Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hrafnk ch. 15

Hrafnkels saga Freysgoða 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hrafnk ch. 15)

UnattributedHrafnkels saga Freysgoða
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sámur setti bú á Aðalbóli eftir Hrafnkel, og síðan efnir
hann veislu virðulega og býður til öllum þeim, sem verið
höfðu þingmenn hans. Sámur býðst til að vera yfirmaður
þeirra í stað Hrafnkels. Menn játuðust undir það og hugðu
þó enn misjafnt til. Þjóstarssynir réðu honum það, að
hann skyldi vera blíður og góður fjárins og gagnsamur
sínum mönnum, styrktarmaður hvers, sem þeir þurfa við.
"Þá eru þeir eigi menn, ef þeir fylgja þér eigi vel,
hvers sem þú þarft við. En því ráðum við þér þetta, að
við vildum, að þér tækist allt vel, því að þú virðist
okkur vaskur maður. Gættu nú vel til, og vertu var um
þig, af því að vant er við vondum að sjá."



Þjóstarssynir létu senda eftir Freyfaxa og liði
hans og kváðust vilja sjá gripi þessa, er svo gengu
miklar sögur af. Þá voru hrossin heim leidd. Þeir
bræður líta á hrossin. Þorgeir mælti:



"Þessi hross lítast mér þörf búinu. Er það mitt ráð, að
þau vinni slíkt er þau mega til gagnsmuna, þangað til er
þau mega eigi lifa fyrir aldurs sökum. En hestur þessi
sýnist mér eigi betri en aðrir hestar, heldur því verri,
að margt illt hefir af honum hlotist. Vil eg eigi, að
fleiri víg hljótist af honum en áður hafa af honum orðið.
Mun þar nú maklegt, að sá taki við honum, er hann á."



Þeir leiða nú hestinn ofan eftir vellinum. Einn hamar
stendur niður við ána, en fyrir framan hylur djúpur. Þar
leiða þeir nú hestinn fram á hamarinn. Þjóstarssynir
drógu fat eitt á höfuð hestinum, taka síðan háar stengur
og hrinda hestinum af fram, binda stein við hálsinn og
týndu honum svo. Heitir þar síðan Freyfaxahamar. Þar ofan
frá standa goðahús þau, er Hrafnkell hafði átt. Þorkell
vildi koma þar. Lét hann fletta goðin öll. Eftir það
lætur hann leggja eld í goðahúsið og brenna allt saman.



Síðan búast boðsmenn í brottu. Velur Sámur þeim ágæta
gripi báðum bræðrum, og mæla til til fullkominnar vináttu
með sér og skiljast allgóðir vinir; ríða nú rétta leið
vestur í fjörðu og koma heim í Þorskafjörð með virðingu.



En Sámur setti Þorbjörn niður að Leikskálum; skyldi hann
þar búa. En kona Sáms fór til bús með honum á Aðalból, og
býr Sámur þar um hríð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.