Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hrafnk ch. 16

Hrafnkels saga Freysgoða 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hrafnk ch. 16)

UnattributedHrafnkels saga Freysgoða
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hrafnkell spurði austur í Fljótsdal, að Þjóstarssynir
höfðu týnt Freyfaxa og brennt hofið. Þá svarar Hrafnkell:"Eg hygg það hégóma að trúa á goð," - og sagðist hann þaðan
af aldrei skyldu á goð trúa, og það efndi hann síðan, að
hann blótaði aldrei.Hrafnkell sat á Hrafnkelsstöðum og rakaði fé saman. Hann
fékk brátt miklar virðingar í héraðinu. Vildi svo hver
sitja og standa sem hann vildi.Í þenna tíma komu sem mest skip af Noregi til Íslands.
Námu menn þá sem mest land í héraðinu um Hrafnkels daga.
Engi náði með frjálsu að sitja, nema Hrafnkel bæði
orlofs. Þá urðu og allir honum að heita sínu liðsinni.
Hann hét og sínu trausti. Lagði hann land undir sig allt
fyrir austan Lagarfljót. Þessi þinghá varð brátt miklu
meiri og fjölmennari en sú, er hann hafði áður haft. Hún
gekk upp um Skriðudal og upp allt með Lagarfljóti. Var nú
skipan á komin á land hans. Maðurinn var miklu vinsælli
en áður; hafði hann hina sömu skapsmuni um gagnsemd og
risnu, en miklu var maðurinn nú vinsælli og gæfari og
hægari en fyrr að öllu. Oft fundust þeir Sámur og
Hrafnkell á mannamótum, og minntust þeir aldrei á sín
viðskipti. Leið svo fram sex vetur.Sámur var vinsæll af sínum þingmönnum, því að hann var
hægur og kyrr og góður úrlausna og minntist á það, er
þeir bræður höfðu ráðið honum. Sámur var skartsmaður
mikill.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.