sumar. Þeir voru mánuð í
hafi og komu við Vestmannaeyjar og sigldu svo vestur fyrir
landið og svo norður fyrir Strandir og lögðu þar inn á flóann
og nær hinu nyrðra landinu og sigldu inn í einn fjörð og tóku
þar land nær veturnóttum. Skjótt komu menn til þeirra. Þeir
spurðu hvað fjörður sá héti er þeir voru að komnir. Þeim var
sagt að þeir voru komnir í Miðfjörð. Þeir lentu í
Miðfjarðarósi. Þá var Miðfjörður albyggður.Skeggi bjó að Reykjum er kallaður var Miðfjarðar-Skeggi. Hann
var son Skinna-Bjarnar. Því var hann Skinna-Björn kallaður að
hann var vanur að sigla í Austurveg kaupferð og færa þaðan
gráskinn, bjór og safala. Skeggi var garpur mikill og
einvígismaður. Hann var lengi í víkingu. Og eitthvert sinn
kom hann við Danmörk og fór til Hleiðrar þangað sem haugur
Hrólfs konungs kraka var og braut hauginn og tók á braut
sverðið Hrólfs konungs, Sköfnung, er best sverð hefir komið
til Íslands og öxina er Hjalti hafði átt hinn hugprúði. En
hann náði eigi Laufa af Böðvari bjarka því að hann fékk
hvergi sveigt hans armleggi. Síðan bar Skeggi Sköfnung.
Miðfjarðar-Skeggi var höfðingi mikill og auðigur. Hann var
frændstór. Allir Miðfirðingar héldu hann fyrir höfðingja.
Hafði Björn faðir hans numið allan Miðfjörð. Var hann
goðorðsmaður yfir Miðfirði og víða annars staðar.Eyjólfur hét góður bóndi. Hann bjó að Ósi og var ríkur maður.
Annar bóndi er nefndur Þorkell. Hann bjó á þeim bæ er á
Söndum heitir fyrir vestan fjörðinn gegnt Ósi. Hann var
lítilmenni en auðigur að peningum og vinur Skeggja að Reykjum.
Þorkell hafði boðið Skeggja barnfóstur og var Eiður son
Skeggja að fóstri á Söndum í þann tíma er Þórður kom í
Miðfjörð.Eyjólfur bóndi frá Ósi kom fyrstur manna til kaupmanna. Hann
hafði tal við kaupmenn. Þórður spurði hví bændur mundu svo
seinir til skips. Eyjólfur kvað það vana að Skeggi kæmi
jafnan fyrstur til skips og tæki það af varningi sem honum
líkaði, svo tæki hann og það af kaupmönnum til sín sem hann
vildi til vistar.Þórður kvað mikið um ríkilæti hans "og er mér hitt sagt hér
landsmanna vani að finna kaupmenn af hafi komna og frétta
tíðinda."Eyjólfur svarar: "Förum við til fundar við Skeggja og mun
hann vel fagna þvílíkum manni sem þú ert."Þórður segir: "Heima mun eg vera við skip mitt og bíða svo
þess er að höndum kemur."Þá mælti Eyjólfur: "Eg mun fara að finna Skeggja og segja
honum skipkomuna."Þórður segir: "Muntu eigi gera sem þér líkar?"Síðan skildu þeir. Fór Eyjólfur til Reykja að finna Skeggja
og sagði honum skipkomuna og svo hver stýrimaður var.Skeggi kveðst gjörla kenna Þórð og hans foreldra, kvað hann
gegnan mann "og hefir ekki komið hingað til lands fyrri
göfgari maður né fremri" og lét vel yfir honum.Eyjólfur bað Skeggja ríða til skips og kjósa af kaupmönnum
heim til sín.Skeggi segir: "Jafnan hefi eg raun af því að þér unnið mér
sæmdar af öllum hlutum. En nú vil eg unna yður einn tíma
þeirrar virðingar að kjósa það af kaupmönnum sem þér viljið
því að engan vil eg til mín taka af þessum skipverjum. En það
ræð eg þér að þú heitir því einu Þórði að þú efnir vel því að
lítið mun honum fyrir þykja að láta einn hvern til jarðar
hníga ef honum rís við."Síðan skildu þeir. Reið Eyjólfur til skips og fann stýrimann
og sagði Þórði tal þeirra Skeggja.Þórður segir: "Besta fer þér. En sjá þykist eg í slíku að
Skeggi vill ýfast við mér. Þykir mér og meiri von að lítið
tillæti veiti eg honum."Eyjólfur mælti: "Það væri minn vilji að við fyndum Skeggja."Þórður segir: "Hvergi mun eg fara. En með því að Skeggi vill
engan kaupmann til sín taka að sitji á aðra hönd í vetur þá
fæði hann strúg sinn á aðra hönd sér meðan honum líkar."Eyjólfur bauð Þórði til veturvistar með sér heim til Óss en
bað hann vista kaupmenn sína þar um fjörðinn. Þórður þakkaði
honum boð sitt en kveðst eigi vilja með honum vist hafa.
Þórður beiddist að Eyjólfur seldi honum á leigu landið um
veturinn og það gerði Eyjólfur. En hann fór byggðum á
Torfustaði því að hann átti þar annað bú en Þórður tók við
búi að Ósi. Síðan lét hann flytja heim farm allan en réð
skipinu til hlunns. Með Þórði fóru heim bræður hans og systir
og allir skipverjar. Situr Þórður um kyrrt þann vetur.Ekki lét Skeggi til sín taka. Mælast þeir Þórður ekki við þó
að þeir finnist. Eigi lætur Skeggi sem hann viti um kaup
þeirra Þórðar og Eyjólfs eða breytni. Þórður hafði fjölmennt
og var hinn mesti gleðimaður og svo voru þeir allir bræður.
Þórður varð skjótt vinsæll af héraðsmönnum. Heldur líkaði
Skeggja það lítt, þótti líklegt að hann mundi vilja gerast
höfðingi yfir Miðfirði. Og því öfundaði hann Þórð að hann var
harðlyndur og þoldi eigi að aðrir væru látnir jafnfram honum.
Þeir höfðu leika um veturinn og voru þeir bræður að leikum og
voru þeir engir að jafnbyðu Þórði um allan fimleik og afl.Þórður var umsýslumaður mikill og hinn mesti þjóðsmiður. Um
veturinn reisti Þórður ferju niðri við Miðfjarðarós og var
þar löngum um dagana. Ætlaði hann að ferjan skyldi ganga til
Stranda að vori til fangs. Leið svo fram til jóla.Og er kom að jólum sendi Skeggi mann til Þorkels á Sanda og
bauð honum til jólaveislu og húsfreyju hans. Bað hann og að
sveinninn Eiður skyldi fara með þeim. Hann var þá ungur og þó
nokkuð á legg kominn. Síðan bjuggust þau heiman af Söndum
aðfangadag fyrir jól og með þeim sveinninn Eiður. Svo var
veðri farið að gerði á þey með regni en Miðfjarðará ófær og
tók að leysa ána köflum hið efra en við fjörðinn var fært með
skip.Og er Þorkell setti fram skipið kallaði Þórður á hann og
mælti: "Ófær, áin maður," segir hann.Þorkell segir: "Gættu smíðar þinnar, eg mun ferðar minnar."Réð Þorkell nú til árinnar. Voru þau þrjú á skipinu. Og er
þau komu á megin árinnar leysti sem óðast ána og fórst þeim
seint. Rak þau nú eftir ánni fyrir ísinum og straumi og eigi
létti fyrr en hvelfdi skipinu. Höfðu þau kaffarar og hélt við
drukknan. En með því að þeim var lengra lífs auðið kom
Þorkell þeim á kjöl. Rak nú skipið til sjávar og gegnt því
sem Þórður var að smíðinni og Steingrímur bróðir hans hjá
honum. Þá kallaði Þorkell á hann Þórð til bjargar þeim.Þórður segir: "Eg mun gæta smíðar minnar en þú ferðar
þinnar."Þá mælti Steingrímur: "Ger vel bróðir minn og hjálpa mönnunum
því að nú liggur líf þeirra við og sýn mennt þína."Þórður kastar þá hinum ystum klæðum. Síðan kastar hann sér
til sunds og leggst út til skipsins og varð hann að brjóta
ísinn og hrinda frá sér ýmsa vega. Og er hann kom að bátinum
tók hann fyrst sveininn Eið og lagði í millum herða sér og
knýtti þar að utan einu snæri og leggst til lands með hann og
bað Steingrím bróður sinn hjálpa við sveininum svo að honum
ornaði því að honum var kalt orðið. Síðan leitar hann út til
skipsins og tók konu Þorkels, og var hún mjög dösuð, og
flutti hann hana til lands. Hið þriðja sinn leggst hann til
skipsins og flytur Þorkel til lands og var hann að bana
kominn af kulda.Steingrímur spurði: "Hví fluttir þú sveininn fyrst?"Þórður segir: "Flutti eg Eið fyrstan að mér segir svo hugur
um að mér verði að þessum hinum unga manni mikið gagn og hann
muni gefa mér líf. En því flutti eg Þorkel síðast að mér
þótti hann mest mega við kuldanum enda þótti mér að honum
minnstur skaði."Síðan tók Þorkell klæðaskipti. En hann hresstist og kona
hans. Eftir það fara þau hjón til Reykja en Þórður bauð Eiði
heim með sér til Óss. Eiður kveðst það gjarna vilja þiggja og
var þar langan tíma.En nú er að segja frá því að Þorkell kemur til Reykja og
sagði sínar eigi sléttar.Skeggi kvað hann mikla óhamingjuför farið hafa "en látið son
minn eftir hjá þeim manni sem mestur ofsamaður er," kveðst
svo hugur um segja að þar mundi koma að mikið væri gefanda
til að Eiður hefði þar aldrei komið til Þórðar.En er jólin liðu fór Þorkell heim og kom um leið til Óss og
bað Eið með sér fara.Eiður segir: "Eigi mun eg með þér fara. Skaltu eigi oftar
setja mér fjörráð.""Eigi vildi eg þér heldur bana ráða en sjálfum mér," segir
Þorkell.Fór Þorkell heim og er hann úr sögunni.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.