Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 1

Þórðar saga hreðu 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 1)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þórður hét maður son Hörða-Kára, mikill að virðingu. Hann var
höfðingi yfir þeim héruðum er honum voru nálæg. Hann var
hersir að nafnbót en jörlum var hann framar að mörgum hlutum.
Hann hafði fengið göfugt kvonfang. Hann átti við húsfreyju
sinni þrjá sonu og eina dóttur. Hét hinn elsti Steingrímur,
annar Klyppur, þriðji Eyjólfur en dóttir Sigríður. Öll voru
börn þeirra mannvænleg. Klyppur var þó fyrir þeim bræðrum.
Allir voru þeir miklir menn og furðulega sterkir, vænir og
stórmannlegir sem þeir áttu kyn til. Sigríður systir þeirra
var allra kvenna vænust og ofláti mikill og skapstór. Hún var
allra kvenna högust þeirra er þar óxu upp henni samtíða.



Og sem þeir bræður voru nær fulltíða menn tók Þórður faðir
þeirra sótt og andaðist og var útferð hans vegleg ger eftir
fornum sið. Og er erfið var drukkið fæddi húsfreyja Þórðar
sveinbarn, bæði mikið og frítt. Því var nafn gefið og vildi
húsfreyja að Þórður héti eftir föður sínum, kveðst það hyggja
að verða mundi mikilmenni ef í ætt brygði. Og er Þórður óx
upp var hann mikill og sterkur, vænn og stórmannlegur,
harðger, óvæginn við alla þá sem honum var lítt við en
vinsæll við alþýðu. Hann var mildur af fé og blíður viðmælis,
vinfastur. Hann var gleðimaður mikill og manna fimastur við
alla leika. Syndur var hann hverjum manni betur og skáld
gott.



Í þann tíma réðu Gunnhildarsynir ríki í Noregi er þetta var
tíðinda. Og er Þórður óx upp fýsti hann til hirðar Gamla
konungs Gunnhildarsonar er allra manna var vinsælastur í
Noregi af öllum konungum þegar leið Hákon Aðalsteinsfóstra.
Þá var Þórður tólf vetra er hann réðst til hirðar Gamla
konungs og virðist konunginum hann afbragðsmaður um allt það
sem hann skyldi reyna og var með honum þrjá vetur. Gekk hann
jafnan fyrir konunginum í hverjum háska eða mannhættu þegar
konungurinn var í bardögum og fékk hann því mikla virðing og
metnað. Var hann af slíku víðfrægur.



Og er Þórður hafði verið þrjá vetur með Gamla konungi sagði
hann konungi að hann fýstist að vitja eigna sinna.



Konungur mælti: "Góða fylgd hefir þú oss veitta og mikils
háttar maður muntu verða."



Konungur spretti af sér saxi er hann var vanur að bera
daglega og mælti til Þórðar: "Hér er eitt sax er eg vil gefa
þér og eg hygg að gifta muni fylgja. Þar með skal fylgja
vinátta mín."



Þórður þakkaði honum þenna sóma og allan annan er hann gerði
til hans.



Konungur mælti: "Þess bið eg að þú gefir engum manni eða
lógir nema þú eigir höfuð þitt að leysa. Er og eigi ólíklegt
að þess munir þú og við þurfa."



Þá svarar Þórður: "Eg ætla mér herra ekki álengdar frá yður
að vera meðan eg á kost yður að fylgja."



Þá segir konungur: "Það mun eigi vera því að við munum aldrei
sjást síðan við skiljum nú."



Þórður varð fár við orð konungs og svaraði engu og tók síðan
orlof af konunginum og fór heim til búa sinna og urðu frændur
hans honum fegnir. Hafði Klyppur bróðir hans tekið undir sig
allar eignir þeirra bræðra og gerst höfðingi yfir þeim
héruðum sem faðir þeirra var áður yfir skipaður. Var hann og
hersir að nafnbót.



En litlum tíma síðar en Þórður fór í burt frá Gamla konungi
börðust þeir Hákon konungur hinn góði og Gamli konungur og í
þeirri orustu féll Gamli konungur sem segir í sögum
Noregskonunga.



Sigurður konungur slefa Gunnhildarson var óeirðarmaður mikill
um kvennafar. Hann lagði í rekkju hjá sér Ólöfu dóttur
Skeggja á Yrjum. Hún var húsfreyja Klypps hersis Þórðarsonar.
Þórður eggjar Klypp bróður sinn til hefnda oftlega.



Og einn tíma kom Þórður að máli við bróður sinn og mælti:
"Hverninn er þetta? Hvort viltu ekki reka þá svívirðing af
höndum þér sem á liggur við Sigurð konung og verða svo að
undri og hafa hvers manns ámæli og þykja aldrei mega heita
slíkur maður sem þínir fyrri frændur ef skalt sitja Sigurði
konungi þvílíka vanvirðing að hann leggi í rekkju hjá sér
þína eiginkonu svo að þú leitar eigi til hefnda? Þó að við
nokkurn liðsmun sé að eiga þá er betra að láta líf sitt við
sæmd ef þess verður auðið heldur en þola aðgerðalaust þvílíka
vanvirðing. Vil eg bjóðast til ferðar með þér og vér allir
bræður heldur en þola lengur svo að vér leitum eigi til
nokkurra hefnda með þér hversu sem takast vill."



Þá svarar Klyppur: "Satt segir það bróðir að nóg væri nauðsyn
að reka þessar vanvirðingar ef færi gæfi á og fullfús em eg
til að hefna honum minnar vanvirðingar."



Eftir viðurtal þeirra bræðra gera þeir allir bræður heiman
ferð sína með mikinn flokk manna og stefna á Upplönd þangað
sem þeir spurðu að Sigurður konungur var á veislu. Og er þeir
komu á þann bæ sem konungur var fyrir og sat yfir
drykkjuborðum skipa þeir bræður sínum mönnum til inngöngu.
Bað Þórður að sá skyldi fyrstur út ganga er síðast gekk inn.
Skal Klyppur ganga fyrstur inn, þar næst Þórður, þá
Steingrímur, þá Eyjólfur, síðan hver sem skipað var. Allir
höfðu þeir alvæpni með hjálmum og skjöldum og brugðnum
sverðum.



Og er Klyppur hersir kom fyrir Sigurð konung reiðir hann upp
sverðið og höggur konung í höfuðið og klauf hann í herðar
niður. Hné hann dauður á borðið fram. Eftir þetta snúa þeir
bræður utar eftir höllinni. Og í því heyrði Þórður brest á bak
sér aftur og sér hann að Klyppur bróðir hans var högginn
banahögg. Það gerði sá maður er hét Hróaldur Ögmundarson
Hörða-Kárasonar. Hann var náskyldur þeim Þórðarsonum. Hann
stóð fyrir konungsborðinu er þeir komu inn og því vöruðust
þeir hann ekki. Þann mann vó hann annan er hét Ögmundur og
var Valþjófsson. Og er Þórður sá fall bróður síns hjó hann
til hans Hróalds og sneið hann í sundur fyrir ofan
mjaðmirnar. Síðan hlupu menn upp um alla stofuna og brugðu
vopnum og veittu þeim bræðrum mikla atsókn en þeir vörðust
vel og hreystimannlega. Neytir Þórður þá vel saxins er Gamli
konungur hafði gefið honum og varð margs manns bani áður en
hann komst út. Fór þar sem jafnan ef menn missa skjótlega
sinna höfðingja að flestum verður bilt eftir að sækja sínum
óvinum og fór þar og svo og fóru þeir bræður heim til búa
sinna.



Þessi tíðindi fréttir Haraldur konungur skjótlega, fall
Sigurðar konungs bróður síns, og ætlar að gera menn til
þeirra bræðra og láta drepa þá. Þá var konungurinn norður í
landi og því varð seinna gert til þeirra en ella mundi.
Stefndi hann þing og lét gera þá bræður útlaga fyrir
endilangan Noreg en kastaði sinni eign á þeirra eignir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.